Bækur og Python


Höfundur
gunn
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Fös 18. Jún 2010 03:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Bækur og Python

Pósturaf gunn » Mán 21. Jún 2010 22:33

Var að spá hvort eitthver gæti mælt með eitthverjum góðum og sniðugum byrjendabókum fyrir python?.




Amything
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 11:16
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Bækur og Python

Pósturaf Amything » Mán 21. Jún 2010 23:23

Keypti þessa á sínum tíma, finnst hún mjög fín.

Mynd

http://www.amazon.com/Beginning-Python- ... 501&sr=8-8




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Bækur og Python

Pósturaf coldcut » Þri 22. Jún 2010 00:32

eitt ráð frá mér til þín...kauptu frekar stutta bók heldur en langa.

Langar bækur = Oft mikið bull sem skiptir engu máli og málalengingar.
Stuttar bækur = Koma sér oftast strax og vel að efninu og eru því markvissari og betri námsgögn.

Just my 2 cents .



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Bækur og Python

Pósturaf dori » Mán 09. Ágú 2010 16:07

coldcut skrifaði:eitt ráð frá mér til þín...kauptu frekar stutta bók heldur en langa.

Langar bækur = Oft mikið bull sem skiptir engu máli og málalengingar.
Stuttar bækur = Koma sér oftast strax og vel að efninu og eru því markvissari og betri námsgögn.

Just my 2 cents .

Seconded. Annars þá er alveg tvennt í því að læra Python (og öll önnur tungumál). Í fyrsta lagi er það að læra tungumálið og hvernig það tíðkast að nota það (ég þekki ekki gott orð til að lýsa "idiom") eins og sjá má hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Programming_idiom

Síðan er það að þekkja það sem þú færð gefins með tungumálinu. Þá helst innbyggða safnið (standard library). Python hefur mjög stórt slíkt safn svo að það getur alveg þurft góðan texta til að fara yfir það. Það er eitthvað sem er rosalega gott að þekkja svo að þú farir nú ekki að finna upp hjólið aftur og líta út eins og fífl. En getur líka verið hvimleitt að þurfa að leita að gullmolum um hvernig á að nota tungumálið innan um allt það bull ef þú vilt virkilega bara læra idioma og grammar.

Ég á þessa bók: http://www.amazon.com/Programming-Pytho ... 0596009259 og get í rauninni ekki mælt með henni því að hún fer bókstaflega yfir allt innbyggða safnið eins og það var þegar hún kom út (2.5 eitthvað minnir mig síðasta útgáfa) og segir m.a.s. frá römmum og söfnum sem fylgja ekki einu sinni með python sem þú sækir á python.org. Mjög fín bók á blaði (söluvæn r sum) en hörmuleg til að læra af.