C# forritun ToUpper vandræði


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: C# forritun ToUpper vandræði

Pósturaf Garri » Þri 20. Mar 2012 17:25

Ástæðan er auðvitað vélamál og hönnum fyrstu örranna.

Þeir notuðu það sem kallað er Segment og offset register til að addressa minnin (vegna 8bita takmarkanna). Man einhver eftir þessari frægu setningu Bill Gates þegar blaðamenn spurðu hann undrandi, "Bill Gates, why limit the memory to 640kb?" Bill Gates: "640k!!! Who will ever need more!"

Ég erekki klár á hvort menn séu enn að barddúsa við slíkt með 64 bita register sem segir sig sjálft að er óþarfi.. en það er aldrei á vísan að róa.

Aftur í vélamálið.. þannig þegar cpu-inn þurfti að addressa array segjum á adressu 1024, þá settir þú 1024 í segment partinn og 0 í offset partinn. Síðan notaðir þú offset registerið sem index á arrayið, þess vegna var byrjað að nota 0 sem fyrsta stak. Segment og offset registerin óverlöppuðu hvort annað sem mér fannst alltaf skrítið og bjuggu þannig til 20 bita register í 16 bita örgjörvum osfv.

Þegar Turbo Pascal kom og Modula, þá fannst þeim það algjör óþarfi að styðja þetta bull í hærra level á forritun, enda mjög órökrétt að nota svona aðferðir við að telja og indexa.

Þýðandinn sá sjálfur um að hafa 1 sem fyrsta stak í Array og Strengjum þegar hann portaði yfir í vélamál. C forritunarmálin gerðu það ekki en því miður fyrir tölvuheiminn eins og hann leggur sig, þá var API forritað í C af M$, einhverjum stærsta og mesta vírus sem búinn hefur verið til frá upphafi.




codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: C# forritun ToUpper vandræði

Pósturaf codec » Mið 28. Mar 2012 08:45

coldcut skrifaði:
hagur skrifaði:Hvað er svona slæmt við C#? (Fyrir utan að vera frá MS, ég veit að þú ert ekki beint MS fan #1).

Annars skiptir forritunarmálið í sjálfu sér litlu máli þegar verið er að kenna forritun. Forritunarmálið sjálft er bara verkfæri í verkfærakassanum.


Alveg sammála því en ég skil bara ekki af hverju þeir kenna ekki frekar "opið" forritunarmál. Ég hef sjálfur þurft að forrita í C# í HÍ og það var fínt (Mono virkar ágætlega).


Er ekki vanur að endurvekja gamla þræði en hér eru nokkuð merkilegar féttir sem snerta þessa umræðu, en Microsoft hefur nú gefið út að ASP.NET MVC, Razor og WebAPI frá þeim verði hér eftir algjörlega OpenSource.
http://weblogs.asp.net/scottgu/archive/ ... ource.aspx
http://aspnetwebstack.codeplex.com/

Hægt verður að nálgast sourceinn í gegnum Git gátt á codeplex en codeplex er síða sem Microsoft heldur úti og heldur utan um open source project.
Það er líka merkilegt að þeir nota nú og styðja Git á codeplex í ljósi þess að Git kemur frá Linus Thorvalds sjálfum, það er greinilega eitthvað að breytast þarna.