rms (Stallman) á landinu

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf tdog » Mán 20. Jún 2011 19:37

SolidFeather skrifaði:Stundum skil ég bara ekkert hvað guttalingur er að segja.


Hann skiptir um skoðun eins og nærföt, eða bara þegar einhver kemur með mótrök. Þá snýst hann eins og vindhani.




aevar86
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Mán 24. Maí 2010 00:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf aevar86 » Mán 20. Jún 2011 20:12

Ég er bara ánægður með Stöð 2 að hafa tekið hann í viðtal, jafnvel þó það hafi ekki verið eins gott og það gæti verið.
Það eru margir búnir að koma til landsins án þess að fá viðtal. Stallman var líka heldur langorða miðað við sjónvarpsviðtal.
Ég hefði verið vel til í að fara á fyrirlesturinn en misti því miður af honum.

Annars varðandi Linux/opin kerfi í notkun þá er það bara að taka það í skrefum. Eina ástæðan fyrir því að það hefur gengið ílla hingað til er útaf því
að fólk er svo vanafast og á erfitt með að læra nýja hluti. Þetta á líka við um kerfistjóra sem eru einfaldlega orðnir of gamlir/fastir í sínu og nenna ekki að læra nýtt.
En að sjálfsögðu þá á ríkistjórnin að nota frí/opin kerfi, þetta er hellings peningur.




Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf Predator » Mán 20. Jún 2011 21:00

biturk skrifaði:
dori skrifaði:
biturk skrifaði:win 7 er með frábært support fyrir leiki og forrit gamalt sem nýtt......það hefur linux minn kæri ekki, djöfuls vesen að fá leiki til að virka almennilega í því stýrikerfi :lol:


Það er náttúrulega ekki hægt að tala um að Linux sé slæmt fyrir leiki og vesen að fá þá til að virka og telja það með sem galla á hugbúnaðinum þegar leikirnir eru skrifaðir fyrir Windows. Það eru alveg til leikir hannaðir fyrir Linux eða cross platform og þeir hafa virkað ágætlega hjá mér í gegnum tíðina.



mér fynnst það nefnilega einstaklega slæmt fyrir þess ofur freeware kalla að búa þá ekki til eitthvað umhverfi í blessuðu stýrikerfinu til þess að geta notað windows leiki sem eru nú ráðandi á markaðinum

get alveg lofað að það eitt er MJÖG stór ástæða fyrir því að windows er ráðandi á markað og fólk vill ekki linux oft á tíðum :-"


Til í að tala kannski aðeins minna út um rassgatið á þér stundum? Ástæðan fyrir því að leikir sem skrifaðir eru með Windows í huga virka ekki á Linux er því að þeir eru skrifaðir í DirectX. DirectX er gefið út af Microsoft og haldið við af þeim og þar af leiðandi er það ekki Open source svo það getur ekki hver sem er notað það, hvað þá að skrifa það inn í kjarnann á stýrikerfi sem myndi mögulega geta tekið við af Windows hjá mörgum (t.d. mér) ef að þessi fídus kæmi inn í það.

Fyrir utan náttúrulega hvað þessi stýrikerfi eru ólík í grunninn þá býrðu ekkert til eitthvað umhverfi innan stýrikerfis sem þyrfti að vera því sem næst annað stýrikerfi svo auðveldlega, annars er til eitthvað af frekar góðum 'Windows Emulators', eins og t.d. WINE.

Væri fínt að sjá þig kynna þér aðeins hlutina áður en þú ferð að setja út á þá.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf biturk » Mán 20. Jún 2011 21:04

Predator skrifaði:
biturk skrifaði:
dori skrifaði:
biturk skrifaði:win 7 er með frábært support fyrir leiki og forrit gamalt sem nýtt......það hefur linux minn kæri ekki, djöfuls vesen að fá leiki til að virka almennilega í því stýrikerfi :lol:


Það er náttúrulega ekki hægt að tala um að Linux sé slæmt fyrir leiki og vesen að fá þá til að virka og telja það með sem galla á hugbúnaðinum þegar leikirnir eru skrifaðir fyrir Windows. Það eru alveg til leikir hannaðir fyrir Linux eða cross platform og þeir hafa virkað ágætlega hjá mér í gegnum tíðina.



mér fynnst það nefnilega einstaklega slæmt fyrir þess ofur freeware kalla að búa þá ekki til eitthvað umhverfi í blessuðu stýrikerfinu til þess að geta notað windows leiki sem eru nú ráðandi á markaðinum

get alveg lofað að það eitt er MJÖG stór ástæða fyrir því að windows er ráðandi á markað og fólk vill ekki linux oft á tíðum :-"


Til í að tala kannski aðeins minna út um rassgatið á þér stundum? Ástæðan fyrir því að leikir sem skrifaðir eru með Windows í huga virka ekki á Linux er því að þeir eru skrifaðir í DirectX. DirectX er gefið út af Microsoft og haldið við af þeim og þar af leiðandi er það ekki Open source svo það getur ekki hver sem er notað það, hvað þá að skrifa það inn í kjarnann á stýrikerfi sem myndi mögulega geta tekið við af Windows hjá mörgum (t.d. mér) ef að þessi fídus kæmi inn í það.

Fyrir utan náttúrulega hvað þessi stýrikerfi eru ólík í grunninn þá býrðu ekkert til eitthvað umhverfi innan stýrikerfis sem þyrfti að vera því sem næst annað stýrikerfi svo auðveldlega, annars er til eitthvað af frekar góðum 'Windows Emulators', eins og t.d. WINE.

Væri fínt að sjá þig kynna þér aðeins hlutina áður en þú ferð að setja út á þá.


nú ef það er málið hvað eru menn að væla? það er ekki séns að fólk sé þá að fara að skipta yfir í stýrikerfi sem er ekki hægt að nota eins mikið og win......það bara virkar ekki þannig

það er svona eins og að taka bensínlögnina af 2 stimplum af 8 bara til að eiða minna bensíni :lol:

þá er þetta farið að verða einfalt, linux mun aldrei ná hæðum hinna almenna notenda fyrr en hinn almenni notandi getur haft umhverfið notendavænt og spilað leiki og notað forrit sem eru mest notuð......fyrr er það ekki hægt


en það ætti náttúrulega ekkert að vera vandamál fyrir þessa almáttugu linux nörda að framkvæma þetta samt, nóg er stoltið yfir þessu roooooooosalega stýrikerfi =D>


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf beatmaster » Mán 20. Jún 2011 21:05



Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf biturk » Mán 20. Jún 2011 21:08

beatmaster skrifaði:http://support.microsoft.com/kb/247804




http://www.youtube.com/watch?v=WY_amJ0YZrM


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf coldcut » Mán 20. Jún 2011 21:11

ég er farinn að halda að biturk sé mesta trollið hérna á Vaktinni? Ætli bjarniTS hafi smitað hann? :-k




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf biturk » Mán 20. Jún 2011 21:16

coldcut skrifaði:ég er farinn að halda að biturk sé mesta trollið hérna á Vaktinni? Ætli bjarniTS hafi smitað hann? :-k



trolla ekkert, hef ekki lagt það í vana minn og ætla ekki að byrja á því, troll eru vægast sagt þreytandi :|

aftur á móti leiðist mér afskaplega þegar fólk er með eitthvað kjánalegt hatur á windows sem á sér enga gáfulegar skýringar aðra en "af því að þeir eru stærstir"

það er ástæða fyrir því að þeir eru stærstir og það er ekki heppni, það er mikil vinna þar að baki og þetta er bara einfaldlega langt notendavænsta og þægilegast umhverfið, win hefur tekið stökk breitingum síðan me kom út og xp var æðislegt stýrikerfi þó að vista hafi nú bara verið hálfgerð ókláruð beta útgáfa af win 7

win 7 er án alls vafa besta stýrikerfi sem hefur komið út nokkurn tímann og ég get ekki beðið eftir að win 8 komi út miðað við það sem ég hef séð =D>


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf Predator » Mán 20. Jún 2011 21:19

biturk skrifaði:
Predator skrifaði:
biturk skrifaði:
dori skrifaði:
biturk skrifaði:win 7 er með frábært support fyrir leiki og forrit gamalt sem nýtt......það hefur linux minn kæri ekki, djöfuls vesen að fá leiki til að virka almennilega í því stýrikerfi :lol:


Það er náttúrulega ekki hægt að tala um að Linux sé slæmt fyrir leiki og vesen að fá þá til að virka og telja það með sem galla á hugbúnaðinum þegar leikirnir eru skrifaðir fyrir Windows. Það eru alveg til leikir hannaðir fyrir Linux eða cross platform og þeir hafa virkað ágætlega hjá mér í gegnum tíðina.



mér fynnst það nefnilega einstaklega slæmt fyrir þess ofur freeware kalla að búa þá ekki til eitthvað umhverfi í blessuðu stýrikerfinu til þess að geta notað windows leiki sem eru nú ráðandi á markaðinum

get alveg lofað að það eitt er MJÖG stór ástæða fyrir því að windows er ráðandi á markað og fólk vill ekki linux oft á tíðum :-"


Til í að tala kannski aðeins minna út um rassgatið á þér stundum? Ástæðan fyrir því að leikir sem skrifaðir eru með Windows í huga virka ekki á Linux er því að þeir eru skrifaðir í DirectX. DirectX er gefið út af Microsoft og haldið við af þeim og þar af leiðandi er það ekki Open source svo það getur ekki hver sem er notað það, hvað þá að skrifa það inn í kjarnann á stýrikerfi sem myndi mögulega geta tekið við af Windows hjá mörgum (t.d. mér) ef að þessi fídus kæmi inn í það.

Fyrir utan náttúrulega hvað þessi stýrikerfi eru ólík í grunninn þá býrðu ekkert til eitthvað umhverfi innan stýrikerfis sem þyrfti að vera því sem næst annað stýrikerfi svo auðveldlega, annars er til eitthvað af frekar góðum 'Windows Emulators', eins og t.d. WINE.

Væri fínt að sjá þig kynna þér aðeins hlutina áður en þú ferð að setja út á þá.


nú ef það er málið hvað eru menn að væla? það er ekki séns að fólk sé þá að fara að skipta yfir í stýrikerfi sem er ekki hægt að nota eins mikið og win......það bara virkar ekki þannig

það er svona eins og að taka bensínlögnina af 2 stimplum af 8 bara til að eiða minna bensíni :lol:

þá er þetta farið að verða einfalt, linux mun aldrei ná hæðum hinna almenna notenda fyrr en hinn almenni notandi getur haft umhverfið notendavænt og spilað leiki og notað forrit sem eru mest notuð......fyrr er það ekki hægt


en það ætti náttúrulega ekkert að vera vandamál fyrir þessa almáttugu linux nörda að framkvæma þetta samt, nóg er stoltið yfir þessu roooooooosalega stýrikerfi =D>


Hefur nú meira með það að gera allavega varðandi leikina að það nota allir framleiðendur DirectX í staðinn fyrir OpenGL sem er opin staðall og virkar mjög fínt á öllum stýrikerfum. Þetta snýr meira að þeim sem að skrifa forritin og leikina að hafa þau ekki multi platform en þetta kemur nokkurn tíman nálægt stýrikerfinu sjálfu..


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf Nariur » Mán 20. Jún 2011 21:44

Mér finnst vera kominn tími á að coldcut fræði okkur hina um af hverju windows er svona hræðilegt stýrikerfi


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf tdog » Mán 20. Jún 2011 21:50

Hér eru bestveiterar í hverju horni...

úú, póstur númer 11111111 :D
Síðast breytt af tdog á Þri 21. Jún 2011 11:25, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf dori » Mán 20. Jún 2011 22:17

biturk skrifaði:
coldcut skrifaði:ég er farinn að halda að biturk sé mesta trollið hérna á Vaktinni? Ætli bjarniTS hafi smitað hann? :-k



trolla ekkert, hef ekki lagt það í vana minn og ætla ekki að byrja á því, troll eru vægast sagt þreytandi :|


Taktu eitt skref frá skjánum og lestu það sem þú skrifar hérna á vaktina. Trúðu mér... Brix will be shat! :shock:

aevar86 skrifaði:Ég er bara ánægður með Stöð 2 að hafa tekið hann í viðtal, jafnvel þó það hafi ekki verið eins gott og það gæti verið.
Það eru margir búnir að koma til landsins án þess að fá viðtal. Stallman var líka heldur langorða miðað við sjónvarpsviðtal.


Ég er sammála því að það sé vel gert að taka viðtal (fréttastjórinn/ritstjórinn r sum shiz að standa sig). Fréttamaðurinn fór hins vegar í eitthvað bull og hefði alveg mátt vera heima hjá sér og senda bara tökumann og mic. Stallman var vissulega langorður en það var alveg boðið uppá það með því að fréttamaðurinn fór alltaf í einhver ný "skot" þegar Stallman var að tala. Ég hef reyndar ekki séð önnur viðtöl við hann svo kannski er þetta hans "norm" en það skiptir svosem ekki máli. Fréttamaðurinn á að kynna sér efnið sem hann er að fjalla um. Fréttamaðurinn útbýr handrit fyrir fréttina og tekur svo viðtalið. Hann getur alveg klippt það til sem er alveg óviðeigandi (reyndar hefði það án efa endað með ósköpum í þessu tilfelli).


tdog skrifaði:Hér eru besetveiterar í hverju horni...

úú, póstur númer 11111111 :D
Þú og þínar tvíundir :nerd_been_up_allnight



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf gardar » Þri 21. Jún 2011 00:44

biturk skrifaði:
coldcut skrifaði:ég er farinn að halda að biturk sé mesta trollið hérna á Vaktinni? Ætli bjarniTS hafi smitað hann? :-k



trolla ekkert, hef ekki lagt það í vana minn og ætla ekki að byrja á því, troll eru vægast sagt þreytandi :|

aftur á móti leiðist mér afskaplega þegar fólk er með eitthvað kjánalegt hatur á windows sem á sér enga gáfulegar skýringar aðra en "af því að þeir eru stærstir"

það er ástæða fyrir því að þeir eru stærstir og það er ekki heppni, það er mikil vinna þar að baki og þetta er bara einfaldlega langt notendavænsta og þægilegast umhverfið, win hefur tekið stökk breitingum síðan me kom út og xp var æðislegt stýrikerfi þó að vista hafi nú bara verið hálfgerð ókláruð beta útgáfa af win 7

win 7 er án alls vafa besta stýrikerfi sem hefur komið út nokkurn tímann og ég get ekki beðið eftir að win 8 komi út miðað við það sem ég hef séð =D>




Hefur þú heyrt minnst á nokkuð sem kallast markaðssetning?




Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf coldcut » Þri 21. Jún 2011 01:13

gardar skrifaði:Hefur þú heyrt minnst á nokkuð sem kallast markaðssetning?



+ ósiðlegir og oft á tíðum ólöglegir viðskiptahættir...




Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 936
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf Orri » Þri 21. Jún 2011 01:45

biturk skrifaði:einfaldlega langt notendavænsta og þægilegast umhverfið

Ef þetta væri satt þá væri Mac OS X væntanlega ekki að ganga jafn vel og það gerir í dag.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf biturk » Þri 21. Jún 2011 01:56

Orri skrifaði:
biturk skrifaði:einfaldlega langt notendavænsta og þægilegast umhverfið

Ef þetta væri satt þá væri Mac OS X væntanlega ekki að ganga jafn vel og það gerir í dag.



hahaha mac á ekki séns í microsoft :lol:


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 936
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf Orri » Þri 21. Jún 2011 01:58

biturk skrifaði:
Orri skrifaði:
biturk skrifaði:einfaldlega langt notendavænsta og þægilegast umhverfið

Ef þetta væri satt þá væri Mac OS X væntanlega ekki að ganga jafn vel og það gerir í dag.



hahaha mac á ekki séns í microsoft :lol:

Í að vera notendavænt og þæginlegt ?
Mac OS X myndi ég nú telja notendavænasta og þæginlegasta stýrikerfið í dag..
En það hjálpar auðvitað til að stýrikerfið er sniðið að tölvunum sem þeir framleiða og þessvegna virkar allt bara.
Sama sagan með iOS.




guttalingur
Bannaður
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 13:39
Reputation: 0
Staðsetning: Aboard the Klingon warship Meeboo
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf guttalingur » Þri 21. Jún 2011 01:59

biturk skrifaði:
Orri skrifaði:
biturk skrifaði:einfaldlega langt notendavænsta og þægilegast umhverfið

Ef þetta væri satt þá væri Mac OS X væntanlega ekki að ganga jafn vel og það gerir í dag.



hahaha mac á ekki séns í microsoft :lol:


Hkmm Þú ert greinilega sýktur af windows vírusnum



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf kizi86 » Þri 21. Jún 2011 03:38

Orri skrifaði:Verð nú að vera sammála biturk í því að það er fáránlega barnalegt að kalla Windows Winblows..
Rétt eins og þegar leikjatölvunördar kalla fólk PlaySlaves, Xbots og Wiitards..


@orri og biturk:

þið vitið að þið eruð að skoða þráð í "Linux/GNU/*NIX" flokknum
þar sem við linux fans MEIGUM koma með svona komment, án þess að skammast okkar og vera skammaðir fyrir það!
ef þið þolið það ekki, þá bara haldið þið ykkur í Winblows flokknum takk :D


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf Viktor » Þri 21. Jún 2011 10:41

Ætlaði að skipta yfir í ubuntu fyrir svona 2 árum vegna þess að mér fannst það líta vel út og það var frítt. Reyndi í svona 2-3 klst til að fá flash til að virka almennilega á youtube ofl. síðum en gafst upp og hef engan áhuga á að skipta Windows 7 út núna.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


toybonzi
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Fim 17. Feb 2011 13:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf toybonzi » Þri 21. Jún 2011 10:52

@coldcut.

Það er hægt að fara með þessa umræðu hring eftir hring en niðurstaðan verður alltaf sú sama....Linux fer ekki inn í stórfyrirtæki. Fyrir því eru nokkrar megin ástæður.

1. Hugbúnaður sem að notaður er hjá fyrirtækjum og stofnunum er í 99% tilvika skrifaður fyrir M$, þá er verið að tala um fjármálakerfi, mannauðskerfi og aðrar hugsmíðar manna.
2. Leyfismál M$ eru þannig uppsett að það borgar sig hreinlega ekki að innleiða Linux í litlum mæli þar sem að gjöldin koma þá bara til með að hækka (magnafsláttur lækkar).
3. Netþjónar sem eru Linux eru mjög solid, um það er ekki deild en það er winserverinn orðinn líka (tala af reynslu) og sjaldan sem að hann fer niður.
4. Svo bíð ég bara eftir þeim degi þegar Linux verður orðið nógu commercial að það verði "viable" að selja það og hugbúnaðinn fyrir það, þá fer þessi open source hugsjón strax niður um klósettið :)



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf FriðrikH » Þri 21. Jún 2011 11:11

biturk skrifaði:
coldcut skrifaði:ég er farinn að halda að biturk sé mesta trollið hérna á Vaktinni? Ætli bjarniTS hafi smitað hann? :-k



trolla ekkert, hef ekki lagt það í vana minn og ætla ekki að byrja á því, troll eru vægast sagt þreytandi :|

aftur á móti leiðist mér afskaplega þegar fólk er með eitthvað kjánalegt hatur á windows sem á sér enga gáfulegar skýringar aðra en "af því að þeir eru stærstir"

það er ástæða fyrir því að þeir eru stærstir og það er ekki heppni, það er mikil vinna þar að baki og þetta er bara einfaldlega langt notendavænsta og þægilegast umhverfið, win hefur tekið stökk breitingum síðan me kom út og xp var æðislegt stýrikerfi þó að vista hafi nú bara verið hálfgerð ókláruð beta útgáfa af win 7

win 7 er án alls vafa besta stýrikerfi sem hefur komið út nokkurn tímann og ég get ekki beðið eftir að win 8 komi út miðað við það sem ég hef séð =D>


Þetta er ekki rétt, windows er ekki notendavænasta stýrikerfið. Máli mínu til stuðnings tek ég nærtækt dæmi. Ég, eins og örugglega margir vaktarar þarf að halda tölvum margra ættinga gangandi, þ.á.m. foreldra minna sem eru rétt um sjötugt. Pabbi kallinn vildi endilega vera með windows og er búinn að vera að nota tölvu í ca. 10 ár. Hann kann náttúrulega ekki mikið og er alltaf að fylla tölvuna af allskonar malware, spyware og hinu og þessu drasli sem hann setur óvart upp. Óhemju vinna við að halda þeirri vél gangandi.
Mamma hinsvegar er búin að vera að nota tölvu í ca. 3 ár, ég setti upp Ubuntu hjá henni og þarf nánast ekkert að gera við hana nema að keyra inn uppfærslur öðru hvoru í gegn um update manager.
Fyrir 2 tölvunotendur sem kunna lítið sem ekkert á tölvur og eru aðallega að browsa netið, senda tölvupóst og þess háttar verð ég að segja að Linux vinni hands down.

Ég aftur á móti nota windows slatta þar sem að ég vill komast í nokkur forrit og leiki sem keyra því miður bara á windows, ef þau keyrðu vel á Linux þá mundi ég bara nota það.
Ég er reyndar með Windows Vista, en tölvan hjá mér krassar aldrei i Linux, ég boota hinsvegar reglulega upp í Win eins og ég sagði og þá lendi ég alltaf öðru hvoru í BSOD sem segir okkur að það er ekki hardware vandamál. Ef það er hardware vandamál þá er Linux allavega að höndla það en ekki Win.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf dori » Þri 21. Jún 2011 11:24

toybonzi skrifaði:4. Svo bíð ég bara eftir þeim degi þegar Linux verður orðið nógu commercial að það verði "viable" að selja það og hugbúnaðinn fyrir það, þá fer þessi open source hugsjón strax niður um klósettið :)


Plís ekki vera svona vitlaus.

  • Það eru til "commercial" linux dreifingar (hefurðu heyrt um Redhat?).
  • "Open source hugsjónin" er bundin í skilmála og það er ekki möguleiki á að hún fari niður um klósettið

Þó svo að það sé commercial útgáfa þá verða þeir að gefa þær breytingar sem þeir gera á frjálsum hugbúnaði "upstream" (aðeins mismunandi eftir leyfum). Ég nenni heldur ekki að taka hina punktana þína fyrir en linux er mikið notað þar sem það virkilega skiptir máli hvernig þær reikniauðlindir sem er boðið uppá nýtast. T.d. voru rosalega mörg af þessum animation stúdíóum að nota linux í allt rendering (linux var allavega notað mjög mikið í kvikmyndaiðnaðinum, ég þekki það svosem ekkert rosalega mikið).

Það er mjög mikið af svona endanotendahugbúnaði sem fólk "elskar" (hefur lært á gallana við og áttar sig ekki á því að það getur gert betur) sem er bara til fyrir Windows. Það er rosalega mikið af fyrirtækjahugbúnaði fyrir innanhússnotkun sem er bara til fyrir Windows (eða svona ógeðsleg vefkerfi sem virka bara með IE6). En það er akkúrat núna, þessir hlutir eru í stöðugri þróun og það er engan vegin víst að fyrirtæki haldi áfram að læsa sig inni.




toybonzi
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Fim 17. Feb 2011 13:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf toybonzi » Þri 21. Jún 2011 11:42

Wall of text fjarlægður..

Nenni ekki að fara í sandkassaleik með ómálefnalegu fólki :)



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: rms (Stallman) á landinu

Pósturaf Gúrú » Þri 21. Jún 2011 12:44

toybonzi skrifaði:Wall of text fjarlægður..
Nenni ekki að fara í sandkassaleik með ómálefnalegu fólki :)

M.v. að þú misskilur nánast allt í heiminum þakka ég þér bara fyrir það.
toybonzi skrifaði:2. Leyfismál M$ eru þannig uppsett að það borgar sig hreinlega ekki að innleiða Linux í litlum mæli þar sem að gjöldin koma þá bara til með að hækka (magnafsláttur lækkar).

Þetta endurskrifað skrifaði:Færri vörur eru ekki ódýrari en fleiri vörur vegna þess að því færri vörur sem þú hefur því hærri eru gjöldin

Þetta er ekki rétt af augljósum ástæðum, ef að það væri ekki dýrara fyrir fyrirtæki að hafa 89 leyfisbréf af M$ vörum en að hafa 88 leyfisbréf þá ætti það ekki að vera dýrara að hafa 1500 leyfisbréf.
Því fylgir að verðið væri þá lægra ef að þig vantaði bara 80 leyfisbréf og notaðir 9 fríar vörur í staðinn.

Það gæti hinsvegar verið rétt að ef að Microsoft heyrir af því að þú innleiðir 50% frían/annars fyrirtækis hugbúnað í fyrirtækið þitt að það færi í fýlu
og hækkaði verðið gríðarlega eða lækkaði magnafslátt svo um munar en það væru þá frekar rök með notkun frís hugbúnaðar en á móti honum. :roll:


Modus ponens