Halló
Ég er með þráðlausan router staðsettan niðri í húsinu og þar er tölva sem er mikið notuð. Á eftir hæðinni er líka tölva og ég er búinn að leiða Ethernet snúru þangað því wireless signalið drífur ekki. Allt í fínu með það.
Málið er að eini prentarinn í húsinu er staðsettur uppi og skyndilega hætti hann að virka í Ubuntu í a.m.k. Ég er búinn að reyna allt og nenni ekki að velta þessu lengur fyrir mér. Ég veit að hann virkar ef hann er notaður í gegnum Windows. Að setja upp Windows kemur ekki til greina í þessu tilfelli. Hins vegar veit ég að hann virkar í Linux þegar hann er tengdur í gegnum netið, annað hvort þráðlaust eða með Ethernet þræði.
Spurningin er, get ég samnýtt þessa Ethernet snúru sem ég er búinn að leiða upp á efri hæðinni þannig að ég geti tengt hana bæði í tölvuna og prentarann? Ef svo er, hvað þarf ég? Ethernet splitter eða hvað? Veit ekki nákvæmlega hvað ég þarf.
Samnýta Ethernet snúru fyrir prentara og tölvu.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Samnýta Ethernet snúru fyrir prentara og tölvu.
Já, þú getur t.d verið með lítinn switch sem þú tengir snúruna í, og svo tengirðu úr switchinum í tölvuna og prentarann.
Hérna: http://www.computer.is/vorur/3654/ er t.d 5 porta sviss á 1900 kall. Þá ertu kominn með 5 nettengi á efri hæðina.
Edit: Gleymdi linknum
Hérna: http://www.computer.is/vorur/3654/ er t.d 5 porta sviss á 1900 kall. Þá ertu kominn með 5 nettengi á efri hæðina.
Edit: Gleymdi linknum
Re: Samnýta Ethernet snúru fyrir prentara og tölvu.
þú getur skipt þessari snúru í tvennt ,, tengir bara 1-2-3-6 og það sama hinumeginn í molan ( ethernet tengið)