Er fýsilegt/leyfilegt að leggja CAT5 netkapla með símalögnum, þ.e í sama rör?
Er að gæla við þá hugmynd að leggja CAT5 kapal úr íbúðinni minni og niður í aukaherbergi sem ég á í kjallaranum. Í herberginu er símatengill og þaðan er þá væntanlega rör yfir í tengibox sem er í kjallaranum í stigaganginum. Þaðan liggur rör upp í box sem er á 1. hæð, svo áfram í box upp á 2. hæð og svo loks í box á 3. hæð fyrir utan hjá mér og svo þaðan væntanlega inn í símatengil í anddyrinu mínu.
Gæti þetta gengið upp og er þetta leyfilegt yfir höfuð? Þarf eflaust að fá símvirkja/rafvirkja til að græja þetta fyrir mig. Hef svosem ekkert skoðað inní þessu box ennþá, kannski eru þessi símarör of grönn til að þetta gangi upp.
Má leggja CAT5 í símarör?
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Má leggja CAT5 í símarör?
Það ætti allavega ekki að vera nein truflun frá CAT snúru, því hún er digital, svo ef þú getur troðið honum í þetta ætti það líklega að ganga. Þyrftir líklega að troða þessu í og splæsa svo endunum á eftir á, held að svona símarör séu um 2-3cm í þvermál.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Má leggja CAT5 í símarör?
Fín hugmynd og Lögleg.
Síðan er annað mál hvort þetta sé auðveld/erfitt/ómögulegt
Síðan er annað mál hvort þetta sé auðveld/erfitt/ómögulegt
Electronic and Computer Engineer
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Má leggja CAT5 í símarör?
Viltu ekki frekar leggja CAT6 snúru til að vera future-proof ef að þú ætlar að standa í þessu?
Fáránlega lítill verðmunur á metrann.
http://www.computer.is/vorur/1869/
http://www.computer.is/vorur/6492/
Fáránlega lítill verðmunur á metrann.
http://www.computer.is/vorur/1869/
http://www.computer.is/vorur/6492/
Modus ponens
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3122
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Má leggja CAT5 í símarör?
Gúrú skrifaði:Viltu ekki frekar leggja CAT6 snúru til að vera future-proof ef að þú ætlar að standa í þessu?
Fáránlega lítill verðmunur á metrann.
http://www.computer.is/vorur/1869/
http://www.computer.is/vorur/6492/
Jú, myndi vilja það frekar. CAT6 kapallinn er þó talsvert ómeðfærilegri/stífari og líklegast heldur sverari og ég hugsa að því grennri/sveigjanlegri kapall, því betra. Kemur samt í ljós.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Má leggja CAT5 í símarör?
hagur skrifaði:CAT6 kapallinn er þó talsvert ómeðfærilegri/stífari og líklegast heldur sverari og ég hugsa að því grennri/sveigjanlegri kapall, því betra. Kemur samt í ljós.
Jújú, honum líkar alls ekki við það að vera beygður, ef það er á einhverjum kafla 90° beygja inni í 2-3cm þvermáls röri þá er það ábyggilega ekki í myndinni að nota CAT6.
Modus ponens
Re: Má leggja CAT5 í símarör?
Þar sem þú ert væntanlega í fjölbýli þarftu að fá leyfi hjá íbúum hússins / stigagangins þar sem hann flokkast undir sameign.
Tengiboxin eru oft innsigluð og ekki leyfilegt að fara inní þau nema með leyfi sem ég veit ekki hversu erfitt er að fá ef það er hægt yfir hvoru. En svo er það kannski ekkert innsiglað.
Tengiboxin eru oft innsigluð og ekki leyfilegt að fara inní þau nema með leyfi sem ég veit ekki hversu erfitt er að fá ef það er hægt yfir hvoru. En svo er það kannski ekkert innsiglað.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3122
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Má leggja CAT5 í símarör?
wicket skrifaði:Þar sem þú ert væntanlega í fjölbýli þarftu að fá leyfi hjá íbúum hússins / stigagangins þar sem hann flokkast undir sameign.
Tengiboxin eru oft innsigluð og ekki leyfilegt að fara inní þau nema með leyfi sem ég veit ekki hversu erfitt er að fá ef það er hægt yfir hvoru. En svo er það kannski ekkert innsiglað.
Það er rétt, myndi ræða þetta við nágrannana í stigaganginum. Ekkert þessara tengiboxa er innsiglað og af ummerkjum að dæma er nokkuð oft búið að opna þau og krukka í þeim.
Re: Má leggja CAT5 í símarör?
hagur skrifaði:wicket skrifaði:Þar sem þú ert væntanlega í fjölbýli þarftu að fá leyfi hjá íbúum hússins / stigagangins þar sem hann flokkast undir sameign.
Tengiboxin eru oft innsigluð og ekki leyfilegt að fara inní þau nema með leyfi sem ég veit ekki hversu erfitt er að fá ef það er hægt yfir hvoru. En svo er það kannski ekkert innsiglað.
Það er rétt, myndi ræða þetta við nágrannana í stigaganginum. Ekkert þessara tengiboxa er innsiglað og af ummerkjum að dæma er nokkuð oft búið að opna þau og krukka í þeim.
nei, símvirkjar, rafvirkjar og aðrir svipaðir vaða bara í þetta án þess að tala við nokkurn mann.