Erlent net mishratt í tölvum á sama neti?


Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Erlent net mishratt í tölvum á sama neti?

Pósturaf GTi » Fös 01. Mar 2013 21:46

Góða kvöldið.

Ég hef verið með vandamál sem pirrar mig mjög mikið og langar að forvitnast hvort einhver ykkar kannist við mál sem þetta.

Við erum með 2 fartölvur á heimilinu, báðar tengdar með WiFi við Router frá Vodafone.

Tölvan mín á virkilega erfitt með að hlaða öllu niður erlendis. Hvort sem það er að synca dropbox, facebook, gmail, 9gag, youtube o.s.frv.
En íslenskar síður birtast á núll-einni.
Tölvan hjá kærustunni finnur ekki fyrir einu eða neinu, hvorki á erlendum síðum né innlendum.

Við prófuðum að pinga nokkrum sinnum youtube.com á sama tíma.
Hún var með alltaf með 50-60 ms í average og aldrei með "Request Timed Out"

Ég var hinsvegar með average 70-80 ms. En var þó alltaf með 2-3 "Request Timed Out"

Ég er með 1 árs gamla Lenovo E520 en hún er með 4 ára gamla Dell Vostro svo það er ekki hægt að stimpla þetta á tölvuna sjálfa. Það er spurning hvort það sé einhver hugbúnaður sem lætur þetta gerast? Firewall?

Hvað er það sem ég ætti að athuga?

*Edit* Bætt við:

Þess má geta að netið hjá mér er ekki svona hægt annarsstaðar, t.d. í skólanum!




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net mishratt í tölvum á sama neti?

Pósturaf AntiTrust » Fös 01. Mar 2013 21:53

Hljómar svipað því sem ég lenti með mína T420.

Skoðaðu þennan þráð: viewtopic.php?f=18&t=52406




dave57
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Lau 25. Júl 2009 18:10
Reputation: 1
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net mishratt í tölvum á sama neti?

Pósturaf dave57 » Fös 01. Mar 2013 22:03

Sæll,

ég lenti í þessu þegar ég fékk nýja fartölvu.
Nýja vélin, Dell Latitude E5530 lét svona, en gamla, Dell Latitute D520 var í góðum gír ásamt öðrum þráðlausum tækjum á heimilnu.

Ég er hjá Vodafone og var með Bewan roter, fékk Zune í staðinn og þá lagaðist þetta.
fékk reyndar enga skýringu á þessu undarlega vandamáli.


Samtíningur af alls konar rusli


Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Erlent net mishratt í tölvum á sama neti?

Pósturaf GTi » Mán 04. Mar 2013 09:40

Ég hringdi loksins í þá í stað þess að bölva þessu úti í horni. Strákurinn sem svaraði símtalinu mínu sagðist aldrei hafa heyrt um svona vandamál.
En hann opnaði WEP Connection sem ég tengist í gegnum núna í stað WPA áður til þess að prófa og það virðist svínvirka. :)

Ef það hefði ekki virkað hefði ég átt að fá nýjan router.