Daginn,
Hefur einhver reynslu af því að nota powerline (frá Vodafone eða e-m ōðrum) til að senda eth merki úr ljósleiðaraboxi í myndlykil?
Powerline
Re: Powerline
Ég var með 4 stykki (2 pör að gera sitthvorn hlutinn) þar sem ég bjó áður og þetta svínvirkaði allt saman.
Heima hjá mömmu og pabba virkaði þetta samt ekki neitt. Hætti að nota þetta þegar ég flutti og lét leggja CAT í öll herbergi.
Þetta svínvirkar þegar þetta virkar en það er svo misjafnt milli heimilia sökum rafkerfanna innanhúss. Skiptir t.d. máli að tækin sem á að tengja saman séu á sömu grein og svo framvegis.
Best er bara að prófa, ef þetta virkar er það hið besta mál en ef ekki að þá fá að skila þessu aftur.
Heima hjá mömmu og pabba virkaði þetta samt ekki neitt. Hætti að nota þetta þegar ég flutti og lét leggja CAT í öll herbergi.
Þetta svínvirkar þegar þetta virkar en það er svo misjafnt milli heimilia sökum rafkerfanna innanhúss. Skiptir t.d. máli að tækin sem á að tengja saman séu á sömu grein og svo framvegis.
Best er bara að prófa, ef þetta virkar er það hið besta mál en ef ekki að þá fá að skila þessu aftur.
Re: Powerline
Ég var með þetta hér, keypt hjá Símanum fyrir nokkru síðan. http://www.devolo.com/consumer/dlan-mai ... .html?l=en
Svínvirkaði eins og ég sagði heima hjá mér. En virkaði svo mjög illa hjá foreldrum mínum.
Það fylgir þessu furðu góður hugbúnaður sem segir manni hvað hraðinn er mikill og hversu vel tækin eru að tala saman.
Gætir líka auglýst eftir þessu notuðu hér, eflaust einhverjir sem eiga svona ofan í skúffu eða skáp.
Svínvirkaði eins og ég sagði heima hjá mér. En virkaði svo mjög illa hjá foreldrum mínum.
Það fylgir þessu furðu góður hugbúnaður sem segir manni hvað hraðinn er mikill og hversu vel tækin eru að tala saman.
Gætir líka auglýst eftir þessu notuðu hér, eflaust einhverjir sem eiga svona ofan í skúffu eða skáp.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 919
- Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
- Reputation: 17
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Powerline
Athugaðu þetta fyrst verðið á þessu hjá símanum er glæpsamlegt
http://www.tolvulistinn.is/voruflokkur/ ... ur/rafmagn
http://www.tolvutek.is/vorur/netbunadur ... ir-rafmagn?
http://www.tolvulistinn.is/voruflokkur/ ... ur/rafmagn
http://www.tolvutek.is/vorur/netbunadur ... ir-rafmagn?
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.
Re: Powerline
þetta snýst bara allt um gæði raflagnanna, ef þetta eru gamlar raflagnir að þá truflast það frekar en t.d nýlega lagðar lagnir. Svo auðvitað er mælst til þess (amk hjá okkur í vodafone) að fólk sé með powerline tengt beint í tengil á veggnum en ekki í fjöltengi (og ef ekki annað er í boði en fjöltengi, að tengja þá fremst í fjöltengið)
IPTV straumurinn er mjög viðkvæmur gagnvart öllum rafmagnstruflunum og slitum í snúrum t.d
IPTV straumurinn er mjög viðkvæmur gagnvart öllum rafmagnstruflunum og slitum í snúrum t.d
Re: Powerline
Okay, takk fyrir svörin. Sýnist eina vitið vera að prófa þetta og sjá hvernig lagnirnar höndla...
Re: Powerline
Ég er með svona wireless ethernet par, er að prófa það hvort það virki áður en Síminn fari að selja það. So far so good. Er með routerinn frammi í gangi og eitt wireless stykki tengt í hann. Svo er ég með myndlykilinn inni í stofu og hitt wireless stykkið tengt í hann, og er að horfa á háskerpu og engir glitchar.
Man ekki hvað þetta heitir, virðist ekki vera neitt merkt þar sem þetta er demo búnaður. En kemst að því á morgun.
Man ekki hvað þetta heitir, virðist ekki vera neitt merkt þar sem þetta er demo búnaður. En kemst að því á morgun.
*-*
-
- Fiktari
- Póstar: 82
- Skráði sig: Sun 27. Maí 2012 21:31
- Reputation: 2
- Staða: Ótengdur
Re: Powerline
methylman skrifaði:Athugaðu þetta fyrst verðið á þessu hjá símanum er glæpsamlegt
http://www.tolvulistinn.is/voruflokkur/ ... ur/rafmagn
http://www.tolvutek.is/vorur/netbunadur ... ir-rafmagn?
Mæli alls ekki með zyxel og planet powerline búnaði. Zyxel powerline búnaðurinn hitnaði það mikið (þegar hann var í sambandi sem mánuðum skiptir) að plastið var farið að bráðna. Planet powerline búnaðurinn virkaði í 30-40% tilvika.
Devolo powerline sem síminn er að selja virkar mjög vel, þ.e. hvíta 200mb týpan. Bláa týpan virkar fyrir sjónvarp símans en ekki nógu vel fyrir sjónvarp vodafone.
Ef þú kaupir þér powerline búnað reyndu þá að hafa þetta á sömu grein, og svo skiptir það miklu máli að þetta sé tengt beint í vegginn. Ef þú neyðist til þess að setja þetta í fjöltengi, hafðu þetta þá fremst í fjöltenginu.
Annars mæli ég alltaf með því að láta leggja cat5 lögn í stað þess að nota powerline búnað. Kostnaðurinn er oftast á endanum sá sami en þú sleppur við allt vesenið tengt powerline búnaði.
-
- Fiktari
- Póstar: 82
- Skráði sig: Sun 27. Maí 2012 21:31
- Reputation: 2
- Staða: Ótengdur
Re: Powerline
appel skrifaði:Ég er með svona wireless ethernet par, er að prófa það hvort það virki áður en Síminn fari að selja það. So far so good. Er með routerinn frammi í gangi og eitt wireless stykki tengt í hann. Svo er ég með myndlykilinn inni í stofu og hitt wireless stykkið tengt í hann, og er að horfa á háskerpu og engir glitchar.
Man ekki hvað þetta heitir, virðist ekki vera neitt merkt þar sem þetta er demo búnaður. En kemst að því á morgun.
Hefur þetta engin áhrif á þráðlausa netið hjá þér ?
Re: Powerline
Rumpituski skrifaði:appel skrifaði:Ég er með svona wireless ethernet par, er að prófa það hvort það virki áður en Síminn fari að selja það. So far so good. Er með routerinn frammi í gangi og eitt wireless stykki tengt í hann. Svo er ég með myndlykilinn inni í stofu og hitt wireless stykkið tengt í hann, og er að horfa á háskerpu og engir glitchar.
Man ekki hvað þetta heitir, virðist ekki vera neitt merkt þar sem þetta er demo búnaður. En kemst að því á morgun.
Hefur þetta engin áhrif á þráðlausa netið hjá þér ?
Þetta er að keyra á öðru frequency... ekki þessu wifi dóti held ég.
*-*
Re: Powerline
Rektor skrifaði:Interessant, mátt endilega skutla inn nafninu á þessari græju þegar þú veist meira...
Held að þetta sé frá Pace, en er ekki í boði á vefnum þeirra. Líklega er þetta prótótýpa, eða er bara selt til carriera.
*-*
Re: Powerline
Þessi powerline búnaður sem vodafone eru að selja er frekar góður, eru líka með rafmagnstengi á þeim þannig þú getur stungið þeim beint í vegginn og svo stungið fjöltengi eða öðrum tækjum í þá. Getur líka tengt fleiri en 1 móttakara við hvern sendi sem mér finnst vera stór+
http://www.vodafone.is/pdf/leidbeininga ... sg_eng.pdf
http://www.vodafone.is/sjonvarp/powerline
Ég myndi samt alltaf bara leggja cat snúrur frekar
http://www.vodafone.is/pdf/leidbeininga ... sg_eng.pdf
http://www.vodafone.is/sjonvarp/powerline
Ég myndi samt alltaf bara leggja cat snúrur frekar
Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB
-
- Nörd
- Póstar: 123
- Skráði sig: Lau 15. Nóv 2003 15:59
- Reputation: 19
- Staðsetning: Bæjarlind 1, Kópavogi
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Powerline
Vil fá að benda á að powerline frá TP-Link er ódýrara en Vodafone og virkar fínt.
http://start.is/product_info.php?products_id=3431
http://start.is/product_info.php?products_id=3431