Þar sem ég var að formatta nýja riggið áðan og setja upp win7, fór ég að rifja upp hvað ég setti upp á nýuppsetta vél (2-3 ár síðan ég formattaði fyrir sjálfan mig).
Mér datt í hug að henda upp þræði þar sem menn geta sagt hvað þeir setja upp svo aðrir fái hugmyndir..
Til að byrja, þá er þetta mín hugsun fyrir grunn forritapakkan í fljótu bragði:
Driverar - Segir sig sjálft.
Avast - Sú vírusvern sem ég hef verið sáttastur með.
Spybot S&D - Þarf vart að kynna.
Firefox - Ætla að vísu að gefa chrome séns núna.
Office pakkinn - Nauðsyn.
Daemon tools - Fyrir öll löglegu innstöllin.
Steam - Og þeir leikir sem því fylgja.
VLC - Nuff said.
Ventrilo - Samskiptin.
Skype - -||-
Winamp - Oldie en Goldie, held alltaf í hann því ég elska plugin möguleikana, vekjaraklukkan sem dæmi
Wget - Niðurhalið.
Winrar &zip - Þjöppun
uTorrent - -||-
Svo ýmis personutengd forrit, t.d. Photoshop, Inventor, Autocad, Easy soft og margt fleira..
Held ég sé að gleyma fullt af mikilvægum hlutum, bæti því þá inn, flúði á hótel út á land strax eftir win7 installið svo ég á eftir að pæla í þessu.
Einhverjar ábendingar?
Hvernig setur þú upp grunninn hjá þér eftir format?


