Búinn að vera í vandræðum með netið undanfarið tvær vikurnar, virkar ekkert að hringja í Vodafone.
Lýsir sér þannig að netið dettur út í kannski 10-30 sekúndur stundum með allt að 4-5 klukkutíma millibili en stundum líka 10 mínúta. Ég held að þetta tengist eitthvað hversu margar tölvur eru tengdar netinu (er líka með sjónvarp frá Vodafone), gerist oftar þegar það er meira álag, afturámóti gerist það samt sem áður þótt ég sé bara með eina tölvu tengda. Ljósið á routernum (Bewan) sem segir til hvort það sé net, slekkur á sér.
Allt netið dettur út, bæði þráðlausa og beintengda.
Er með Bewan router.
Ég ákvað að skipta um router fékk alveg eins router frá þeim og ennþá er þetta vandamál.
Þeir hjá Vodafone sögðu mér að þetta gæti verið smásían sem er tengd við símann.
Er ekki búinn að skipta um smásíuna en ég prufaði í gær að taka símann úr sambandi en netið hélt áfram að detta út sem segir mér að það getur ekki verið smásían þar.(Nema ég sé eitthva að misskilja hlutverk smásíunar). Tók eftir því að hraðinn á netinu er búinn að minnka, yfirleitt get ég farið max í 700 kb/sec en núna er þetta dottið niður í max 450. Er með ADSL. Búinn að vera með sjónvarp frá Vodafone í þónokkurn tíma og allt gengið vel þangað til nú.
Takk fyrir =)
Netið dettur alltaf út
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Netið dettur alltaf út
Ég held að það skipti ekki máli hvort síminn sé í sambandi eða ekki.
Held að það væri ekkert vitlaust hjá þér að prófa að skipta um síu.
Held að það væri ekkert vitlaust hjá þér að prófa að skipta um síu.
-
- Græningi
- Póstar: 49
- Skráði sig: Fim 02. Des 2004 20:45
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Netið dettur alltaf út
Eruði með þjófavörn? Eins og t.d. frá Securitas?
Það þarf að vera smásía á ÖLLU sem notar símalínu.
Það þarf að vera smásía á ÖLLU sem notar símalínu.
Re: Netið dettur alltaf út
hagur skrifaði:Ég held að það skipti ekki máli hvort síminn sé í sambandi eða ekki.
Held að það væri ekkert vitlaust hjá þér að prófa að skipta um síu.
Amm, ég ætla að prufa það, takk.
Re: Netið dettur alltaf út
Raudbjorn skrifaði:Eruði með þjófavörn? Eins og t.d. frá Securitas?
Það þarf að vera smásía á ÖLLU sem notar símalínu.
Ekkert svoleiðis, Er ekki smásían stykkið sem er á símalínunni sem kemur úr símanum áður en hún fer í vegginn?
Re: Netið dettur alltaf út
reeps skrifaði:Raudbjorn skrifaði:Eruði með þjófavörn? Eins og t.d. frá Securitas?
Það þarf að vera smásía á ÖLLU sem notar símalínu.
Ekkert svoleiðis, Er ekki smásían stykkið sem er á símalínunni sem kemur úr símanum áður en hún fer í vegginn?
jú það er þetta hvíta stykki sem er oft með splitter líka, þeas tengi fyrir heimasíma og rotuer.
Gætir prufað að aftengja heimasímann og smásíuna og setja routerinn beint í tengil. jafnvel prufa snúruna sem fer í heimasímann á routerinn. Prufa annan tengil? ef ekki að þá gætir þú þurft að hringja í Vodafone og láta þá græja bilanatilkynningu á þetta,
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 932
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Netið dettur alltaf út
Er að berjast við nákvæmlega sama vandamálið..
Var með gamla bláa Zyxel routerinn sem var alltaf að resetta sér, keyptum router frá start.is sem var/er alltaf með vandamál (netið óstöðugt, sjónvarpið höktir) og fengum svo líka þennann hvíta router frá Vodafone sem á það til að detta út nákvæmlega eins og þú lýsir.. þó mun sjaldnar en gamli Zyxel og heldur netinu og sjónvarpinu betur en routerinn frá start.is.. aftur á móti þá get ég ekki horft á myndband á youtube ef bróðir minn er að spila FIFA á netinu því þá höktir allt..
Heimasíminn er tengdur við símatengil inní stofu með smásíu á meðan routerinn er beintengdur við símakló inni í sjónvarpsholi sem fer í vegg..
Gæti þetta verið sama vandamálið ? skortur á smásíu hjá routernum eða eitthvað annað ?
Var með gamla bláa Zyxel routerinn sem var alltaf að resetta sér, keyptum router frá start.is sem var/er alltaf með vandamál (netið óstöðugt, sjónvarpið höktir) og fengum svo líka þennann hvíta router frá Vodafone sem á það til að detta út nákvæmlega eins og þú lýsir.. þó mun sjaldnar en gamli Zyxel og heldur netinu og sjónvarpinu betur en routerinn frá start.is.. aftur á móti þá get ég ekki horft á myndband á youtube ef bróðir minn er að spila FIFA á netinu því þá höktir allt..
Heimasíminn er tengdur við símatengil inní stofu með smásíu á meðan routerinn er beintengdur við símakló inni í sjónvarpsholi sem fer í vegg..
Gæti þetta verið sama vandamálið ? skortur á smásíu hjá routernum eða eitthvað annað ?
Re: Netið dettur alltaf út
Orri skrifaði:Er að berjast við nákvæmlega sama vandamálið..
Var með gamla bláa Zyxel routerinn sem var alltaf að resetta sér, keyptum router frá start.is sem var/er alltaf með vandamál (netið óstöðugt, sjónvarpið höktir) og fengum svo líka þennann hvíta router frá Vodafone sem á það til að detta út nákvæmlega eins og þú lýsir.. þó mun sjaldnar en gamli Zyxel og heldur netinu og sjónvarpinu betur en routerinn frá start.is.. aftur á móti þá get ég ekki horft á myndband á youtube ef bróðir minn er að spila FIFA á netinu því þá höktir allt..
Heimasíminn er tengdur við símatengil inní stofu með smásíu á meðan routerinn er beintengdur við símakló inni í sjónvarpsholi sem fer í vegg..
Gæti þetta verið sama vandamálið ? skortur á smásíu hjá routernum eða eitthvað annað ?
Heimasíminn minn er líka tengdur við símatengill inní stofu með smásíu og routerinn beintengdur við símakló. Ég ætla að prufa að gera það sem var bent mér á fyrir ofan. Pósta ef eitthvað lagast svo sem.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Netið dettur alltaf út
Ef netið heldur áfram að detta út þrátt fyrir að síminn og sían séu tekin úr sambandi er þetta alveg 99% ekki smásían.
Ég myndi byrja á því að hringja í þjónustuverið og athuga hvort það sé í lagi með línuna og réttur prófíll á.
Ég myndi byrja á því að hringja í þjónustuverið og athuga hvort það sé í lagi með línuna og réttur prófíll á.
Re: Netið dettur alltaf út
Það sem þið eruð að lenda í hljómar bara eins og þessi klassísku netslit. Ef routerinn og heimasíminn eru tengd í sama tengilinn í gegnum smásíu þá getur þetta verið smásían, annars ekki. Þá virkar yfirleitt að prufa bara að tengja símasnúruna frá routernum beint í tengilinn og sjá hvort það lagast. Ef ekki er sniðugt(ef það er möguleiki) að prufa að skipta um símtengil, prufa að hafa routerinn tengdan á öðrum stað og sjá hvort hann lendir í því sama og hvot hann mælist mögulega betur. Þetta eru hlutir sem þarf að prófa ef það er hægt áður en það er skráð bilanatilkynning hjá Vodafone.
Þegar að miðjuljósið á bewan routernum dettur svona út þá er hann alveg að missa allt samband(sync) sem er oftast vandamál sem þarf að leysa með því að hafa samband við Vodafone. Einnig ef þú ert búinn að prufa fleiri en einn router, skiptir ekki hvaða gerð, á sama símtenglinum og báðir lenda í þessu þá er þetta klárlega ekki router vandamál.
Af minni reynslu þá er algengast að þetta sé innanhússvandamál hjá fólki, hvort sem það er í símtengli eða í húskassa.
Annars ef þið viljið þá getið þið sent mér kennitölu/hs í PM hér og ég skal skoða línurnar hjá ykkur og athuga hvort mælingarnar séu eitthvað grunsamlegar.
Þegar að miðjuljósið á bewan routernum dettur svona út þá er hann alveg að missa allt samband(sync) sem er oftast vandamál sem þarf að leysa með því að hafa samband við Vodafone. Einnig ef þú ert búinn að prufa fleiri en einn router, skiptir ekki hvaða gerð, á sama símtenglinum og báðir lenda í þessu þá er þetta klárlega ekki router vandamál.
Af minni reynslu þá er algengast að þetta sé innanhússvandamál hjá fólki, hvort sem það er í símtengli eða í húskassa.
Annars ef þið viljið þá getið þið sent mér kennitölu/hs í PM hér og ég skal skoða línurnar hjá ykkur og athuga hvort mælingarnar séu eitthvað grunsamlegar.
Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB