Strem-a yfir netið


Höfundur
vjr
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 11. Jan 2011 21:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Strem-a yfir netið

Pósturaf vjr » Þri 11. Jan 2011 21:49

Góðan daginn, ég er með nokkrar spurningar fyrir ykkur sem vita betur :D

Málið er að ég og félagi minn viljum taka að okkur sjálfboðavinnu í að senda beinar útsendingar af íþróttaviðburðum innan ákveðins félags og stream-a því á heimasíðu félagsins. Vitið þið hvað við getum gert ?
Hvað þurfum við að kaupa og hvaða forrit þurfum við að fá til þess að klára þetta verkefni? hvert á að fara hvað? hvernig tenging? hvað kostar ca?

Við erum með:
1) Fullt af fólki sem er viljugt að koma að þessu kauplaust
2) 3-4 vídjóvélar sem við notumst við
3) hljóðmixer, míkrófóna og nokkra lýsendur
4) Tölvu, mjög hraðvirka fartölvu, getum komist í hraða borðtölvu ef það skiptir einhverju máli.
5) Allan vilja til þess að klára þetta :D

með fyrirfram þökk til þeirra sem lásu þetta og hjálpa mér. . .

Kveðja
Villi




Andri Fannar
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Strem-a yfir netið

Pósturaf Andri Fannar » Þri 11. Jan 2011 23:10

Ég hef gert þetta, en þá var ég bara með eina myndbandstökuvél.

Það var beint frá íþróttaviðburðum innan félags og var ég úti á velli með myndbandstökuvélina á þrífæti, tengda fartölvu gegnum FireWire og svo var tölvan tengd netinu gegnum hrikalega langa cat5 snúru.

Ég notaði VLC til að streama efninu út á bara þokkalega venjulegri tengingu en svo var ég með annan þjón á alvöru tengingu sem notaði VLC líka til að "endurvarpa" straumnum og allir tengdust á hann svo að álagið var í rauninni á þjóninn en ekki tölvuna úti á velli.

Þetta virkaði fínt ;)


« andrifannar»