Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?


Höfundur
Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 668
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Pósturaf Arkidas » Fös 27. Jan 2012 19:18

Þegar maður er með bæði net og sjónvarp gegnum ljósðleiðara, tekur netið hluta af sömu tengingu og netið notar?



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6383
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 461
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Pósturaf worghal » Fös 27. Jan 2012 19:23

ég downloada enþá á fullum hraða þótt foreldrarnir séu að blasta sjónvarpið.
svo ég mundi halda að svo sé ekki.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Pósturaf intenz » Fös 27. Jan 2012 19:30

Neibb


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Pósturaf Blackened » Fös 27. Jan 2012 19:33

Það fer svolítið eftir því hvernig breytu/setup þú ert með... ef að þú ert með Telsey breytu þá nei.. ef að myndlykillinn tengist í routerinn þá getur það haft einhver smotterísáhrif.. sjónvarpsstraumurinn hjá Vodafone tildæmis er í kringum 5mbit



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Pósturaf lukkuláki » Fös 27. Jan 2012 19:56

Blackened skrifaði:Það fer svolítið eftir því hvernig breytu/setup þú ert með... ef að þú ert með Telsey breytu þá nei.. ef að myndlykillinn tengist í routerinn þá getur það haft einhver smotterísáhrif.. sjónvarpsstraumurinn hjá Vodafone tildæmis er í kringum 5mbit


Myndlykill tengist ekki í routerinn nema þú sért með ADSL ef þú ert með ljósleiðara þá fer myndlykillinn í TV á ljósleiðaraboxinu.
Er þetta kannski ekki alltaf svona ?


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6383
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 461
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Pósturaf worghal » Fös 27. Jan 2012 19:57

lukkuláki skrifaði:
Blackened skrifaði:Það fer svolítið eftir því hvernig breytu/setup þú ert með... ef að þú ert með Telsey breytu þá nei.. ef að myndlykillinn tengist í routerinn þá getur það haft einhver smotterísáhrif.. sjónvarpsstraumurinn hjá Vodafone tildæmis er í kringum 5mbit


Myndlykill tengist ekki í routerinn nema þú sért með ADSL ef þú ert með ljósleiðara þá fer myndlykillinn í TV á ljósleiðaraboxinu.
Er þetta kannski ekki alltaf svona ?

hvað með ljósnet ?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Pósturaf Blackened » Fös 27. Jan 2012 20:03

lukkuláki skrifaði:
Blackened skrifaði:Það fer svolítið eftir því hvernig breytu/setup þú ert með... ef að þú ert með Telsey breytu þá nei.. ef að myndlykillinn tengist í routerinn þá getur það haft einhver smotterísáhrif.. sjónvarpsstraumurinn hjá Vodafone tildæmis er í kringum 5mbit


Myndlykill tengist ekki í routerinn nema þú sért með ADSL ef þú ert með ljósleiðara þá fer myndlykillinn í TV á ljósleiðaraboxinu.
Er þetta kannski ekki alltaf svona ?


Reyndar ekki alltaf.. vorum alltaf að setja upp Telsey breytur sem að geta s.s configað vLön og þessháttar.. í dag erum við mestmegnis að nota 3C-Link breytur sem eru "heimskar" þaðer.. routerinn þarf að sjá um hvaða port fer á hvaða vlan.. og þá tengist myndlykillinn og síminn í routerinn en ekki í breytuna :)

Þetta er notabene Vodafone kerfið.. ég veit ekki hvernig Síminn er með sitt dót uppsett.. nema að ég veit að þeir fara í gpon en ekki Vodafone tengingarnar :) þar er bara breyta > sviss :)




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Pósturaf einarth » Fös 27. Jan 2012 22:30

Sæl.

Ég get svarað þessu.

Allar tengingar yfir ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur notast við netaðgangstæki (telsey) og er afruglari fyrir sjónvarp alltaf tengdur í netaðgangstækið, aldrei í router.
Allar ljósleiðaratengingar Vodafone til heimila á Reykjavíkursvæðinu auk Akranes, Hveragerðis, Hellu og Hvollsvallar fara yfir kerfi GR.

Allar almennar ljósleiðaratengingar GR til heimila eru 100Mb upp og niður.
Ef þú ert með 100Mb internetþjónustu og sjónvarp þá tekur sjónvarpið skerf af internet hraðanum, ca. 4Mb fyrir SD rásir og 8Mb fyrir HD rásir.

Þeir sem eru með 50Mb internetþjónustu finna aldrei fyrir sjónvarpinu af því það hefur 50Mb til að nota áður en það tekur af internet hraðanum.

Kv, Einar.




Höfundur
Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 668
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Pósturaf Arkidas » Fös 27. Jan 2012 22:31

Takk fyrir þetta, Einar.




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Pósturaf Blackened » Fös 27. Jan 2012 22:52

Já það má kannski geta þess að það sem ég talaði um er fyrir Akureyri og nærsveitir svona ef að fólk skyldi ekki hafa litið á staðsetninguna mína ;)

Og var ég þá að tala um dreifikerfi sem að Tengir hf. á og rekur :)




daniellos333
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 07. Maí 2010 02:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Pósturaf daniellos333 » Fös 27. Jan 2012 22:56

>horfa á sjónvarp
>2012


ASRock-P43D2. Intel core 2 duo e7400(3ghz, 3mb cache). Mushkin(4gb DDR2 800mhz). Force3D ATI HD5770(1GB ddr5, 4800mhz memory clock). HDD(500GB 7200rpm 16mb cache), 160GB 5400rpm, Power supply: Tacens 520w. Case: Tacens Victoria II.


Höfundur
Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 668
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Pósturaf Arkidas » Fös 27. Jan 2012 22:57

Já ég nota það ekki...