IceCaveman skrifaði:skoðaðu nVIDIA verkfærin apin þinn áður en þú ferð að halda því fram að linux sé með betri DualView eiginleika en Windows. Það er ekki beint þægilegt að vera með 2 tölvuskjái + sjónvarp tengt við tölvuna á linux. Kveikir á dual view í windows, velur allar stillingar, dregur svo staðsetningu á skjánum á sýndar glugga.
Kiddisig það þarf ekki bara að gera þetta
Ég kalla það að skrifa sem root: "sh skrá"
slökkva á X, í sumum tilfellum compile-a nýjan driver og stilla einhverjar skrár með hvaða ritli sem er. kveikja aftur á X
Í fyrsta lagi bið ég þig um að kalla fólk ekki apa, það er dónalegt og það er tilgangslaust að vera með dónaskap og skítkast þó að fólk sé ekki sammála þér.
En ég ætla að segja þér eitt, well, meira en eitt, ég ætla að segja þér nokkuð..
Það er þægilegt að vera með tvo tölvuskjái og sjónvarp í venjulegu GNU/Linux kerfi með hjálp nvidia driveranna þegar þú ert með GUI tólin til að aðstoða þig (og þessi tól fylgja t.d. með Mandrake 10 driverpökkunum sem og Linspire og XanderOS)..
Þú þarft ekki að drepa á X í hvert skipti sem þú breytir einhverju svoleiðis ef að þú ert með réttu tólin í kring, sem, eins og áðan, fylgja mörgum user-friendly distróum. Þá er einfaldlega einhver "on" takki sem reddar þessu (dæmi: nvtv).
Svo ég noti þín eign orð, þó örlítið breytt:
skoðaðu nVIDIA verkfærin a*** þinn áður en þú ferð að halda því fram að windows sé með betri DualView eiginleika en GNU/Linux.
En, þú verður samt að hafa það í huga að þau tól sem ég tala um koma frá þriðja aðila, en ekki frá nvidia.
Just my two cents.
Kv,
Ómar K.
Cassini