Ég var að velta fyrir mér hvort einhver hér gæti upplýst mig um það hvort það væri ekki hægt að gera formúlu í Excel sem virkar þannig að ég taki t.d. eina upphæð frá A1 í sheet 1 yfir í A1 í sheet 2, ég er þá ekki að meina copy/paste. Ég er nefninlega að útbúa skjal sem er með nokkuð mörgum sheet-um og er að reikna út hvernig höfðustóllinn lækkar mánuði til mánaðar.
Ef maður myndi setja þetta upp í skrifuðu máli þá væri það einhvernveginn á þennan veg =
Sheet 1
höfuðstóll 100.000 kr innborgun 10.000 kr eftirstöðvar 90.000 kr
Sheet 2
höfðustóll 90.000 kr innborgun 10.000 kr eftirstöðvar 80.000 kr
Sheet 3
höfðustóll 80.000 kr innborgun 10.000 kr eftirstöðvar 70.000 kr
Mig vantar sem sagt formúlu sem gerir mér auðveldara að koma eftirstöðum úr sheet 1 yfir í höfuðstól í sheet 2.
Vonandi að einhver nái að skilja mig og geti leiðbeint mér hvernig svona formúlur eru settar upp.
Takk takk
Kv.
Gunnar
Vandræði í Excel
Re: Vandræði í Excel
Þetta er of easy...
Farðu í hvaða reit sem þú vilt, gerðu "=" samasemmerki og veldu svo reit, sama í hvaða sheet til að linka í...
And you have it...
Farðu í hvaða reit sem þú vilt, gerðu "=" samasemmerki og veldu svo reit, sama í hvaða sheet til að linka í...
And you have it...
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2783
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 126
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vandræði í Excel
Micro$oft skrifaði:=Sheet2!B2 _ _ _ Uses the value in cell B2 on Sheet2
http://office.microsoft.com/en-us/excel-help/create-a-link-to-another-cell-workbook-or-program-HP005199514.aspx
Kísildalur.is þar sem nördin versla
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 2
- Skráði sig: Mán 08. Ágú 2011 00:25
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vandræði í Excel
Takk kærlega fyrir upplýsingarnar, var reyndar búinn að fá mjög gott svar frá Excel.is, læt það fylgja hér með
Það er lítið mál að færa innihald einnar cellu yfir í aðra, þó hún sé í öðru sheeti. Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa "=" (án gæsalappanna), velja sheetið sem talan er sótt í, smella á þá cellu sem um ræðir og ýta á enter. Þá mun talan úr skjali A birtast í skjali B.
Dæmi: Þú ert með, eins og þú segir, eftirstöðvar skráðar í Sheet 1 í reit C1. Í sheet 2 ferðu þá í reit A1, skrifar "=" (án gæsalappanna), smellir á Sheet 1 og velur reit C1. Því næst ýtirðu á enter. Það sama gerirðu með Sheet 3 (reit A1) og Sheet 2 (reit C1).
Það er lítið mál að færa innihald einnar cellu yfir í aðra, þó hún sé í öðru sheeti. Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa "=" (án gæsalappanna), velja sheetið sem talan er sótt í, smella á þá cellu sem um ræðir og ýta á enter. Þá mun talan úr skjali A birtast í skjali B.
Dæmi: Þú ert með, eins og þú segir, eftirstöðvar skráðar í Sheet 1 í reit C1. Í sheet 2 ferðu þá í reit A1, skrifar "=" (án gæsalappanna), smellir á Sheet 1 og velur reit C1. Því næst ýtirðu á enter. Það sama gerirðu með Sheet 3 (reit A1) og Sheet 2 (reit C1).