Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 23
- Skráði sig: Mán 22. Jan 2007 00:02
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Sælir.
Ég er í miklum vandræðum með að setja upp router á stúdentagörðum HÍ. Til þess að við getum notað tvær tölvur hérna verðum við að vera með þetta í gegnum router - annars bara eina tölvu með snúru í vegginn sem ég er ekki að fíla.
Ég er kominn hingað:
1. Routerinn kominn í samband og tölvan finnur hann. tengist ekki samt.
2. Búinn að skrá MAC adressuna hjá Reiknisstofu Háskóla Íslands. (þarft alltaf að skrá tölvurnar en ef það er router þarf að skrá MAC adr. á honum).
3. Búinn að stilla routerinn - HELD ég. Það er samt örugglega þar sem ég er að klikka.
= og ekkert virkar. Hvorki borðtölvan (lan snúra beint í routerinn) né fartölvan (sem á að vera þráðlaus).
Hefur einhver hugmynd um hvernig ég geri þetta? Routerinn heitir CNet 54Mbps Wireless-G Router keyptur á Computer.is
Ég er í miklum vandræðum með að setja upp router á stúdentagörðum HÍ. Til þess að við getum notað tvær tölvur hérna verðum við að vera með þetta í gegnum router - annars bara eina tölvu með snúru í vegginn sem ég er ekki að fíla.
Ég er kominn hingað:
1. Routerinn kominn í samband og tölvan finnur hann. tengist ekki samt.
2. Búinn að skrá MAC adressuna hjá Reiknisstofu Háskóla Íslands. (þarft alltaf að skrá tölvurnar en ef það er router þarf að skrá MAC adr. á honum).
3. Búinn að stilla routerinn - HELD ég. Það er samt örugglega þar sem ég er að klikka.
= og ekkert virkar. Hvorki borðtölvan (lan snúra beint í routerinn) né fartölvan (sem á að vera þráðlaus).
Hefur einhver hugmynd um hvernig ég geri þetta? Routerinn heitir CNet 54Mbps Wireless-G Router keyptur á Computer.is
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Skillst að þú getir ekki notað router í þetta, heldur þarftu access point
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Ef þetta er router með tveimur ethernet portum á sem hann routar á milli (sitt hvort interface), þá ætti þetta að vera auðvelt.
Þú þarft náttúrulega upplýsingar um DNS,GW o.þ.h. Ef það er pikkað upp í gegnum dhcp, þá þarftu að sjá til þess að það sé publishað í gegnum dhcp á netinu þínu, eða sett fast á allar vélar.
Ef þú ert með router með aðeins einu ethernet interface (sem mig grunar, geta verið mörg ethernettengi), þá er ekki endilega allt tapað. Ef routerinn ræður við það, sem er nokkuð líklegt, þá skilgreinir þú annað local óskráð net fyrir þínar vélar á sama interface, það þarf að skilgreina aðra ip addressu á routernum á því neti.
T.d. ef þú færð úthlutað 172.1.1.20 á íbúðina (sem er þá á routernum), þá geturðu bætt við t.d. 192.168.25.1 á routerinn og úthlutað t.d. 192.168.25.2-30 sem dhcp pool fyrir vélarnar þvínar. Routerinn sér um að routa á milli í gegnum sama interfacið.
Ég vona að þetta skiljist, þetta er raunar ekki flókið.
Þú þarft náttúrulega upplýsingar um DNS,GW o.þ.h. Ef það er pikkað upp í gegnum dhcp, þá þarftu að sjá til þess að það sé publishað í gegnum dhcp á netinu þínu, eða sett fast á allar vélar.
Ef þú ert með router með aðeins einu ethernet interface (sem mig grunar, geta verið mörg ethernettengi), þá er ekki endilega allt tapað. Ef routerinn ræður við það, sem er nokkuð líklegt, þá skilgreinir þú annað local óskráð net fyrir þínar vélar á sama interface, það þarf að skilgreina aðra ip addressu á routernum á því neti.
T.d. ef þú færð úthlutað 172.1.1.20 á íbúðina (sem er þá á routernum), þá geturðu bætt við t.d. 192.168.25.1 á routerinn og úthlutað t.d. 192.168.25.2-30 sem dhcp pool fyrir vélarnar þvínar. Routerinn sér um að routa á milli í gegnum sama interfacið.
Ég vona að þetta skiljist, þetta er raunar ekki flókið.
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Langar að vekja þennan þráð því ég er í nákvæmlega sama vandamáli. Náðiru að leysa vandann og þá hvernig?
Er að nota Cnet CWA-854HT. Sem er reyndar Access point, spurning hvort það virki ekki?
En s.s. er búinn að skrá MAC addressu, þá sem stendur t.d. undir og skv. TCP/IP status inná græjunni.
Svo þegar ég tengist þráðlaust næ ég engu sambandi út. Spurning hvort það þurfi að gera eitthvað meira heldur en bara að skrá addressuna.
Væri súpercool ef einhver hérna inni hefur náð að setja svona upp og getur gefið tips..
Er að nota Cnet CWA-854HT. Sem er reyndar Access point, spurning hvort það virki ekki?
En s.s. er búinn að skrá MAC addressu, þá sem stendur t.d. undir og skv. TCP/IP status inná græjunni.
Svo þegar ég tengist þráðlaust næ ég engu sambandi út. Spurning hvort það þurfi að gera eitthvað meira heldur en bara að skrá addressuna.
Væri súpercool ef einhver hérna inni hefur náð að setja svona upp og getur gefið tips..
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Ef þú ætlar að tengja fleirri en eina vél á netið verðuru að vera með router en ekki AP. Ef þú ætlar bara að vera með eina vél ( en samt hafa þráðlaust ) þá notarðu AP en skráir MAC addressuna á vélinni þinni.
Venjulegur router myndi rúta umferðinni þinni í gegn og þess vegna sýna eingöngu sína MAC-addressu það myndi AP ekki gera ( Annað er L2 og hitt L3 )
Venjulegur router myndi rúta umferðinni þinni í gegn og þess vegna sýna eingöngu sína MAC-addressu það myndi AP ekki gera ( Annað er L2 og hitt L3 )
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
depill skrifaði:Ef þú ætlar að tengja fleirri en eina vél á netið verðuru að vera með router en ekki AP. Ef þú ætlar bara að vera með eina vél ( en samt hafa þráðlaust ) þá notarðu AP en skráir MAC addressuna á vélinni þinni.
Venjulegur router myndi rúta umferðinni þinni í gegn og þess vegna sýna eingöngu sína MAC-addressu það myndi AP ekki gera ( Annað er L1 og hitt L3 )
Þakka þér fyrir þetta svar.. þarf þá að fara og reyna fá að skipta vörunni út og fá mér router.
-
- Gúrú
- Póstar: 589
- Skráði sig: Þri 18. Ágú 2009 10:41
- Reputation: 4
- Staðsetning: Garðabær
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Ég lenti í þessu sama, ég fékk mér bara DHCP router og skráði MAC addressuna á honum hjá reiknistofnun og þá virkaði þetta fínt, gat verið með eins margar vélar og ég vildi vera með. Þeir eru með leiðbeingar hjá þjónustuborðiniu hjá sér og á http://www.rhi.hi.is sem að er gott að lesa, fyrir þetta. Svín virkar og er mjög fínn hraði, þarf bara að passa alla umferð til að láta ekki loka á sig, læenti nokkrum sinnum í því
-
- Fiktari
- Póstar: 58
- Skráði sig: Þri 15. Apr 2008 16:01
- Reputation: 3
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Bump ...
Er hægt að nota ZyXel P-600 router til að deila tengingu þráðlaust á görðunum? Fékk hann með eitthverri gamalli nettengingu fyrir eitthverjum árum held ég ...
Er hægt að nota ZyXel P-600 router til að deila tengingu þráðlaust á görðunum? Fékk hann með eitthverri gamalli nettengingu fyrir eitthverjum árum held ég ...
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Ætla að fá að endurvekja þennan gamla þráð, mig vantar ráð fyrir félaga minn. Hann er upp á stúdentagörðum og fékk hjá mér 585 router sem ég er ekki að nota. Það eina sem gerist þegar hann reynir að tengjast síðu er að hann fær alltaf að það sé engin DSL lína til staðar, augljóslega.
Hann er búinn að registera MAC addressuna og hún er rétt skráð hjá RHI. Þeir í tölvuþjónustunni þar gátu enga hjálp gefið. Ég er hálf stumped þar sem ég hef aldrei sett upp álíka setup áður, og það eru litlar sem engar leiðbeiningar á síðu RHI sem koma mér áfram.
Þarf hann að hafa annað IP subnet routað út en hann er að taka inn, þarf hann að stilla DNS manualt, ef svo hvaða DNS er verið að nota þarna uppfrá? Hvað er mér að yfirsjást?
Hann er búinn að registera MAC addressuna og hún er rétt skráð hjá RHI. Þeir í tölvuþjónustunni þar gátu enga hjálp gefið. Ég er hálf stumped þar sem ég hef aldrei sett upp álíka setup áður, og það eru litlar sem engar leiðbeiningar á síðu RHI sem koma mér áfram.
Þarf hann að hafa annað IP subnet routað út en hann er að taka inn, þarf hann að stilla DNS manualt, ef svo hvaða DNS er verið að nota þarna uppfrá? Hvað er mér að yfirsjást?
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Þetta mun líklega ekki ganga upp.
Routerar hafa tvö eiginleg interface. WAN og svo LAN. Portin fjögur á ST585 eru LAN og DSL interfaceið er svo WAN.
Í tilfelli stúdentagarðanna þarf router með RJ45/ethernet WAN tengi, s.s. ekki DSL router. MAC addressan af þessu WAN interface-i þarf svo að skrá hjá RHÍ.
Í stuttu máli geturðu gleymt því að nota þennan Speedtouch 585 router.
Dæmi um router sem gæti virkað: http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=24256
Routerar hafa tvö eiginleg interface. WAN og svo LAN. Portin fjögur á ST585 eru LAN og DSL interfaceið er svo WAN.
Í tilfelli stúdentagarðanna þarf router með RJ45/ethernet WAN tengi, s.s. ekki DSL router. MAC addressan af þessu WAN interface-i þarf svo að skrá hjá RHÍ.
Í stuttu máli geturðu gleymt því að nota þennan Speedtouch 585 router.
Dæmi um router sem gæti virkað: http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=24256
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
eythori skrifaði:Þetta mun líklega ekki ganga upp.
Routerar hafa tvö eiginleg interface. WAN og svo LAN. Portin fjögur á ST585 eru LAN og DSL interfaceið er svo WAN.
Í tilfelli stúdentagarðanna þarf router með RJ45/ethernet WAN tengi, s.s. ekki DSL router. MAC addressan af þessu WAN interface-i þarf svo að skrá hjá RHÍ.
Í stuttu máli geturðu gleymt því að nota þennan Speedtouch 585 router.
Dæmi um router sem gæti virkað: http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=24256
Þetta grunaði mig, að þessir routerar myndu alltaf sækjast eftir að sækja netið útfrá WAN portinu. Hélt ég gæti trikkaði hann til með því að nota sitthvort subnetið.
Takk fyrir þetta.
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
AntiTrust skrifaði:Þarf hann að hafa annað IP subnet routað út en hann er að taka inn, þarf hann að stilla DNS manualt, ef svo hvaða DNS er verið að nota þarna uppfrá? Hvað er mér að yfirsjást?
Ef ég er að skilja frr rétt þá er þetta einmitt það sem þú þarft að gera.
Eitt portið configgað (segjum port1) til að vera með IP töluna sem tölvan væri annars með (segjum 172.20.x.x), og búa svo til DHCP pool á annað subnet (segjum 192.168.x.x.) á hin portin (port 2-4) sem tölvurnar fengu útlutað IP tölu á og myndu svo nota router 192.168.x.x töluna sem Gateway og DNS alveg einsog um venjulega ADSL tengingu væri að ræða, en svo þarf að forwarda/routa öllum internetsamskiptum frá 192.168.x.x netinu út á 172.20.x.x. netið og þaðan útá internetið. En ég hef ekki clue hvernig þetta er gert á ADSL routerum (eða hvort), felur í sér örugglega mikið af CLI magic.
Væri örugglega einfaldara að kaupa einhvern notaðan tölvugarm á nokkra þúsundkalla og skella 2 netkortum í hann og setja upp linux router. Getur haft meiri stjórn á uppsetningunni + notað Google af einhverju viti.
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Haxdal skrifaði:AntiTrust skrifaði:Þarf hann að hafa annað IP subnet routað út en hann er að taka inn, þarf hann að stilla DNS manualt, ef svo hvaða DNS er verið að nota þarna uppfrá? Hvað er mér að yfirsjást?
Ef ég er að skilja frr rétt þá er þetta einmitt það sem þú þarft að gera.
Eitt portið configgað (segjum port1) til að vera með IP töluna sem tölvan væri annars með (segjum 172.20.x.x), og búa svo til DHCP pool á annað subnet (segjum 192.168.x.x.) á hin portin (port 2-4) sem tölvurnar fengu útlutað IP tölu á og myndu svo nota router 192.168.x.x töluna sem Gateway og DNS alveg einsog um venjulega ADSL tengingu væri að ræða, en svo þarf að forwarda/routa öllum internetsamskiptum frá 192.168.x.x netinu út á 172.20.x.x. netið og þaðan útá internetið. En ég hef ekki clue hvernig þetta er gert á ADSL routerum (eða hvort), felur í sér örugglega mikið af CLI magic.
Væri örugglega einfaldara að kaupa einhvern notaðan tölvugarm á nokkra þúsundkalla og skella 2 netkortum í hann og setja upp linux router. Getur haft meiri stjórn á uppsetningunni + notað Google af einhverju viti.
Ég myndi gera þetta ef ég væri að gera þetta sjálfur hiklaust, þetta er hinsvegar fyrir félaga minn upp á stúdentagörðum. Ég get ekki séð að það sé hægt að assigna subnetum á ákveðin port með góðu móti á þessum router í gegnum GUI-ið allavega, var búinn að skoða það e-ð, og ég einfaldlega nenni ekki að fara að kafa í CLI-ið á þessu.
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Get alveg lofað því að það er alveg haugur af línum sem þarf að skrifa inn via cli. Þetta er custom firmware sem er á þessum græjum, hægt að sjá það með því að ftp'a inn á græjuna og sækja user.ini skrána sem er þar.
Myndi bara alveg sleppa því að standa í þessu. Best er að núna er ekki hægt að finna neitt support frá framleiðanda, nú heitir þetta Technicolor og síðan þeirra er gersamlega useless.
Myndi bara alveg sleppa því að standa í þessu. Best er að núna er ekki hægt að finna neitt support frá framleiðanda, nú heitir þetta Technicolor og síðan þeirra er gersamlega useless.
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Ætla að troða mér inn í þennan þráð með svipað vandamál, er á stúdentagörðunum og er með CNet router.
Ég er búinn að skrá mac addressu routersins og stilla hann eftir minni bestu getu. Netið hefur virkað í 2 skipti síðan ég setti þetta upp í gær án vandræða í margar klukkustundir en stundum dettur netið bara út og þá koma þessi skilaboð: Windows cannot communicate with the device or resource (primary dns server)
Einhver sem veit hvað gæti verið að?
Ég er búinn að skrá mac addressu routersins og stilla hann eftir minni bestu getu. Netið hefur virkað í 2 skipti síðan ég setti þetta upp í gær án vandræða í margar klukkustundir en stundum dettur netið bara út og þá koma þessi skilaboð: Windows cannot communicate with the device or resource (primary dns server)
Einhver sem veit hvað gæti verið að?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2857
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
ok, þegar svörin eru kominn við nokkrum spurningum hérna verður þetta hreinsað og gert sticky.
Er þetta hvorteðer ekki líðandi vandamál næstu 5 árin
Er þetta hvorteðer ekki líðandi vandamál næstu 5 árin
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Bouldie skrifaði:Ætla að troða mér inn í þennan þráð með svipað vandamál, er á stúdentagörðunum og er með CNet router.
Ég er búinn að skrá mac addressu routersins og stilla hann eftir minni bestu getu. Netið hefur virkað í 2 skipti síðan ég setti þetta upp í gær án vandræða í margar klukkustundir en stundum dettur netið bara út og þá koma þessi skilaboð: Windows cannot communicate with the device or resource (primary dns server)
Einhver sem veit hvað gæti verið að?
Hvað valdirðu þegar þú fórst í gegnum setup wizard?
Ég er búinn að setja upp 2 Cnet beina núna sem hafa virkað hnökralaust í meira en ár, og það eina sem ég þurfti að gera var að fara í gegnum setup wizard, þannig að mig grunar að þú hafir valið eitthvað vitlaust þar.
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Takk fyrir svarið en þetta er komið hjá mér
Prófaði mig áfram og það sem ég þurfti að gera var að stilla inn 208.67.220.220 í primary dns
Prófaði mig áfram og það sem ég þurfti að gera var að stilla inn 208.67.220.220 í primary dns
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
Ég er á stúdentagörðunum og á Sagem 1500WG router.
Við erum tvö og einungis annað okkar getur notað netið í einu
Ekki gæti einhver hjálpað mér að gera svona fyrir hann?
Við erum tvö og einungis annað okkar getur notað netið í einu
Ekki gæti einhver hjálpað mér að gera svona fyrir hann?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp Ethernet router á stúdentagörðum.
gosi skrifaði:Ég er á stúdentagörðunum og á Sagem 1500WG router.
Við erum tvö og einungis annað okkar getur notað netið í einu
Ekki gæti einhver hjálpað mér að gera svona fyrir hann?
Er ekki Sagem 1500WG ADSL router er mig að misminna ? Er þetta ekki dæmið sem Síminn notaði fyrst á móti ADSL TVinu sínu. Næstum alveg viss, þá ertu væntanlega að tengja í LAN porti og þá ertu bara að "svissa" HInetinu, það þekkir svo mac addressunar ykkar, en hleypir væntanlega bara einni inn í einu.
Ykkar lausn er bara að kaupa WAN router. Við (Hringdu) seljum WAN routera á 4.990 kr hjá okkur FULL -N ( 300 ) pinkulítill og með innbyggðum 4-porta sviss. Ég held að það sé með því ódýrara sem gerist hérna. ( Portið samt á móti ykkur er 10 Mb/s þannig ...