Hljóðvandamál i VLC í Windows 7


Höfundur
gauivi
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 13. Nóv 2005 22:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hljóðvandamál i VLC í Windows 7

Pósturaf gauivi » Sun 07. Mar 2010 19:59

Ég ætla að bera undir ykkur vaktara vandamál sem ég er með. Ég keypti sl. haust MSI X320 fartölvu með Win Vista stýrikerfi með Win 7 upgrade option. Ég pantaði og setti inn uppfærsluna nýlega. Tölvan auðvitað miklu sprækari og skemmtilegri en hef smásaman verið að uppfæra drivera. T.d. er hljóðkortið í henni „Realtek High Definition Audio“. Driverinn sem kom með uppfærslunni var ómöglegur svo ég sótti drivera og hugbúnaðaruppfærslu frá Realtek. Nú virkar hljóðið fínt í öllum forritum sem ég hef prófað nema VLC media player. Í honum heyrist mikil brak og brestir og miklir hnökrar í hljóðrásinni þegar maður spilar video. Sömu fælar eru með fínu hljóði í Windows Media Player, virkuðu fínt í Vista og spilast fínt á flakkaranum í TV. Svo er fínt hljóð í VLC ef ég spila bara tónlist. Ég hef reynt að henda VLC spilaranum út og sækja nýjustu útgáfu en breytti engu. Þetta er mjög pirrandi þar sem VLC hefur verið minn uppáhaldsspilari sem spilaði alla videofæla. Ef ég finn ekki lausn á þessu þá getir þið etv. bent mér á annan spilara sem spilar alla fæla.




hauksinick
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Fim 11. Sep 2008 14:33
Reputation: 0
Staðsetning: Í nafla alheimsins
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðvandamál i VLC í Windows 7

Pósturaf hauksinick » Sun 07. Mar 2010 20:10

farðu í Tools-Preferences-Audio og fiktaðu einhvað þar :D


Mercedes er magnað tól
Mergjuð er ásýnd líka
Það eru bara forhert fól
Sem fíla þá ekki slíka