Breyta MAC addressu á Windows 7


Höfundur
Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 668
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Breyta MAC addressu á Windows 7

Pósturaf Arkidas » Fös 01. Apr 2011 09:13

Ok í Windows 7 er bara hægt að breyta Mac addressunni í eitthvað sem byrjar ekki á "00" (þ.e. hún verður að byrja á einhverju hærra en þín raunverulega Mac addressa en þær byrja allflestar á "00"). Eruð þið með eitthvað ráð til þess að láta þetta virka bara eins og á XP svo maður geti breytt í hvað sem er? Ég er búinn að Googla þetta allt saman í tætlur. Eina ráðið sem ég fann var að nota utanáliggjandi þráðlaust netkort og nota XP mode til þess að breyta Mac addressuni þar og þá breytist hún líka á W7, en það er frekar mikið vesen.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Breyta MAC addressu á Windows 7

Pósturaf dori » Fös 01. Apr 2011 09:25

Einhver sérstakur tilgangur með þessu? Oftast þegar ég hef verið að breyta mac addressum þá var það í einhverju stunti en ekkert nauðsynlegt. Þannig séð... Ég hef allavega alltaf bara sætt mig við að þetta sé bögg. :sleezyjoe