Netaðgangstæki ljósleiðara
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 522
- Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Netaðgangstæki ljósleiðara
Sælir,
húsið hjá mér er í ferli fyrir ljósleiðara OR. Húsið er lítið fjölbýli á þremur hæðum (3 íbúðir). Það verður 100% keypt þjónusta í 2 af þessum 3 íbúðum. Fjölbýlið er gamalt og það er ekki beinlínis gert ráð fyrir þessum græjum. Við erum að hugsa um að setja upp smáspennutöflu við hlið aðaltöflunnar og setja telsey boxin þar, og draga þaðan Cat kapla fyrir net/síma/sjónvarp upp í íbúðirnar.
Er búinn að senda fyrirspurn á OR með pósti og reyna að hringja en gefist upp á biðinni. Getur einhver sagt mér stærðirna á Telsey boxunum? það er að segja ýtrustu mál á lengd, breidd og þykkt.
Sjáið þið einhver vandamál í þessu samhengi?
edit: skylst að það séu tvær týpur af þessu dóti væri gaman að fá uppl. um báðar. Einnig týpunafn/númer ef það stendur á græjunum.
KG
húsið hjá mér er í ferli fyrir ljósleiðara OR. Húsið er lítið fjölbýli á þremur hæðum (3 íbúðir). Það verður 100% keypt þjónusta í 2 af þessum 3 íbúðum. Fjölbýlið er gamalt og það er ekki beinlínis gert ráð fyrir þessum græjum. Við erum að hugsa um að setja upp smáspennutöflu við hlið aðaltöflunnar og setja telsey boxin þar, og draga þaðan Cat kapla fyrir net/síma/sjónvarp upp í íbúðirnar.
Er búinn að senda fyrirspurn á OR með pósti og reyna að hringja en gefist upp á biðinni. Getur einhver sagt mér stærðirna á Telsey boxunum? það er að segja ýtrustu mál á lengd, breidd og þykkt.
Sjáið þið einhver vandamál í þessu samhengi?
edit: skylst að það séu tvær týpur af þessu dóti væri gaman að fá uppl. um báðar. Einnig týpunafn/númer ef það stendur á græjunum.
KG
Síðast breytt af Kristján Gerhard á Þri 22. Mar 2011 18:10, breytt samtals 1 sinni.
-
- Nörd
- Póstar: 141
- Skráði sig: Fim 03. Des 2009 18:50
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
Hjá mér er það 27cm á lengd 26cm á breidd og 4,5cm - 5cm á þykkt (nýja gerðin) En afhverju ekki bara að draga ljósleiðarann alla leiðina upp í íbúðirnar og setja telsey boxið þar fyrst það er hægt að draga cat snúrurnar?
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 522
- Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
Þegar þú segir nýja gerðin, er það sú með bogadregna frontinum eða? Af því að það er það er minna rask í íbúðunum að koma fyrir 2-3 cat snúrum fyrir síma/net/sjónvarp heldur en telsey boxinu.
-
- Nörd
- Póstar: 141
- Skráði sig: Fim 03. Des 2009 18:50
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2784
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 128
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
Já ég fékk þá hugdettu að draga CAT6 kapal í öll helstu herbergin hérna heima í gengum rafmagndósirnar.
Bý í blokk frá 1970ogeitthvað og ég fékk þær leiðilegu upplýsingar frá rafvirkja að OR fær undanþágu
á því að draga kapalinn fyrir telsei boxin. Einnig var mér tjáð það að ef ég myndi draga þessa kapla
og eitthvað kæmi upp eldur etc. þá væri íbúðin ekki tryggð en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Bý í blokk frá 1970ogeitthvað og ég fékk þær leiðilegu upplýsingar frá rafvirkja að OR fær undanþágu
á því að draga kapalinn fyrir telsei boxin. Einnig var mér tjáð það að ef ég myndi draga þessa kapla
og eitthvað kæmi upp eldur etc. þá væri íbúðin ekki tryggð en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
Án þess að hi-jacka þræðinum þínum þá er ég í svipuðum málum.
Það er verið að leggja ljósleiðar í húsið hérna, þetta er 5 hæða blokk, 6 íbúðir. Þar af eru lágmark helmingurinn guaranteed að fara nýta sér ljósleiðarann.
Með svona "dæmi" er þá normið að ljósleiðaraboxið/inntakið er sett í kjallara hússins, þaðan eru dregnar snúrur upp í íbúðirnar sem hafa áhuga á ljósinu og svo er bara routerinn tengdur í net-tengil á veggnum og voila, light speed baby?
Varla er sett ljósleiðarabox/inntak í hverja íbúð fyrir sig?
Nær maður bókað fullum hraða, i.e. 50mb/s up&down með 4-6 íbúðir allar með ljós í gegnum sama inntak/box?
Það er verið að leggja ljósleiðar í húsið hérna, þetta er 5 hæða blokk, 6 íbúðir. Þar af eru lágmark helmingurinn guaranteed að fara nýta sér ljósleiðarann.
Með svona "dæmi" er þá normið að ljósleiðaraboxið/inntakið er sett í kjallara hússins, þaðan eru dregnar snúrur upp í íbúðirnar sem hafa áhuga á ljósinu og svo er bara routerinn tengdur í net-tengil á veggnum og voila, light speed baby?
Varla er sett ljósleiðarabox/inntak í hverja íbúð fyrir sig?
Nær maður bókað fullum hraða, i.e. 50mb/s up&down með 4-6 íbúðir allar með ljós í gegnum sama inntak/box?
-
- 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
valdij skrifaði:Án þess að hi-jacka þræðinum þínum þá er ég í svipuðum málum.
Það er verið að leggja ljósleiðar í húsið hérna, þetta er 5 hæða blokk, 6 íbúðir. Þar af eru lágmark helmingurinn guaranteed að fara nýta sér ljósleiðarann.
Með svona "dæmi" er þá normið að ljósleiðaraboxið/inntakið er sett í kjallara hússins, þaðan eru dregnar snúrur upp í íbúðirnar sem hafa áhuga á ljósinu og svo er bara routerinn tengdur í net-tengil á veggnum og voila, light speed baby?
Varla er sett ljósleiðarabox/inntak í hverja íbúð fyrir sig?
Nær maður bókað fullum hraða, i.e. 50mb/s up&down með 4-6 íbúðir allar með ljós í gegnum sama inntak/box?
Það er sett telesy box í hverja íbúð.
Edit: Nema Síminn tengir ljósnetið sitt inná símalínur í fjölbýlishúsum allavegana, svo fær maður annan router sem styður ljósnetið og pluggar honum í símadósina í íbúðinni.
-
- Græningi
- Póstar: 37
- Skráði sig: Lau 13. Nóv 2010 12:16
- Reputation: 0
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
ég hef nú séð það gert í stórum húsum að ljósleiðarin fer í pachpanel sem dreifist svo í fleiri skápa, (þ.e.a.s. switch fyrir ljósleiðara) þannig að ljós fer í alla fjarskipta töflur. væri líklega hægt að koma svoleiðis kerfi fyrir hús með mörgum íbúðum
ég sem rafvirki myndi ekki gera það þannig, kanski bara mín skoðun.
fékk þá hugdettu að draga CAT6 kapal í öll helstu herbergin hérna heima í gengum rafmagndósirnar
ég sem rafvirki myndi ekki gera það þannig, kanski bara mín skoðun.
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 522
- Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
Zedro skrifaði:Já ég fékk þá hugdettu að draga CAT6 kapal í öll helstu herbergin hérna heima í gengum rafmagndósirnar.
Bý í blokk frá 1970ogeitthvað og ég fékk þær leiðilegu upplýsingar frá rafvirkja að OR fær undanþágu
á því að draga kapalinn fyrir telsei boxin. Einnig var mér tjáð það að ef ég myndi draga þessa kapla
og eitthvað kæmi upp eldur etc. þá væri íbúðin ekki tryggð en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Er ekki að tala um að draga í, heldur bara leggja í utanáliggjandi lagnastokk sem liggur milli hæða.
valdij skrifaði:Án þess að hi-jacka þræðinum þínum þá er ég í svipuðum málum.
Það er verið að leggja ljósleiðar í húsið hérna, þetta er 5 hæða blokk, 6 íbúðir. Þar af eru lágmark helmingurinn guaranteed að fara nýta sér ljósleiðarann.
Með svona "dæmi" er þá normið að ljósleiðaraboxið/inntakið er sett í kjallara hússins, þaðan eru dregnar snúrur upp í íbúðirnar sem hafa áhuga á ljósinu og svo er bara routerinn tengdur í net-tengil á veggnum og voila, light speed baby?
Varla er sett ljósleiðarabox/inntak í hverja íbúð fyrir sig?
Nær maður bókað fullum hraða, i.e. 50mb/s up&down með 4-6 íbúðir allar með ljós í gegnum sama inntak/box?
Já ljósleiðarainntakið er sett í kjallarann, og þaðan dreginn kopar eða ljós í telsey boxin sem eru uppí íbúð. Okkur langar hins vegar að staðsetja telsey boxin í smáspennuskáp niðrí kjallara og taka kopar frá þeim og í router/síma/sjónvarp.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1270
- Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
- Reputation: 13
- Staðsetning: Router(config)#
- Staða: Ótengdur
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
Það eru allavega 3 box í gangi hjá þeim var það allavega fyrir ári síðan.
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
Ég myndi ekki óttast mikið rask í kringum telsey boxin. Þegar ljósleiðarinn var tengdur upp í mína íbúð fékk ég einfaldlega að ráða hvar ég vildi hafa telsey boxið staðsett. Ég er með litla kompu bókstaflega inn í miðri íbúð þar sem ég er með allan tækjabúnað heimilisins og ég spurði hvort þeir gætu mögulega haft boxið þar. Þeir samþykktu það og drógu einfaldlega ljósleiðarann úr rafmagnstöflunni í gegnum rafmagnsrör og niður úr loftadós sem er í kompunni (líklega einhverjir 5-6 metrar), og staðsettu telsey boxið snyrtilega þar uppá vegg. Ég er mjög ánægður með fráganginn á þessu.
Reyndar skilst mér að þetta sé ekki alveg skv. "code", þ.e að draga ljósleiðarann með rafleiðslum í gegnum rafmagnsrör, því hann flokkast sem smáspenna eða álíka. Skil það reyndar ekki alveg þar sem að ljósleiðarinn á jú ekkert skylt við rafmagn.
Ég held að það sé auðveldara að draga grannan ljósleiðara úr aðaltöflunni í húsinu upp í hverja íbúð og hafa telsey boxið þar, heldur en að hafa boxin niðri og draga 3-4 CAT5/6 kapla upp í hverja íbúð.
Reyndar skilst mér að þetta sé ekki alveg skv. "code", þ.e að draga ljósleiðarann með rafleiðslum í gegnum rafmagnsrör, því hann flokkast sem smáspenna eða álíka. Skil það reyndar ekki alveg þar sem að ljósleiðarinn á jú ekkert skylt við rafmagn.
Ég held að það sé auðveldara að draga grannan ljósleiðara úr aðaltöflunni í húsinu upp í hverja íbúð og hafa telsey boxið þar, heldur en að hafa boxin niðri og draga 3-4 CAT5/6 kapla upp í hverja íbúð.
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
Sæll Kristján.
Ég vinn hjá Gagnaveitunni svo ég þekki þessi mál.
Netaðgangstækin eru alltaf sett inn í viðkomandi íbúð. Það er krafa sem Gagnaveitan setur, þar sem viðskiptavinur ber ábyrgð á tækinu og einnig vegna rekstraröryggis.
Í eldri húsnæði þar sem lagnaleiðir eru oft erfiðar fyrir fjarskiptalagnir, er innanhúsljósleiðarinn mjög oft dreginn með rafmagnsrörum, það er leyfilegt þar sem hann leiðir ekki. Þannig held ég að það verði ekki erfitt að koma netaðgangstækinu fyrir í íbúðinni.
Svo er spurning hvar þjónustutæki þín eru staðsett innan íbúðarinnar til að tengja þau með Cat-lögnum við netaðgangstækið. Verktakarnir leggja Cat-lagningar lausar meðfram veggjum og ef íbúar vilja fá snyrtilegri frágang (leggja í rennur, bakvið parketlista eða draga í fyrirliggjandi rör), þá þarf íbúi að sjá til þess sjálfur. Verktakarnir okkar bjóða reyndar upp á þetta en þá er það gegn greiðslu.
KV. Sigurður
Ég vinn hjá Gagnaveitunni svo ég þekki þessi mál.
Netaðgangstækin eru alltaf sett inn í viðkomandi íbúð. Það er krafa sem Gagnaveitan setur, þar sem viðskiptavinur ber ábyrgð á tækinu og einnig vegna rekstraröryggis.
Í eldri húsnæði þar sem lagnaleiðir eru oft erfiðar fyrir fjarskiptalagnir, er innanhúsljósleiðarinn mjög oft dreginn með rafmagnsrörum, það er leyfilegt þar sem hann leiðir ekki. Þannig held ég að það verði ekki erfitt að koma netaðgangstækinu fyrir í íbúðinni.
Svo er spurning hvar þjónustutæki þín eru staðsett innan íbúðarinnar til að tengja þau með Cat-lögnum við netaðgangstækið. Verktakarnir leggja Cat-lagningar lausar meðfram veggjum og ef íbúar vilja fá snyrtilegri frágang (leggja í rennur, bakvið parketlista eða draga í fyrirliggjandi rör), þá þarf íbúi að sjá til þess sjálfur. Verktakarnir okkar bjóða reyndar upp á þetta en þá er það gegn greiðslu.
KV. Sigurður
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 522
- Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
sigurfr skrifaði:Sæll Kristján.
Ég vinn hjá Gagnaveitunni svo ég þekki þessi mál.
Netaðgangstækin eru alltaf sett inn í viðkomandi íbúð. Það er krafa sem Gagnaveitan setur, þar sem viðskiptavinur ber ábyrgð á tækinu og einnig vegna rekstraröryggis.
Í eldri húsnæði þar sem lagnaleiðir eru oft erfiðar fyrir fjarskiptalagnir, er innanhúsljósleiðarinn mjög oft dreginn með rafmagnsrörum, það er leyfilegt þar sem hann leiðir ekki. Þannig held ég að það verði ekki erfitt að koma netaðgangstækinu fyrir í íbúðinni.
Svo er spurning hvar þjónustutæki þín eru staðsett innan íbúðarinnar til að tengja þau með Cat-lögnum við netaðgangstækið. Verktakarnir leggja Cat-lagningar lausar meðfram veggjum og ef íbúar vilja fá snyrtilegri frágang (leggja í rennur, bakvið parketlista eða draga í fyrirliggjandi rör), þá þarf íbúi að sjá til þess sjálfur. Verktakarnir okkar bjóða reyndar upp á þetta en þá er það gegn greiðslu.
KV. Sigurður
Sæll Sigurður,
Takk fyrir skjót svör. Þá er þetta á hreinu. Með að telsey boxið verði að vera innan íbúðar, ég geri ráð fyrir að geymsla í séreign upfylli skilyrðin þó hún sé ekki innan íbúðar eða hvað?
KG
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
Kristján Gerhard skrifaði:Sæll Sigurður,
Takk fyrir skjót svör. Þá er þetta á hreinu. Með að telsey boxið verði að vera innan íbúðar, ég geri ráð fyrir að geymsla í séreign upfylli skilyrðin þó hún sé ekki innan íbúðar eða hvað?
KG
Ég man ekki eftir þannig tilviki, en jú ég mundi telja það, enda væntanlega bara viðkomandi íbúar sem hafa aðgang. Skal ræða það við starfsmanninn sem hefur umsjón með afhendingu Ljósleiðarans, hvaða og hvort lína hefur verið tekin í því. Skal láta þig vita hérna ef svo reynist ekki.
Kv. S.
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
Hæhæ Sigurður,
Er með nokkrar spurningar sem þú getur vonandi hjálpað mér með. Eins og kom fram er ég í blokk, þar sem er verið að fara leggja ljósleiðara frá Gagnaveitunni.
Við erum með 3 háskerpu sjónvörp í íbúðinni, 1 í hvoru svefnherbergi og eitt í stofunni. Stofan er mitt á milli herbergjanna og fjarlægðin er því töluverð milli herbergja enda frekar stór íbúð.
Í einu herbergjanna er tölva, sem er sú eina sem verður tengd ljósleiðaranum og það er algjört must hún sé ekki tengd þráðlaust heldur með snúru en einnig skiptir fyrir okkur miklu máli, ef möguleikinn er fyrir hendi að öll sjónvörpin séu tengd ljósleiðaranum.
Hvernig/hvar er besta leiðin fyrir okkur til að græja og gera þetta? Kemur tæknimaður/verkfræðingur eða álika frá ykkur upp í íbuð til ykkar og hjálpar okkur með þetta?
ath. að þetta er mikið keppnismál hérna fyrir fjölskylduna að fá þetta "sem fullkomnast" og er því allur aukakostnaður algjört aukaatriði.
Eins og ég hef séð þetta fyrir mér, er í raun ekki eina lausnin að setja upp Telsey boxið fyrir mið-íbúð (sem er stofan) og tengja sjónvarpið sem er í stofunni við boxið og draga svo snúrur frá boxinu í sitthvort svefnherbergið? Tengir maður router-inn við telsey boxið eða get ég tengt tölvuna beint við boxið og græði ég eitthvað á því ef svo er?
Eins og ég segi þá er þetta hjartans mál fyrir okkur að fá sem "mest" útur þessu, ná sem bestum gæðum á öll sjónvörp, hafa þessa einu tölvu tengda með snúru en ekki þráðlaust, og sjálfsögðu að frágangurinn er í lagi.
Vona þú getir hjálpað mér eitthvað með þessar spurningar
mbk
Er með nokkrar spurningar sem þú getur vonandi hjálpað mér með. Eins og kom fram er ég í blokk, þar sem er verið að fara leggja ljósleiðara frá Gagnaveitunni.
Við erum með 3 háskerpu sjónvörp í íbúðinni, 1 í hvoru svefnherbergi og eitt í stofunni. Stofan er mitt á milli herbergjanna og fjarlægðin er því töluverð milli herbergja enda frekar stór íbúð.
Í einu herbergjanna er tölva, sem er sú eina sem verður tengd ljósleiðaranum og það er algjört must hún sé ekki tengd þráðlaust heldur með snúru en einnig skiptir fyrir okkur miklu máli, ef möguleikinn er fyrir hendi að öll sjónvörpin séu tengd ljósleiðaranum.
Hvernig/hvar er besta leiðin fyrir okkur til að græja og gera þetta? Kemur tæknimaður/verkfræðingur eða álika frá ykkur upp í íbuð til ykkar og hjálpar okkur með þetta?
ath. að þetta er mikið keppnismál hérna fyrir fjölskylduna að fá þetta "sem fullkomnast" og er því allur aukakostnaður algjört aukaatriði.
Eins og ég hef séð þetta fyrir mér, er í raun ekki eina lausnin að setja upp Telsey boxið fyrir mið-íbúð (sem er stofan) og tengja sjónvarpið sem er í stofunni við boxið og draga svo snúrur frá boxinu í sitthvort svefnherbergið? Tengir maður router-inn við telsey boxið eða get ég tengt tölvuna beint við boxið og græði ég eitthvað á því ef svo er?
Eins og ég segi þá er þetta hjartans mál fyrir okkur að fá sem "mest" útur þessu, ná sem bestum gæðum á öll sjónvörp, hafa þessa einu tölvu tengda með snúru en ekki þráðlaust, og sjálfsögðu að frágangurinn er í lagi.
Vona þú getir hjálpað mér eitthvað með þessar spurningar
mbk
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
Sæll Valdi
Skal reyna svara þér.
Við erum með 3 háskerpu sjónvörp í íbúðinni, 1 í hvoru svefnherbergi og eitt í stofunni. Stofan er mitt á milli herbergjanna og fjarlægðin er því töluverð milli herbergja enda frekar stór íbúð.
Í einu herbergjanna er tölva, sem er sú eina sem verður tengd ljósleiðaranum og það er algjört must hún sé ekki tengd þráðlaust heldur með snúru en einnig skiptir fyrir okkur miklu máli, ef möguleikinn er fyrir hendi að öll sjónvörpin séu tengd ljósleiðaranum.
Já það er hægt að tengja þrjá myndlykla við Ljósleiðarann. Þarft væntanleg að taka það sérstaklega fram hjá í pöntuninni hjá þjónustuveitunni og láta verktakana okkar vita þannig að þeir sjái til þess að lagðar verði þjónustulagnir að öllum sjónvörpunum. Ef þú ert að panta hjá Vodafone þá koma þeir í framhaldi til þín með myndlyklana sem þeir virkja þá.
Hvernig/hvar er besta leiðin fyrir okkur til að græja og gera þetta? Kemur tæknimaður/verkfræðingur eða álika frá ykkur upp í íbuð til ykkar og hjálpar okkur með þetta?
ath. að þetta er mikið keppnismál hérna fyrir fjölskylduna að fá þetta "sem fullkomnast" og er því allur aukakostnaður algjört aukaatriði.
Innanhúsuppsetningin er íbúum að kostnaðarlausu upp að vissu marki. Ef íbúar vilja að verktakar okkar leggja að meira enn einu sjónvarpi þá þarf að greiða sérstaklega fyrir það. Eins ef íbúar vilja að frágangur þjónustulagna (Cat 5 frá netaðgangstæki að þjónustutækjum (TV, Internet, Síma)), sé „snyrtilegri“ en bara lausar lagnir meðfram veggjum, þá þarf að greiða verktökum fyrir það. Eða bara gera sjálfur. En mér heyrist á þér að þú sért tilbúinn að greiða aukalega fyrir það.
Eins og ég hef séð þetta fyrir mér, er í raun ekki eina lausnin að setja upp Telsey boxið fyrir mið-íbúð (sem er stofan) og tengja sjónvarpið sem er í stofunni við boxið og draga svo snúrur frá boxinu í sitthvort svefnherbergið? Tengir maður router-inn við telsey boxið eða get ég tengt tölvuna beint við boxið og græði ég eitthvað á því ef svo er?
Erfitt að segja hvar besta staðsetning er, en ekki ólíklegt þar sem þú nefnir. Annars eru verktakarnir vanir að veita ráðgjöf um þetta og koma vonandi með skynsamlega tillögu sem þú verður sáttur við.
Já þú getur beintengt tölvuna við Telsey-boxið. Veit ekki hvort þú græðir eitthvað í hraða en losnar allavega við einn router.
Kv. S.
P.s. ef þú vilt þá máttu láta mig vita um hvaða íbúð þú ert að panta þá gæti ég látið verktakann vita að þú hafir áhuga á að fá auka´þjónustu. Eru örugglega góðar upplýsingar fyrir hann
Skal reyna svara þér.
Við erum með 3 háskerpu sjónvörp í íbúðinni, 1 í hvoru svefnherbergi og eitt í stofunni. Stofan er mitt á milli herbergjanna og fjarlægðin er því töluverð milli herbergja enda frekar stór íbúð.
Í einu herbergjanna er tölva, sem er sú eina sem verður tengd ljósleiðaranum og það er algjört must hún sé ekki tengd þráðlaust heldur með snúru en einnig skiptir fyrir okkur miklu máli, ef möguleikinn er fyrir hendi að öll sjónvörpin séu tengd ljósleiðaranum.
Já það er hægt að tengja þrjá myndlykla við Ljósleiðarann. Þarft væntanleg að taka það sérstaklega fram hjá í pöntuninni hjá þjónustuveitunni og láta verktakana okkar vita þannig að þeir sjái til þess að lagðar verði þjónustulagnir að öllum sjónvörpunum. Ef þú ert að panta hjá Vodafone þá koma þeir í framhaldi til þín með myndlyklana sem þeir virkja þá.
Hvernig/hvar er besta leiðin fyrir okkur til að græja og gera þetta? Kemur tæknimaður/verkfræðingur eða álika frá ykkur upp í íbuð til ykkar og hjálpar okkur með þetta?
ath. að þetta er mikið keppnismál hérna fyrir fjölskylduna að fá þetta "sem fullkomnast" og er því allur aukakostnaður algjört aukaatriði.
Innanhúsuppsetningin er íbúum að kostnaðarlausu upp að vissu marki. Ef íbúar vilja að verktakar okkar leggja að meira enn einu sjónvarpi þá þarf að greiða sérstaklega fyrir það. Eins ef íbúar vilja að frágangur þjónustulagna (Cat 5 frá netaðgangstæki að þjónustutækjum (TV, Internet, Síma)), sé „snyrtilegri“ en bara lausar lagnir meðfram veggjum, þá þarf að greiða verktökum fyrir það. Eða bara gera sjálfur. En mér heyrist á þér að þú sért tilbúinn að greiða aukalega fyrir það.
Eins og ég hef séð þetta fyrir mér, er í raun ekki eina lausnin að setja upp Telsey boxið fyrir mið-íbúð (sem er stofan) og tengja sjónvarpið sem er í stofunni við boxið og draga svo snúrur frá boxinu í sitthvort svefnherbergið? Tengir maður router-inn við telsey boxið eða get ég tengt tölvuna beint við boxið og græði ég eitthvað á því ef svo er?
Erfitt að segja hvar besta staðsetning er, en ekki ólíklegt þar sem þú nefnir. Annars eru verktakarnir vanir að veita ráðgjöf um þetta og koma vonandi með skynsamlega tillögu sem þú verður sáttur við.
Já þú getur beintengt tölvuna við Telsey-boxið. Veit ekki hvort þú græðir eitthvað í hraða en losnar allavega við einn router.
Kv. S.
P.s. ef þú vilt þá máttu láta mig vita um hvaða íbúð þú ert að panta þá gæti ég látið verktakann vita að þú hafir áhuga á að fá auka´þjónustu. Eru örugglega góðar upplýsingar fyrir hann
Re: Netaðgangstæki ljósleiðara
rétt að taka fram að ef notandi ætlar að sleppa router á milli tölvu og netaðgangstækis (framleiðandi Telsey) verða þeir þá að tryggja að það sé eldveggur á tölvunni sjálfri því þeir eru vanalega í routerunum.
Kv. S.
Kv. S.