arons4 skrifaði:corflame skrifaði:Swooper skrifaði:Er búinn að vera með Win8 síðan ég fékk nýju tölvuna mína í lok nóvember, gæti ekki verið sáttari. Setti strax upp Start8 og þarf ekkert að nota nýja startskjáinn frekar en ég vil - sé hann oft ekki dögum saman. Hef enn varla fundið nein ModernUI öpp sem eru þess virði að nota. Það eina sem ég sakna úr 7 er hve mikið af themes var til fyrir það, en það mun auðvitað rætast úr því þegar líður á.
Mæli annars með
Launchy, þegar maður er búinn að venjast því er það enn fljótlegri og þægilegri leið til að starta forriti en start menuið. Alt+space (hægt að breyta því í einhverja aðra takka samt), byrjar að slá inn nafnið á forritinu sem þú vilt og svo bara enter. Þarf oft bara 2-3 stafi fyrir forritin sem ég nota oftast, sem er snilld.
Í staðinn fyrir að nota 3rd party forrit, þá geturðu bara ýtt á Windows hnappinn og byrjað að slá inn stafina, virkar nákvæmlega eins
Nema eins og til að opna control panel og aðrar eins stillingar, þá þarftu að nota músina, sem er alveg virkilega pirrandi þegar maður er vanur hinu.
til að opna settings geturðu ýtt á Win+I og farið í control panel þar, svo ef þú vilt gera eitthvað flóknara án þess að fara gegnum start screenið þá geturðu ýtt á Win+X þá færðu upp þessa valmynd:
.
Annars geturðu líka alveg pinnað hluti við Start Barinn sem þú notar oft, ég er með basic hluti þar einsog windows explorer, notepad, command prompt, computer management og fleira .. ég sakna gamla Start menuins bara nákvæmlega ekkert
og ef þú vilt komast fljótlega í All Apps þá geturðu opnað start screenið og svo Ctrl-Tab, svo geturðu grúppað saman tiles á start screeninu og búið til "foldera", ég er til dæmis með allt steam dótið mitt grúppað saman á einum stað. Metroið er bara svo miklu þægilegra en gamla dótið þegar maður er búinn að læra inná það. En ef fólk er ekki tilbúið eða vill ekki læra nokkur keycombo og vill bara vera Músarnoobs þá skil ég vel að það hati Metroið.