Sælir, ég er með smá vesen í gangi sem er alveg að gera mig geðveikann og ætlaði að athuga hvort einhver hérna væri með lausn á því.
Ég var að installa Windows 7 Home edition á vélina mína og fæ ekki hljóð í hátalarana(plugg afan á tölvunni) né í heyrnatólin(plugg framaná tölvunni).
Er búinn að updatea móðuborðið, uninstalla og ná í nýjan driver fyrir hljóðkortið mörgu sinnum. Búinn að opna BIOS og gera "Enable" á hljóðkortið sem var í "Auto".
Þegar ég opna Playback Devices þá kemur upp Speakers sem eru "Not plugged in" og Digital outupt Device(HDMI TX0) sem er active og merkt sem Default Device.
Sama hvað ég geri það er eins og tölvan finni ekki speakers né headsettið hjá mér.
Einhver lent í þessu veseni? Öll hjálp vel þegin
Er með AMD Phenom II X3 720, ASRock A770DE móðuborð og Geforce GTX260 skjákort(ef þetta hjálpar eitthvað).
Hljóðkortið er innbyggt í móðurborð.
Með fyrirfram þökk, Þórir.