AntiTrust skrifaði:Ég notaði ME í gamla daga, og nota W7 í dag. Ætti að svara spurningunni þinni.
Hahaha ég var búinn að gleyma hvað ME var og er mikið DRASL stýrikerfi
Það er samt aðeins ein ástæða fyrir því að ég vildi ekki einusinni gefa IE9 tækifæri þegar hann var í Beta.
Hann var ekki fully compatable við músina mína, eins asnalegt og það hljómar.
Ég er með Logitech MX Revolution þráðlausa mús og það er þannig fídus í henni með skrunhjólið að það er hægt að láta það fríhjóla. Það er hægt að stilla það eftir mismunandi forritum hvernig það virkar, ss. hvort það fríhjólar alltaf þegar það forrit er on top, hvort það fríhjólar aldrei, hvort það fríhjólar bara ef ákveðnum scroll speed er náð eða hvort maður skiptir á milli click-to-click og freewheel með því að ýta á scroll takkann. Í IE9 beta var þetta alltaf fríhjólandi, sama hvernig stillingarnar voru. Það fór svo mikið í taugarnar á mér að ég lokaði browsernum um LEIÐ og ég tók eftir þessu í hvert skipti.
En núna er hins vegar búið að laga þetta. Það er hægt að stilla þetta og stillingarnar virka í þetta skiptið svo það er spurning hvort maður fari ekki að prófa þennan browser, sjá hvort ég næ að slíta mig frá FireFox í þetta skiptið
Eina sem mig vantar í hann er eitthvað almennilegt ad blocking add-on þar sem að InPrivate filtering fékk ekki að fara með í loka útgáfuna.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x