ZoRzEr skrifaði:Mátt endilega deila með okkur hvernig það er gert.
[...]
Er einhver hérna sem notar sinn eigin router með Technicolor TG589vn frá Símanum?
Ef svo er gæti sá hinn sami stigið fram og sýnt hvernig það er gert.
Svona fyrst að ég er heima (vegna veikinda barns.)
Uppsetningin hjá mér er svona:
Thomson TG589vn <-> Cisco router
Cisco routerinn keyrir PPPoE á móti Símanum og fær public töluna.
Vegna þess að ég er með "fasta" ip tölu þá verð ég að keyra pppoe.
Ef ég væri ekki með fasta ip tölu þá hefði verið nóg fyrir mig (og ég hef prófað) að keyra bara dhcp client á routernum mínum og fengið public töluna þannig.
Það sem ég gerði á TG589vn frá Símanum (eftir að hafa tekið afrit af configinu):
Kóði: Velja allt
:dhcp client ifdetach intf=dhcp_Internet
:eth bridge vlan ifdelete name=vlan_Internet intf=OBC
:eth bridge vlan ifadd name=vlan_Internet intf=ethport2 untagged=enabled
:eth bridge vlan ifdelete name=default intf=ethport2
:eth bridge ifconfig intf ethport2 igmpsnooping disabled
saveall
s.s. basically, taka dhcp clientinn úr umferð, og brúa(e. bridge) internet vlanið út á port 2 (untagged) á routernum.
Port 2 á TG589vn tengist svo í port á routernum mínun, sem ég keyri PPPoE á.
Að vísu þá hef ég breytt uppsetningunni síðan ég gerði þetta, þar sem ég vildi nota sömu snúruna frá TG589vn fyrir bæði net og Sjónvarp.
Og set bæði internet og sjónvarp vlan-tagged út á eitt interface.
Boxið mitt sér um að brúa sjónvarpsmerkið áfram svo.
Configið á routernum bakvið er svo mismunandi eftir routerum. En ég hef séð þetta gert með Cisco 1841, Cisco871 og Cisco ASA5505 bakvið ljósnets routerinn frá Símanum.
En ef þú ert með router með einu "wan" interface eða getur á einn eða annan hátt annaðhvort configað PPPoE á ethernet interfaceinu eða keyrt DHCP Client á því, þá ertu í góðum málum.
Mkay.