Wifi access point uppsetning


Höfundur
gunnarasgeir
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Fim 25. Feb 2010 02:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Wifi access point uppsetning

Pósturaf gunnarasgeir » Lau 12. Nóv 2011 01:58

Er að reyna að setja upp Wifi access point græju.
Þetta er nákvæmlega þessu græja: http://www.att.is/product_info.php?prod ... 8c02989e16

Ég er pottþétt að gera eitthvað vitlaust en eins og staðan er núna og það sem ég er búinn að tengja þennan access point við routerinn hjá mér, svo er tölvan sem ég er í tengd þessum router með netsnúru.
Í leiðbeningunum fyrir þessa græju stendur að maður eigi að slá inn 192.168.1.1 til þess að komast inná þennan access point en þegar ég slæ það inn fer ég bara beint inná routerinn sjálfann en ekki access pointinn.
Finnst þetta óþarflega flókið eitthvað, hvernig kemst ég inná þennan access point til að búa til nýtt þráðlaust net með nýju nafni, passwordi og svoleiðis?

Ætla að nota þetta í vinnunni hjá mér því á þeim stað sem ég er með mína skrifstofu næst ekki wifi netið sem í vinnunni er en þar er netsnúra sem tölvan er tengd í. Ætlaði að tengja þessa netsnúru frekar í þennan access point til þess að vera bara með nýtt sjálfstætt wifi-net þar.

Kann ekkert á þetta og leiðbeningarnar sem fylgdu eru eitthvað svo flóknar.
Einhver sem er til í að skrifa niður ferlið hvað ég geri til að búa til nýtt þráðlaust net og hvernig ég kemst inná þennan access point þar sem ég dett alltaf inná routerinn sjálfann og lítið sem ég hef að gera með það :)
Er að vísu ennþá með þetta hérna heima hjá mér, ætlaði að læra á þetta hér og fara svo með þetta niður í vinnu þegar ég kann þetta, nenni ekki að hanga í vinnunni á frídegi og basla við eitthvað, betra að læra á það áður en maður fer.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Wifi access point uppsetning

Pósturaf intenz » Lau 12. Nóv 2011 02:36

Þú þarft ekkert að stofna nýtt þráðlaust net eða neitt svoleiðis.

Ef þú tengir Access Pointinn við main routerinn með snúru, leiðir hann netið yfir á Access Pointinn og þú átt að geta komist inn á netið þráðlaust.
WiFi interface'ið og DHCP á að vera default on þegar þú kveikir á Access Pointinum. En DHCP er í mjög einföldu máli serverinn á routernum sem veitir þráðlausum tengingum local IP tölu (til að komast út á netið).

Byrjaðu á því að tengja snúru beint úr main routernum í Access Pointinn (ekki í WAN portið)

Athugaðu hvort þú finnir þráðlausa networkið hjá Access Pointinum (á tölvunni þinni) ... ef svo er, reyndu að tengjast

Ef þú nærð tengingu ATHUGAÐU HVORT ÞÚ KOMIST Á NETIÐ ( google.com t.d. ). Ef ekki, farðu í cmd og skrifaðu ipconfig, þá færðu einhverja IP tölu í "Default Gateway". Það er IP talan á Access Pointinum. Default IP er oftast 192.168.1.254

Ef þú nærð ekki tengingu við Access Pointinn, farðu þá inn á main routerinn þinn ( http://192.168.1.1 var það ekki ? ) og athugaðu í "Home Network" (SpeedTouch geri ég ráð fyrir) hvort hún nái tengingu við Access Pointinn. Hann ætti að birtast sem tæki þar undir "Home Network". Ef svo er, geturu séð IP töluna á honum þar. :)

Þegar þú nærð að komast inn á Web Interface'ið fyrir Access Pointinn en nærð ekki tengingu við internetið, skaltu kveikja á WiFi interface'inu og DHCP servernum.

Restartaðu svo Access Pointinum og reyndu að tengjast honum og komast á netið.

Gangi þér vel.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


Höfundur
gunnarasgeir
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Fim 25. Feb 2010 02:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Wifi access point uppsetning

Pósturaf gunnarasgeir » Mið 16. Nóv 2011 18:47

Takk fyrir þetta.
Ég er kominn á netið núna og tengdur wifi frá þessum access point og netið virkar og svoleiðis.
En ég kemst ekki inná routerinn né access pointinn með því að slá inn fyrir router 192.168.1.1 og acces point 192.168.1.100
Einhver hugmynd af hverju ég næ ekki að tengjast þessu tvemur en get samt verið á netinu gegnum þennan acces point.
Vill komast inná hann til að endurskýra hann og setja inn password og svoleiðis, ekki alveg það besta að hafa hann ólæstann.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Wifi access point uppsetning

Pósturaf intenz » Fim 17. Nóv 2011 01:57

Farðu í cmd og skrifaðu ipconfig, þá færðu einhverja IP tölu í "Default Gateway". Það er IP talan á Access Pointinum. :)


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Wifi access point uppsetning

Pósturaf Pandemic » Fim 17. Nóv 2011 02:09

Ekki vera heimskur og talaðu við IT í fyrirtækinu þínu áður en þú setur upp AP. Það er dauðasynd að gera slíkt ef öryggi gagna er í fyrirrúmi.