Hvað gerist ef vefsíður verða ritskoðaðar?
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4336
- Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
- Reputation: 385
- Staða: Tengdur
Hvað gerist ef vefsíður verða ritskoðaðar?
Í tilefni þess að umræðan um ritskoðun hefur verið hér flakkandi fram og til baka, var ég að pæla í því hvort eitthvað sé hægt að gera ef netfyrirtæki eða ríkið ákveður að loka á aðgang á t.d. Thepiratebay.se - er eitthver leið framhjá "lásnum"?
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
-
- Besserwisser
- Póstar: 3111
- Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
- Reputation: 12
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað gerist ef vefsíður verða ritskoðaðar?
Oft er nóg að skipta bara um DNS, þar sem ISP-arnir "loka" bara á dns færsluna í nafnaþjónunum sínum. Get mælt með OpenNIC en auk venjulegrar DNS þjónustu þá bjóða þeir upp á eigin lénaendingar. http://thepiratebay.pirate t.d.
Ef lokað er á IP tölu vefsíðunnar þá er bara eitt í stöðunni og það er að tengjast vefnum í gegnum aðra vél.
Það eru mismunandi leiðir til þess að tengjast í gegnum aðrar vélar en sem dæmi má nefna proxy,vpn,ssh tunnel,tor,i2p, osfrv osfrv.
Af þessum leiðum tel ég VPN og ssh tunnel vera fýsilegasta kostinn, bæði vegna sveijanleika og hraða, ég get komið með nánari útlistun á öllum þessum þjónustum og kosti þeirra og galla ef einhver hefur áhuga á því.
Ef lokað er á IP tölu vefsíðunnar þá er bara eitt í stöðunni og það er að tengjast vefnum í gegnum aðra vél.
Það eru mismunandi leiðir til þess að tengjast í gegnum aðrar vélar en sem dæmi má nefna proxy,vpn,ssh tunnel,tor,i2p, osfrv osfrv.
Af þessum leiðum tel ég VPN og ssh tunnel vera fýsilegasta kostinn, bæði vegna sveijanleika og hraða, ég get komið með nánari útlistun á öllum þessum þjónustum og kosti þeirra og galla ef einhver hefur áhuga á því.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4336
- Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
- Reputation: 385
- Staða: Tengdur
Re: Hvað gerist ef vefsíður verða ritskoðaðar?
gardar skrifaði:ég get komið með nánari útlistun á öllum þessum þjónustum og kosti þeirra og galla ef einhver hefur áhuga á því.
Bara endilega, alltaf gaman að læra e-h nýtt.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
-
- Besserwisser
- Póstar: 3111
- Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
- Reputation: 12
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað gerist ef vefsíður verða ritskoðaðar?
Olræt, best að koma með lauslegar skýringar og dæmi. Listinn yfir notkunareiginleika og fídusa er ekki tæmandi og ég er einungis að lýsa því hvernig algengast er að menn noti þessar þjónustur til þess að komast framhjá ritskoðun.
Þessar þjónustur hafa allar sína kosti og galla og misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Fyrir venjulega einstaklinginn myndi ég mæla með því að kaupa VPN þjónustu af traustum aðila sem staddur er í landi þar sem ekki eru ritskoðanir (ef ritskoðun er í gangi í landinu þar sem netþjónninn er þá er lítill tilgangur með því að nota þjónustuna. Sama gildir reyndar með allar þessar þjónustur).
Fyrir reyndari notendur myndi ég mæla með SSH aðgangi, ssh skeljar aðgangar eru í flestum tilfellum hræódýrir og hægt að nota þá fyrir meira en bara SSH tunnel.
Fyrir þá sem eru að hýsa síðu sem á það á hættu að vera ritskoðuð þá mæli ég með því að hýsa þær síður annað hvort TOR eða I2P þar sem ekki er hægt að ritskoða hluti í TOR/I2P netkerfunum með góðum hætti.
Proxy þjónusta eins og HTTP proxy getur hentað sumum vel, t.d. veit ég um nokkra sem eru með proxy aðganga til þess að komast á þjónustur sem einungis eru ætlaðar erlendum markaði þar að segja þeir sem vilja geta notað hulu og netflix í gegnum xbmc en hafa engann áhuga á að proxy-a restinni af umferðinni sinni.
"HTML proxy" er sniðugt ef menn vilja rétt svo kíkja á vefsíður sem þeir komast ekki á í gegnum sína tengingu af einhverjum ástæðum en er þó ekki þægilegt til lengdar þar sem vefir með flash, javascript og cookies virka illa í gegnum þessar vefsíður. Ég veit t.d. að það hefur verið bölvað vesen að tengjast facebook í gegnum svona þjónustur.
Ef menn hafa einhverjar spurningar/athugasemdir þá væri ég endilega til í að heyra þær, ég er mikill áhugamaður um þessi mál.
- Proxy - Proxy er leið til þess að senda gögn í gegnum aðra vél, ég get verið með uppsettann proxy þjón á vélinni minni og gefið þér aðgang í hann þegar þú notar proxy þjóninn minn þá er umferðin þín að fara í gegn um tenginguna mína. Þótt það séu til alls kyns proxy þjónar þá eru HTTP proxy þjónar þeir algengustu, þú getur bæði fengið HTTP þjóna sem þú stillir inn í vafrann þinn og með þeim sendist öll HTTP umferð í gegnum proxy þjóninn, einnig eru til "HTTP/HTML" proxy þjónar sem er líklegast sá hlutur sem flestir þekkja en það er vefsíða sem þú getur notað til þess að skoða vefsíður í gegnum, nefni sem dæmi vefinn sem flestir virðast nota, http://hidemyass.com . Gallinn við það þegar menn nota proxy þjóna er sá að þú þarft að stilla proxy-inn inn í öll þau forrit sem þú villt að noti proxy tenginguna. Oftast er þó ekki hægt að senda hvernig traffík sem er í gegnum proxy þjón, þá eru seldir HTTP proxy aðgangar fyrir HTTP umferð (vefsíður) og annars konar aðgangar fyrir aðra umferð.
- VPN - VPN er líkt og proxy, leið til þess að tengjast í gegnum aðra vél. Munurinn á VPN og t.d. HTTP proxy er sá að VPN forritið tekur í flestum tilfellum algerlega yfir tenginguna þína, þar að segja öll traffíkin þín út á internetið fer í gegnum VPN vélina, þú þarft því ekki að stilla hvert forrit fyrir sig inn á proxy þjóninn sem er hentugt bæði vegna þess að ekki öll forrit bjóða þér upp á að tengja þau í gegnum proxy og vegna þess að þú gleymir alveg örugglega ekki að stilla neitt forrit inn á VPN þjóninn. Auðvitað er hægt að stilla það þannig að ákveðin forrit, ákveðnar tengingar fari ekki í gegn um VPN þjóninn en "by default" þá fara allar tengingar í gegnum hann. VPN er einnig mikið notað af fyrirtækjum þar sem þú tengist á VPN þjóninn og tengist svo inn á innra net fyrirtækisins í gegnum hann.
- SSH tunnel - ssh tunnel er proxy aðferð þar sem þú tengist inn á SSH þjón og hann hegðar sér sem proxy þjónn. Þú þarft að stilla proxy stillingar inn í hvert forrit fyrir sig en kosturinn við SSH tunnel er sá að þú þarft (í flestum tilfellum) ekki að setja upp neinn sérstakan hugbúnað upp á netþjóninn þar sem jú flestir linux netþjónar koma með SSH uppsettu. Öll SSH umferð er einnig dulkóðuð sem er mikill kostur.
- TOR - tor er ákveðin tegund af proxy (þar sem þú þarft að stilla inn hvert forrit fyrir sig). Þegar þú tengist vefsíðu eða öðru í gegn um TOR þá ert þú tengdur í gegnum keðju af netþjónum (6 í einu að mig minnir) í stað þess að tengjast beint í gegnum einn þjón. Tengingin þín færist svo til á nokkurra mínútna fresti svo að þú ert ekki alltaf að tengjast í gegnum sömu vélarnar. TOR býður einnig upp á "sitt eigið netkerfi" þar sem þú getur tengst vefsíðum og öðrum þjónustum sem ekki eru aðgengileg á "venjulega" internetinu. Kosturinn við tor er sá að tengingin þín er vel falin í gegnum fjöldan allan af netþjónum svo að erfitt er að ritskoða fyrir þér vefsíður eða rekja hvað þú ert að gera á internetinu. Ókosturinn við tor er hve hægt það er, svo hægt að ég efast um að fæstir hér hefðu þolinmæðina í að nota það. Ástæður þess að tor er svona hægt eru nokkrar, þú ert að tengjast í gegnum marga netþjóna sem eru staðsettir víðsvegar í heiminum, tor netþjónarnir eru frekar fáir miðað við fjölda notenda og loks eru einhverjir bjánar sem nota bittorrent í gegnum tor sem sýpur djúpt af bandvíddinni.
I2P - I2P er þjónusta svipuð TOR þar sem þú tengist í gegnum fjölda af vélum í einu, I2P breytir þessum tengingum á nokkurra mínútna fresti svo að þú ert ekki alltaf að tengjast í gegnum sömu vélarnar. Það er hægt að tengjast út á "venjulega" internetið í gegnum i2p en i2p verkefnið fókusar aðallega á i2p "netkerfið" sem er líkt og TOR netkerfið að því leitinu til að þar eru vefsíður og aðrar þjónustur sem ekki er hægt að skoða á "venjulega" internetinu. Aðal munurinn á I2P og TOR er sá að allir þeir sem tengjast I2P taka þátt í að deila sinni tengingu líka svo að þegar ég er tengdur I2P þá er mín tenging notuð sem I2P proxy, þetta er mikill kostur að mínu mati þar sem hraði tenginga I2P er margfalt meiri en í TOR auk þess sem það eru mun fleiri tengipunktar í I2P en tor svo að þú ert betur falinn.
Til gamans má geta að ég er með I2P uppsett á nokkrum vélum hjá mér og er þannig að styrkja I2P networkið.
Þessar þjónustur hafa allar sína kosti og galla og misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Fyrir venjulega einstaklinginn myndi ég mæla með því að kaupa VPN þjónustu af traustum aðila sem staddur er í landi þar sem ekki eru ritskoðanir (ef ritskoðun er í gangi í landinu þar sem netþjónninn er þá er lítill tilgangur með því að nota þjónustuna. Sama gildir reyndar með allar þessar þjónustur).
Fyrir reyndari notendur myndi ég mæla með SSH aðgangi, ssh skeljar aðgangar eru í flestum tilfellum hræódýrir og hægt að nota þá fyrir meira en bara SSH tunnel.
Fyrir þá sem eru að hýsa síðu sem á það á hættu að vera ritskoðuð þá mæli ég með því að hýsa þær síður annað hvort TOR eða I2P þar sem ekki er hægt að ritskoða hluti í TOR/I2P netkerfunum með góðum hætti.
Proxy þjónusta eins og HTTP proxy getur hentað sumum vel, t.d. veit ég um nokkra sem eru með proxy aðganga til þess að komast á þjónustur sem einungis eru ætlaðar erlendum markaði þar að segja þeir sem vilja geta notað hulu og netflix í gegnum xbmc en hafa engann áhuga á að proxy-a restinni af umferðinni sinni.
"HTML proxy" er sniðugt ef menn vilja rétt svo kíkja á vefsíður sem þeir komast ekki á í gegnum sína tengingu af einhverjum ástæðum en er þó ekki þægilegt til lengdar þar sem vefir með flash, javascript og cookies virka illa í gegnum þessar vefsíður. Ég veit t.d. að það hefur verið bölvað vesen að tengjast facebook í gegnum svona þjónustur.
Ef menn hafa einhverjar spurningar/athugasemdir þá væri ég endilega til í að heyra þær, ég er mikill áhugamaður um þessi mál.
Re: Hvað gerist ef vefsíður verða ritskoðaðar?
Væri bara mjög heimskulegt fyrir þá að loka fyrir svona síður, því þá gæti fólk byrjað að eyða meira í myndir og leiki, sem er náttúrulega allt erlend á þessum síðum og væri því að taka pening úr landinu.
Re: Hvað gerist ef vefsíður verða ritskoðaðar?
jolnir skrifaði:Væri bara mjög heimskulegt fyrir þá að loka fyrir svona síður, því þá gæti fólk byrjað að eyða meira í myndir og leiki, sem er náttúrulega allt erlend á þessum síðum og væri því að taka pening úr landinu.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað gerist ef vefsíður verða ritskoðaðar?
jolnir skrifaði:Væri bara mjög heimskulegt fyrir þá að loka fyrir svona síður, því þá gæti fólk byrjað að eyða meira í myndir og leiki, sem er náttúrulega allt erlend á þessum síðum og væri því að taka pening úr landinu.
Ef fólk eyðir meira í myndir og leiki, þá fær ríkið meira af tekjum, í gegnum tolla, skatta og gjöld, en efast um að það myndi breytast mikið hversu mikill peningur rynni úr landi.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Hvað gerist ef vefsíður verða ritskoðaðar?
Sallarólegur skrifaði:jolnir skrifaði:Væri bara mjög heimskulegt fyrir þá að loka fyrir svona síður, því þá gæti fólk byrjað að eyða meira í myndir og leiki, sem er náttúrulega allt erlend á þessum síðum og væri því að taka pening úr landinu.
Ef fólk eyðir meira í myndir og leiki, þá fær ríkið meira af tekjum, í gegnum tolla, skatta og gjöld, en efast um að það myndi breytast mikið hversu mikill peningur rynni úr landi.
margt smátt gerir eitt stórt, en já það myndi nú ekki breyta miklu.
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað gerist ef vefsíður verða ritskoðaðar?
jolnir skrifaði:Væri bara mjög heimskulegt fyrir þá að loka fyrir svona síður, því þá gæti fólk byrjað að eyða meira í myndir og leiki, sem er náttúrulega allt erlend á þessum síðum og væri því að taka pening úr landinu.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 998
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað gerist ef vefsíður verða ritskoðaðar?
Pirate Bay eru allavega undirbúnir fyrir allt...
https://torrentfreak.com/pirate-bay-rea ... le-120528/
Þetta er ekki avleg svona einfalt varðandi tekjur af innfluttum vörum, væri svo einfalt ef við værum að borga krónur fyrir þær vörur en við erum að borga fyrir með verðmætum gjaldeyri...
https://torrentfreak.com/pirate-bay-rea ... le-120528/
Þetta er ekki avleg svona einfalt varðandi tekjur af innfluttum vörum, væri svo einfalt ef við værum að borga krónur fyrir þær vörur en við erum að borga fyrir með verðmætum gjaldeyri...
Kóði: Velja allt
"There's an adapter for that"