DNS server isn't responding


Höfundur
gunnarasgeir
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Fim 25. Feb 2010 02:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

DNS server isn't responding

Pósturaf gunnarasgeir » Lau 05. Maí 2012 02:20

Sælt veri fólkið,
Það er eitthvað voðalega skrítið í gangi með eina tölvuna hérna á heimilinu en það gerist mjög reglulega í henni, 2svar á dag jafnvel að netið detti alveg út á henni og þá er ekki einusinni hægt að komast inná routerinn úr þeirri vél með því að setja í browser 192.168.1.1, bara allt gjörsamlega dautt og það er gult upphrópunarmerki við network logoið niðri í vinstra horninu (hjá klukkunni)
Þegar ég trouble shoota þetta þá fæ ég upp villumeldinguna "DNS server isn't responding"

Þetta vandamál gúglaði ég og fékk upp niðurstöðu sem fixar vandamálið en svo dettur þetta bara aftur út seinna sama dag t.d.
Það sem ég fann með gúgli var að fara í run og opna cmd og gera þar
nr 1: ipconfig /flushdns
nr 2: ipconfig /release
nr 3: ipconfig /renew

Þegar ég er búinn að slá þessar þrjár skipanir inní cmd þá fer gula upphrópunarmerkið og netið virkar vel og ekkert vesen, málið er að þetta gerist bara alltaf aftur seinna að deginum eða næsta dag t.d.
Þetta er semsagt Windows 7 vél 64bita, það er orðið dáldið þreytandi að þurfa að fara inní cmd tvisvar á dag og gera þessar þrjár aðgerðir til þess að fá netið inn þannig mér datt í hug að leita ráða hér og athuga hvort einhver kann að laga þetta.
Þessi villa byrjaði að koma síðasta sunnudag og í hvert skipti sem þetta er lagað svona með þessum cmd skipunum þá lagast það en dettur svo út aftur. Þessi vél er tengd við routerinn með snúru (ekki wifi)
Það eru þrjár aðrar tölvur á heimilinu líka (samtals 4) önnur win 7 64 bit, ein Win XP pro og einn Imac og aldrei neitt vesen með netið í þeim, alltaf bara þessi eina win 7 vél sem er með þetta vesen og byrjaði að gerast sem fyrr segir síðasta sunnudag.

Hvað getur verið að valda þessu á þessari einu tölvu og að þetta hafi bara byrjað að gerast random síðasta sunnudag og aldrei vesen fyrir þann tíma?




dorg
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Lau 24. Jún 2006 10:19
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DNS server isn't responding

Pósturaf dorg » Lau 05. Maí 2012 10:34

Mögulega malware. Sem yfirskrifar DNS resolverinn sem vélin á að nota.
Prófaðu að setja upp wireshark og athuga hvert DNS fyrirspurnir eru sendar.