Hugsun varðandi ljósleiðara hjálp væri vel þeginn


Höfundur
wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hugsun varðandi ljósleiðara hjálp væri vel þeginn

Pósturaf wixor » Fim 26. Jan 2012 20:38



Það er búið að virkja ljósleiðarann í húsinu. Ég er hjá TAL eins og staðan er í dag. Er búinn að vera flétta í gegnum þræðina hérna fann ekki mikið hvar best væri að fara og hvert maður á alls ekki að fara. OgVodafone er að reyna að selja mér 'allan pakkann' á 8.000 og eitthvað. Þætti vænt um að heyra frá ykkur.

Er ekki alveg málið að fara yfir á ljósleiðarann og af þessu ADSL? Hvað er maður að græða með því að skipta? Er það hraðinn eingöngu? Hjálp væri vel þeginn.

P.S. Mér finnst þessi síða frábær og mér finnst virkilega gaman að því hvað það eru margir hérna inni sem eru hjálplegir. Þeir fá allir 'TAKK' :) frá mér.



Skjámynd

Nitruz
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 19:14
Reputation: 32
Staðsetning: milli steins og sleggju
Staða: Ótengdur

Re: Hugsun varðandi ljósleiðara hjálp væri vel þeginn

Pósturaf Nitruz » Fim 26. Jan 2012 21:10

já það er aðalega hraðinn sem munar. Og það getur verið æði þegar þú færð hraðann sem er ekki alltaf.
Ef þú tekur allan pakkann þá gætiru samt lent í því að vera ekki með tv,net eða síma haha.
Var heima veikur um daginn og datt allt út hjá mér og ég gat ekki einu sinni hringt í þá, var ekki með inneign og gat ekki fylt á því ég komst ekki í heimabankann.
En ég er alvarlega að spá í að fara yfir í hringdu, fólk virðist sátt.. núna allavega :)



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Hugsun varðandi ljósleiðara hjálp væri vel þeginn

Pósturaf Gúrú » Fim 26. Jan 2012 21:17

Myndi ekki flytja í 500fm stærra hús ef að það væri bara með ADSL.

Þetta er bara ekki sambærilegt lengur, vil ekki snerta ADSL tengingar með ADSL routerum og restörtunum sem að þeim fylgja með 20 metra priki.

Er búinn að vera hjá Voda með allt í ca 2-5 ár núna held ég og ég er sáttur.

Auðvitað ótrúlega leiðinlegt þegar að sæstrengir slitna hvar sem er og í þau skipti sem að bilanir hafa komið upp hjá GR en það er sjaldan.

Minnumst ekki á það að þetta er vanalega ódýrari kosturinn. :shock:


Modus ponens

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3123
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hugsun varðandi ljósleiðara hjálp væri vel þeginn

Pósturaf hagur » Fim 26. Jan 2012 21:32

Alls engin spurning. Ljósleiðarinn er svo margfalt hraðari og stabílli tenging en ADSL. Svo færðu sama hraða í báðar áttir, sem kannski skiptir venjulega notendur ekki miklu máli, en munar mikið um ef maður er með einhverjar þjónustur keyrandi heima hjá sér á server og vill geta tengst þeim hvaðan sem er.

Fyrir mér er þetta bara algjör no-brainer. Ég myndi t.d líklega ekki kæra mig um að kaupa fasteign í dag sem ekki hefur ljósleiðaratengingu, án gríns.

Eins og Gúrú segir þá er þetta líka oftar en ekki ódýrara en ADSL, þrátt fyrir að maður þurfi að borga c.a 2500 kall í fastagjald til OR.

Ég er búinn að vera hjá Vodafone síðan ég fékk ljósleiðarann og gæti ekki verið sáttari. Netið er bara rock solid og hefur hreinlega aldrei dottið niður.




Höfundur
wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hugsun varðandi ljósleiðara hjálp væri vel þeginn

Pósturaf wixor » Fös 27. Jan 2012 10:41

Takk kærlega fyrir þetta :)