Taka upp hljóð í tölvu

Skjámynd

Höfundur
Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1456
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Taka upp hljóð í tölvu

Pósturaf Lexxinn » Fös 20. Maí 2011 21:53

Góðan daginn, eins og stendur er bróðir minn að leika sér við að búa til tónlist og hefur hann aðeins trial version af forritinu sem hann notar, þannig hann getur ekki save-að það sem hann gerir. Þá vantar mig hjálp ykkar vaktara og spyr nú hvort þið vitið um eithvað gott forrit til þess að taka upp hljóð sem koma frá forritum í tölvunni, engin utanaðkomandi hljóð s.s. frá mic.
Allt sem ég hef hingað til prufað hefur ekki virkað nógu vel.

Með þökkum,
Alexander




division
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Fös 05. Feb 2010 00:21
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Taka upp hljóð í tölvu

Pósturaf division » Fös 20. Maí 2011 22:51

Fruity Loops fyrir einfalda vinnslu, annars er það frekar öflugt yfir höfuð. Ertu að nota Mac eða Windows?



Skjámynd

Höfundur
Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1456
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Taka upp hljóð í tölvu

Pósturaf Lexxinn » Fös 20. Maí 2011 23:36

division skrifaði:Fruity Loops fyrir einfalda vinnslu, annars er það frekar öflugt yfir höfuð. Ertu að nota Mac eða Windows?


Er að nota windows og hann er að búa til tónlist í Fl studio, vantar til þess að taka upp þegar það er spilað.




division
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Fös 05. Feb 2010 00:21
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Taka upp hljóð í tölvu

Pósturaf division » Lau 21. Maí 2011 00:34

Já, sorry las vitlaust. Þú getur notað Windows Sound Recorder og stillt hann á að taka upp masterinn hjá þér í stað Mic minnir mig, það var allavega hægt í XP og ég gerði það oft til að taka upp hljóð úr Counter Strike í denn.

Annars geturu líkað downloadaðu Sony Vegas og gert þetta þar, möguleiki að þetta sé hægt í hljóðforritinu frá Sony, man ekki hvað það heitir, en prufaðu Sound Recorder first, hann fylgir með Windows.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1340
Staða: Ótengdur

Re: Taka upp hljóð í tölvu

Pósturaf Klemmi » Lau 21. Maí 2011 01:17

Þetta var a.m.k. hægt í GoldWave í gamla daga :)




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Taka upp hljóð í tölvu

Pósturaf wicket » Lau 21. Maí 2011 10:22

Audacity er frábært til að taka upp svona.

Getur svo klippt til og exportað sem mp3.



Skjámynd

Höfundur
Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1456
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Taka upp hljóð í tölvu

Pósturaf Lexxinn » Lau 21. Maí 2011 20:32

division skrifaði:Já, sorry las vitlaust. Þú getur notað Windows Sound Recorder og stillt hann á að taka upp masterinn hjá þér í stað Mic minnir mig, það var allavega hægt í XP og ég gerði það oft til að taka upp hljóð úr Counter Strike í denn.

Annars geturu líkað downloadaðu Sony Vegas og gert þetta þar, möguleiki að þetta sé hægt í hljóðforritinu frá Sony, man ekki hvað það heitir, en prufaðu Sound Recorder first, hann fylgir með Windows.


Búinn að reyna Windows Sound Recorder en það vantar "Stereo mix" í recording hjá mér svo ég geti stillt á það...

Hefur einhver hugmynd annars um hvernig ég geti komið með það?
Hann er að nota Compaq Presario CQ60