Tölvan finnur ekki diskin í uppsetningu

Skjámynd

Höfundur
Raidmax
vélbúnaðarpervert
Póstar: 979
Skráði sig: Mið 05. Ágú 2009 19:19
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Tölvan finnur ekki diskin í uppsetningu

Pósturaf Raidmax » Fös 25. Mar 2011 13:01

Sælir Heyrðu ég er var með IDE disk í tölvuni minni og hann gaf sig þannig ég keypti mér SATA disk. En núna þegar ég ætla að setja Windows upp á honum þá finnur tölvan hann ekki.

Getur einhver hjálpað mér :D ?



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Tengdur

Re: Tölvan finnur ekki diskin í uppsetningu

Pósturaf Moldvarpan » Fös 25. Mar 2011 13:14

Mjög líklega stillingar atriði í BIOS, mismunandi hvað þessi stilling heitir, en ide+sata stuðnings stilling.
Og stilla á auto detect hdd.



Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan finnur ekki diskin í uppsetningu

Pósturaf Haxdal » Fös 25. Mar 2011 15:00

Windows XP?

Windows XP er með ömurlegan stuðning við suma SATA controllera, ef móðurborðið er stiltt á AHCI eða eitthvað í þá áttina þá þarftu driver floppy (já floppy.. eða streamlinea driverinn á windows diskinn) til að geta notað það.
ættir samt að geta disableað AHCI eða hvað sem þetta heitir í biosnum, þá ætti Windowsinn að sjá diskinn.

Eða bara skipta í windows 7 :P

Ef þetta er windows 7 þá er eitthvað annað að, sér BIOSinn diskinn í POST? búinn að prófa að tengja diskinn í önnur SATA port?


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <