Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf Danni V8 » Mið 10. Feb 2010 06:36

Ég var núna á síðustu dögum að skipta um þjónustu aðila fyrir heimasíma, gsm, internet og sjónvarp. Fór úr Símanum og yfir til Vodafone. Spara þar tæpar 2000 krónur á mánuði og get hringt endurgjaldslaust til útlanda fyrir að jafnvirði 6000kr, það er það sem fékk mig einna helst til að skipta yfir.

En mér vesenið til að byrja með var það að 9 dögum eftir að ég pantaði færsluna færðist allt yfir, átti að taka 4-7 daga og samkvæmt því sem mér var sagt átti ég að vera símalaus og internetlaus í 1-2 klukkutíma. Svo varð ekki. Kl. 10 um morguninn dettur allt klabbið út, ég átti alveg von á því að vísu. Þegar ég pantaði þetta var mér sagt af þjónustuaðila að það kæmi maður og setti allt upp fyrir mig, endurgjaldslaust, þegar að allt er tilbúið. Ég beið í 2 klukkutíma á meðan ekkert virkaði, skipti svo sem ekki miklu máli þar sem ég var að vinna í einu herberginu við að leggja hitalagnir í gólfið, þarf ekki neina símaþjónustu í það. En síðan hringi ég í Símann og spyr hvort að þeir hafi verið að slökkva á þjónustu til mín. Mér var sagt að svo væri ekki heldur væri um bilun að ræða vegna þrumuveðursins sem gekk yfir 20. janúar og olli miklum skemmdum á símkerfi Símans hérna á svæðinu. Síðan um 4 leitið, eða 6 klukkutímum síðar, virkar síminn aftur en internetið kemur ekki inn svo ég hringi aftur. Enn er mér sagt að um bilun sé að ræða en ég er ekki alveg að kaupa það, þar sem ég var búinn að hringja í 2 aðra sem lentu líka í símleysi þegar þrumuveðrið var en þeir voru búnir að vera með síma og internet án vandræða allan daginn. Þá prófa ég að hringja í Vodafone og þar er staðfest að Síminn og GSM er komið yfir til þeirra en það varð villa í beiðninni um internetið og þess vegna var ekki búið að setja það upp ennþá og enginn frá þeim kominn til þess að setja upp, þeir báðust afsökunar og sögðust ætla að senda mann til mín sem allra fyrst en fyrst ég hringdi svona seint myndi enginn koma fyrr en daginn eftir. Það stóðst og ég var kominn með internet og sjónvarp frá Vodafone.

Þarna var Síminn búinn að hreint út sagt ljúga að mér að um bilun væri að ræða og gat einfaldlega ekki sagt mér að það væri búið að loka á þeirra þjónustu til mín svo ég gæti farið beint í að hringja í Vodafone og hugsanlega klárað dæmið samdægurs.

Jæja, allt virtist vera komið í lag. Ég var kominn með internet frá Vodafone. Náði mikið betri hraða á erlendum Torrent síðum og náði stöðugu 1,3-1,4 Mb/s í download á leikjum á Steam, sem ég var að ná í á hröðum hoppandi á milli 20-400 Kb/s á Síminn tengingunni. Þetta er í lagi alla helgina og á mánudaginn en síðan allt í einu í gær dettur allt internet og sími út aftur. Ég hringi í Vodafone og spyr hvað er að og þeir segja mér að það sé búið að loka á alla þjónustu til mín og flytja yfir til Símans aftur. Ég alveg steinhissa spyr hvers vegna það var gert og mér sagt að það hafi komið frá Símanum. Þannig ég hringi í Símann og spyr hvað er í gangi og mér er sagt það sama þar, að það er búið að færa allt yfir aftur. Ég spyr hvers vegna og sú í símanum var allavega hreinskilin í þetta skiptið, sagði mér að þetta væru mistök á þeirra hálfu. Einhverja hluta vegna var þessi beiðni komin frá þeim án þess að nokkur maður hafi beðið um þetta. Síðan spyr ég hvort þetta verður þá ekki bara lagað núna og fæ það svar að það er ekki hægt. Það tekur 2-3 daga að færa þetta aftur yfir til Vodafone og þar sem að ég er kominn með Vodafone routerinn og búinn að skila Síma routernum þá verð ég bara internet laus þangað til þá. Þannig núna er ég að notast við gamlan 3G pung til þess að tengjast við netið og verð að passa mig á því sem ég geri á netinu, enda er bara 7gb gagnamagn innlent og erlent á þessu 3G dóti og ef ég þarf að vera á 3G pungnum í 2-3 daga þá verð ég ekki lengi að ná þessari línu.

Ég bara spyr, finnst ykkur réttlátt að ég þurfi að gjalda fyrir þeirra mistök? Ég var ekki að skipta um internet þjónustu aðila til þess að vera án internets í 2-3 daga. Tala nú ekki um þegar þetta hittir þannig á að ég er í vetrarfríi frá vinnu og er búinn með herbergið sem var verið að taka í gegn hérna heima og hef því akkurat ekki neitt að gera hérna heima.

Á ég bara að bíða og vona að þetta taki bara 2-3 daga eða á ég að hringja og krefjast þess að fá internetið í lag hjá mér fyrir dagslok?


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf GrimurD » Mið 10. Feb 2010 09:23

Getur ekki verið að þjónustufulltrúinn hafi bara gert ráð fyrir því að viðgerðirnar væru vandamálið án þess að kafa eitthvað dýpra í það ? Meina, hversu margir ætli hafi hringt á meðan á viðgerðunum stóð til þess að væla ? Einnig, ef ég hefði verið þjónustufulltrúinn og hefði vitað að þú værir búinn að skipta yfir þá hefði ég allavega reynt að lokka þig til baka með e-h tilboðum.

Ekki að segja að það séu neitt betri vinnubrögð en ef það sem þú segir er rétt þá er það andskoti lélegt að þeim.

EDIT:

Kannski betra að lesa allan þráðin áður en ég kommenta.

Allavega, "Einhverja hluta vegna var þessi beiðni komin frá þeim án þess að nokkur maður hafi beðið um þetta." Ég efa nú að kerfið hjá þeim sé byrjað að framkalla svona beiðnir sjálfkrafa, en það er svosem enginn fullkomin og síminn er engin undantekning frá því. Frekar fúlt að lenda í svona leiðindum, maður hefði haldið að þeir(eða vodafone) hefðu allavega boðið þér eitthverskonar bætur fyrir þessi óþægindi.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf emmi » Mið 10. Feb 2010 10:19

Mátt koma með smá review af reynslu þinni af Símanum og Vodafone þegar fram líður, hvor aðilinn býður uppá betri útlandahraða. :)



Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf Danni V8 » Mið 10. Feb 2010 12:08

GrimurD: Mér finnst mjög hæpið að það sé skýringin þar sem þrumuveðrið var fyrir 3 vikum og viðgerðin var búin tveimur dögum seinna og allt komið í lag þá. Ég sagði honum líka að ég var að flytja yfir og að spurði hvort það væri ástæðan en hann sagði að svo væri ekki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Síminn hefur ekki viðurkennt mistök eða sagt rétt frá. T.d. eftir þrumuveðrið þá fengust engar viðurkenningar strax um að þrumuveðrið hafði valdið bilunum, heldur var eins og enginn vissi neitt. Síðan þegar þau loksins viðurkenndu að það bilaði eitthvað þá spurði hvers vegna það væri ekki nein tilkynning á heimasíðunni þeirra og þá var mér sagt að það hafi komið fram í einni frétt á visir.is. Over all hef ég verið mjög ósáttur með þjónustulundina hjá Símanum þó að sjálf þjónustan sem ég keypti hefur alveg verið í lagi, ég er bara að spara 24þús á ári með að færa allt yfir til Vodafone.

emmi: Mér finnst Vodafone og Síminn bara alveg jafn í svona venjulegri internet notkun. Youtube t.d. er mjög svipað hjá báðum aðilum.

En Torrent / P2P er alveg svart og hvítt að mínu mati. Hjá Símanum fannst mér eins og það var limit á 10 erlendis P2P. Ég fylgdist oft með peers flipanum í µTorrent og tók eftir því að það var alltaf sama sagan með erlendu IP tölurnar, þær byrjuðu á svona 20 Kb/s og sigu síðan niður í stopp og hurfu síðan. Ef að það var enginn íslenskur peer á erlendu Torrenti þá fór torrentið hjá mér mjög sjaldan upp fyrir 100 Kb/s. Hjá Vodafone er sagan önnur. Þar haldast allir peer inni sem koma með sinn hraða og ég get léttilega farið upp í 400 og ofar þó að það sé enginn íslenskur.

Annað sem að kom mér verulega á óvart er hraðinn á Steam. Ég var alltaf með mjög lágan hraða, sem að böggaði mig mjög mikið þegar ég var að kaupa stóra leiki eins og t.d. GTA IV, 15gb sem ég downloadaði á 200 Kb/s. En hjá Vodafone næ ég alltaf stable 1,3-1,4 Mb/s, enda þeir með sinn eigin Content server hjá Steam. (Source, veljið "View individual server statistics").

En grasið er ekki alveg grænna hinum megin. T.d. er upload hraðinn hjá Simnet mikið betri. Max 120 Kb/s í upload á venjulegri ADSL tengingu hjá Símanum. Næ ekki yfir 90 hjá Vodafone. Ef að eitthvað myndi bila við internetið eftir minnir mig 22:30 þá get ég ekki fengið aðstoð fyrr en daginn eftir þar sem þjónustuverið er lokað á nóttunni, en opið 24/7 hjá Símanum. Hjá Símanum var sagt reglulega nr. hvað í röðinni ég var í þjónustuverinu svo ég gat séð hvort ég nennti að bíða eða ekki, hjá Vodafone er bara tónlist og auglýsingar.

En ég get ekki ennþá sagt hvort ég sé sáttari með Vodafone en ég var með Símann, enda bara búinn að vera hjá Vodafone í 4 daga. So far so good allavega.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1404
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf ZoRzEr » Mið 10. Feb 2010 13:58

Lenti í svona "svipuðu" þegar ég skipti frá Símanum yfir í Vodafone ljós. Tók marga daga að fá þetta í gegn, helsta skýringin frá Vodafone var að Síminn hefði ekki sent einhverja endurbeiðni sem átti að fylgja flutningum yfir í Vodafone og þess vegna geta þeir ekki klárað flutninginn. Endaði net/sjónvarps/síma- laus í 3 daga. Hringdi oft og mörgum sinnum í Símann og alltaf fékk ég samband við einhern nýjan, sem átti að vera yfirmaður, en aldrei sá sami. Ég var mjög þolinmóður og var alltaf kurteis og var alls ekki að pirrast útí símadömurnar hjá Símanum en þessir svokölluðu yfirmenn reyndu oftar en tvisvar að láta þetta líta út eins og þetta væri mér að kenna.

En aftur á móti um leið og þetta var komið í gegn frá Símanum var maður frá Vodafone kominn til mín 2 tímum seinna og búinn að setja upp ljósið og sjónvarpið á 20 mínutum. Er með stöðug 50mbits/s innanlands, steam er oftast á stærri leikjum 5-6mb/s, erlend torrent geta líka farið alveg í 2mb/s og upp.

Ég gæti ekki verið ánægðari með Vodafone.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf depill » Mið 10. Feb 2010 15:06

Danni V8 skrifaði:emmi: Mér finnst Vodafone og Síminn bara alveg jafn í svona venjulegri internet notkun. Youtube t.d. er mjög svipað hjá báðum aðilum.


Sammála þessu. Hins vegar hef ég verið að tengjast í gegnum báða og eitt fyrirtæki sem ég versla við notar þá báða sem upstream og mér finnst það áberandi hvernig latency er oftast töluvert betra hjá Símanum.

Danni V8 skrifaði:En Torrent / P2P er alveg svart og hvítt að mínu mati. Hjá Símanum fannst mér eins og það var limit á 10 erlendis P2P. Ég fylgdist oft með peers flipanum í µTorrent og tók eftir því að það var alltaf sama sagan með erlendu IP tölurnar, þær byrjuðu á svona 20 Kb/s og sigu síðan niður í stopp og hurfu síðan. Ef að það var enginn íslenskur peer á erlendu Torrenti þá fór torrentið hjá mér mjög sjaldan upp fyrir 100 Kb/s. Hjá Vodafone er sagan önnur. Þar haldast allir peer inni sem koma með sinn hraða og ég get léttilega farið upp í 400 og ofar þó að það sé enginn íslenskur.


Mjög sammála þessu, ég sæki mjög mikið af bitmetv í gegnum rss feed yfir nóttina og á minni tengingu fer ég reglulega yfir 1 MB/s sem mér finnst mjög gott ég er með 16 Mb/s sync ( en er með 2 IPTV myndlykla frá Vodafone sem taka slatti af bandvíddinni, reyni venjulega að muna eftir að henda þeim á útvarpið áður en ég fer að sofa ). Þetta fannst mér mjög pirrandi hjá Símanum

Danni V8 skrifaði:En grasið er ekki alveg grænna hinum megin. T.d. er upload hraðinn hjá Simnet mikið betri. Max 120 Kb/s í upload á venjulegri ADSL tengingu hjá Símanum. Næ ekki yfir 90 hjá Vodafone.


Þetta hef ég hins vegar ekki upplifað. Ekki þegar ég er með nógu mikið af peers að sækja frá mér. Ég er með 2 Mb/s í upload ( og ég held að þú sért að rugla saman litla b og stóra B ohh ég hata það líka ) í sync og ég næ venjulega alltaf að Maxa það. Hins vegar er ég með netþjón ( reyndar VPS ) Í Dallas, Texas og það suckar svert að uploada til hans en það er skárra í VPSinn minn sem er í London.

Danni V8 skrifaði:Ef að eitthvað myndi bila við internetið eftir minnir mig 22:30 þá get ég ekki fengið aðstoð fyrr en daginn eftir þar sem þjónustuverið er lokað á nóttunni, en opið 24/7 hjá Símanum. Hjá Símanum var sagt reglulega nr. hvað í röðinni ég var í þjónustuverinu svo ég gat séð hvort ég nennti að bíða eða ekki, hjá Vodafone er bara tónlist og auglýsingar.


Já ég held að þeir geri það akkurat til þess að þú veljir að bíða ( ohh það er líka til svo yndislegt trick til að ná alltaf í þjónustufulltrúa hjá Símanum, sem virkar ekki hjá Vodafone. Reyndar ég í viðskiptum við TAL núna og þar er bara alltaf að bíða )

Danni V8 skrifaði:En ég get ekki ennþá sagt hvort ég sé sáttari með Vodafone en ég var með Símann, enda bara búinn að vera hjá Vodafone í 4 daga. So far so good allavega.


Persónulega finnst mér þetta svipað. Ég hef reyndar verið núna í soldinn tíma á tengingu í gegnum Hringiðuna með enn annan VPSinn ( já allt út af vinnunni hjá mér og ég er með töluvert fleirri netþjóna líka út um allt ) sem ég hef verið að prófa til að reyna lækka kostnað og eftir það hef ég alveg ákveðið að versla aldrei við Hringiðuna. Erlendis netsambandið þeirra er bara eins og vera kominn aftur á 256 Kb/s samband. Vægast sagt mjög slæmt netsamband.



Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf Danni V8 » Mið 10. Feb 2010 19:34

Þetta með uploadið, ég næ alveg að maxa báðar tengingarnar, en ADSL hjá Símanum er einfaldlega að bjóða upp á hærra upload en Vodafone. Það skiptir mig samt ekki svo miklu máli, ég get látið uploadið malla á meðan ég sef og geri það nú oftast á meðan ég er ekki að spila neina leiki.

Væri samt alveg feitt til í að það væri boðið upp á ljósleiðara hérna í Keflavík. Setti 100gb skrá inn á gamla tengdur.net og var búinn að uploada 60% í 1 og hálfa viku þegar síðan datt út. Fólk hefur eflaust talið mig bilaðan að setja svona stórt torrent með ekki meira upload en venjulegt ADSL býður upp á :lol:

En að málinu sem þráðurinn snýst um. Ég er búinn hringja út um allt í dag, Vodafone, Símann og Mílu og mér var lofað að þetta yrði sett í forgang og ætti að koma inn seinnipartinn í dag. Ekkert hefur samt gerst ennþá svo ætli ég haldi ekki áfram í Borderlands single player á morgun [-(


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


Starman
has spoken...
Póstar: 167
Skráði sig: Þri 07. Okt 2008 01:40
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf Starman » Mið 10. Feb 2010 21:55

Minni á númerið fyrir vælubílinn er 1 1 3

Stjórnandi ( depill ) : Leiðinleg comment eins og þessi eru ekki leyfð á vaktinni. Hafið þetta málefnanlegt ...



Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf Danni V8 » Mið 10. Feb 2010 22:07

Starman skrifaði:Minni á númerið fyrir vælubílinn er 1 1 3


Já það er endalaust á tali. Þú verður nú að skella á einhverntímann.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


Palmarlol
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 00:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf Palmarlol » Lau 06. Mar 2010 01:12

depill skrifaði:

Mjög sammála þessu, ég sæki mjög mikið af bitmetv í gegnum rss feed yfir nóttina og á minni tengingu fer ég reglulega yfir 1 MB/s sem mér finnst mjög gott ég er með 16 Mb/s sync ( en er með 2 IPTV myndlykla frá Vodafone sem taka slatti af bandvíddinni, reyni venjulega að muna eftir að henda þeim á útvarpið áður en ég fer að sofa ). Þetta fannst mér mjög pirrandi hjá Símanum



Af hverju slekkurðu ekki bara á lyklunum?

off-takkinn :)



Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf Danni V8 » Lau 06. Mar 2010 01:26

Palmarlol skrifaði:
depill skrifaði:

Mjög sammála þessu, ég sæki mjög mikið af bitmetv í gegnum rss feed yfir nóttina og á minni tengingu fer ég reglulega yfir 1 MB/s sem mér finnst mjög gott ég er með 16 Mb/s sync ( en er með 2 IPTV myndlykla frá Vodafone sem taka slatti af bandvíddinni, reyni venjulega að muna eftir að henda þeim á útvarpið áður en ég fer að sofa ). Þetta fannst mér mjög pirrandi hjá Símanum



Af hverju slekkurðu ekki bara á lyklunum?

off-takkinn :)


Sjálfur sagði ég upp ADSL sjónvarpinu hjá Vodafone og fór yfir í Digital Ísland frekar. Ég spurði einmitt út í þetta vegna þess að mér finnst ADSL sjónvarpið hjá Vodafone taka of mikið af bandvíddinni. Það sem mér var sagt af starfsmanni Vodafone var að sjónvarpið hjá þeim tekur 6mb af bandvíddinni og að ef að maður er með þá þjónustu þá er línan stillt á 16mb og 10mb skilin eftir fyrir internetið. Internetið getur ekki farið yfir þessi 10mb sama hvort það er stillt á útvarpið eða sjónvarpið eða einfaldlega slökkt á myndlyklinum. Síðan er enginn off takki á myndlyklinum frá Vodafone, verður að taka hann úr sambandi við rafmagn til að slökkva.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf Pandemic » Lau 06. Mar 2010 01:43

Ég get sagt ykkur eina frábæra sögu frá símanum. Ég er að dúlla mér á netinu hjá kærustunni og ég að sækja lög á torrent. Eftir smá stund fer netið að að verða mjög hægt í alla staði og hafði það gerst áður að routerinn gæti ekki höndlað "margar tengingar" og þyrfti því að endurræsa hann, ekkert stór mál. Í þetta skipti þá var komið upp vandamál sem lýsti sér þannig að ég var tengdur við netið en komst stundum og stundum og stundum ekki inná heimasíður. Ég hringi niðureftir og fæ að tala þar við þjónustufulltrúa sem reynir að gera hitt og þetta en allar tilraunir mistókust til að laga vandan.
Ég hringi daginn eftir í Símann og ætla að athuga hvort þeir hefðu fundið eitthvað útur þessu og sá sem svarar mér tekur greinilega eftir því að mér var úthlutað þessari vitlausu iptölu og tjáði mér að þetta væri bilun í kerfi sem þeir notuðu til að úthluta iptölum. Eftir þetta virkar netið fínt og svo 4 endurræsingum síðar gerist þetta aftur.
Ég hringi niðureftir og þar svarar stelpa og ég spyr hana hvort hún geti ekki bara úthlutað mér nýrri iptölu eins og síðast. Ég er settur á hold á meðan hún spyr fróðari mann.
Kemur ekki stelpan aftur í símann og byrjar að leiðbeina mér hvernig á að fara í command promt og stafar fyrir mér "Ipconfig /all" og segir að það ætti að ætti að laga vandamálið. Ég hló í smá stund og þakkaði henni fyrir og hringdi svo aftur nokkrum mínútum seinna og fæ þar þjónustufulltrúa í símann og hann reddaði þessu á skotstundu.

Var í raun hissa að einhver með svona litla almenna þekkingu á tölvum væri settur í þjónustuver, en eflaust verða allir að byrja einhverstaðar.




Palmarlol
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 00:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf Palmarlol » Lau 06. Mar 2010 01:51

Danni V8 skrifaði:
Palmarlol skrifaði:
depill skrifaði:

Mjög sammála þessu, ég sæki mjög mikið af bitmetv í gegnum rss feed yfir nóttina og á minni tengingu fer ég reglulega yfir 1 MB/s sem mér finnst mjög gott ég er með 16 Mb/s sync ( en er með 2 IPTV myndlykla frá Vodafone sem taka slatti af bandvíddinni, reyni venjulega að muna eftir að henda þeim á útvarpið áður en ég fer að sofa ). Þetta fannst mér mjög pirrandi hjá Símanum



Af hverju slekkurðu ekki bara á lyklunum?

off-takkinn :)


Sjálfur sagði ég upp ADSL sjónvarpinu hjá Vodafone og fór yfir í Digital Ísland frekar. Ég spurði einmitt út í þetta vegna þess að mér finnst ADSL sjónvarpið hjá Vodafone taka of mikið af bandvíddinni. Það sem mér var sagt af starfsmanni Vodafone var að sjónvarpið hjá þeim tekur 6mb af bandvíddinni og að ef að maður er með þá þjónustu þá er línan stillt á 16mb og 10mb skilin eftir fyrir internetið. Internetið getur ekki farið yfir þessi 10mb sama hvort það er stillt á útvarpið eða sjónvarpið eða einfaldlega slökkt á myndlyklinum. Síðan er enginn off takki á myndlyklinum frá Vodafone, verður að taka hann úr sambandi við rafmagn til að slökkva.


hmm?

Það er off takki á fjarstýringunni... er að horfa á svona fjarstýringu. Hann að vísu framkvæmir ekki hard restart, en hann slekkur á gagnastraumnum til lykils.

Undir venjulegum kringumstæðum ætti sjónvarpið að skila til baka þeirri bandvídd sem undir það er tekin þegar slökkt er, nema línan þín hafi verið stillt sérstaklega, vegna einhverra hugsanlegra vandræða.



Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf Danni V8 » Lau 06. Mar 2010 01:57

Pandemic skrifaði:Ég get sagt ykkur eina frábæra sögu frá símanum. Ég er að dúlla mér á netinu hjá kærustunni og ég að sækja lög á torrent. Eftir smá stund fer netið að að verða mjög hægt í alla staði og hafði það gerst áður að routerinn gæti ekki höndlað "margar tengingar" og þyrfti því að endurræsa hann, ekkert stór mál. Í þetta skipti þá var komið upp vandamál sem lýsti sér þannig að ég var tengdur við netið en komst stundum og stundum og stundum ekki inná heimasíður. Ég hringi niðureftir og fæ að tala þar við þjónustufulltrúa sem reynir að gera hitt og þetta en allar tilraunir mistókust til að laga vandan.
Ég hringi daginn eftir í Símann og ætla að athuga hvort þeir hefðu fundið eitthvað útur þessu og sá sem svarar mér tekur greinilega eftir því að mér var úthlutað þessari vitlausu iptölu og tjáði mér að þetta væri bilun í kerfi sem þeir notuðu til að úthluta iptölum. Eftir þetta virkar netið fínt og svo 4 endurræsingum síðar gerist þetta aftur.
Ég hringi niðureftir og þar svarar stelpa og ég spyr hana hvort hún geti ekki bara úthlutað mér nýrri iptölu eins og síðast. Ég er settur á hold á meðan hún spyr fróðari mann.
Kemur ekki stelpan aftur í símann og byrjar að leiðbeina mér hvernig á að fara í command promt og stafar fyrir mér "Ipconfig /all" og segir að það ætti að ætti að laga vandamálið. Ég hló í smá stund og þakkaði henni fyrir og hringdi svo aftur nokkrum mínútum seinna og fæ þar þjónustufulltrúa í símann og hann reddaði þessu á skotstundu.

Var í raun hissa að einhver með svona litla almenna þekkingu á tölvum væri settur í þjónustuver, en eflaust verða allir að byrja einhverstaðar.


Ég þekki nú einn sem var einmitt hjá Símanum og lenti í svipuðu, nema hann hafði áður verið hjá Hive. Netið var alltaf hægt hjá honum og enginn gat útskýrt neitt, hann meira að segja tók hraðapróf af síðunni hjá þeim og sendi ýtarlegar upplýsingar til Símans í e-mail en enginn tók eftir því að IP talan sem hann var að senda allar upplýsingarnar úr og kom fram í skjalinu með ýtarlegu upplýsingunum var skráð á ***.hive.is lén. Ég fór í stillingarnar á routernum og sá að mamma hans hafði sett login upplýsingarnar fyrir gamla Hive internetið þar og það var ástæðan. Við síðan breyttum við user og password í það sem var hjá Símanum og internetið varð töluvert hraðvirkara.

Þetta fannst mér mjög skrítið og ég hringdi í Símann og spurði þá að því hvernig hann gat skráð sig á Hive.is lén þegar hann var ekki einusinni ennþá að borga Hive fyrir internet, hvað þá að með búnað frá Símanum. En engin svör var að fá þaðan frekar en venjulega.

Palmarlol skrifaði:hmm?

Það er off takki á fjarstýringunni... er að horfa á svona fjarstýringu. Hann að vísu framkvæmir ekki hard restart, en hann slekkur á gagnastraumnum til lykils.

Undir venjulegum kringumstæðum ætti sjónvarpið að skila til baka þeirri bandvídd sem undir það er tekin þegar slökkt er, nema línan þín hafi verið stillt sérstaklega, vegna einhverra hugsanlegra vandræða.


Þetta er bara það sem mér var sagt af starfsmanni Vodafone. Hann ss. orðaði það þannig að þeir sem eru með ADSL sjónvarp hjá Vodafone eru með 6mb reserved fyrir sjónvarpið sama hvort það er verið að nota það eða ekki. Ég hef í enga ástæðu til að rengja það en get þó sagt að ég tók ekki eftir neinni hraða aukningu þegar ég tók lykilinn úr sambandi meðan ég var ennþá með hann.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf mercury » Lau 06. Mar 2010 02:14

ok sorry las basic þráðinn en nenni ekki að lesa öll þessi comment. ætla bara að segja mína sögu.
hætti hjá símanum "12mb adsl ef það skiptir einhverju" og fór í ljós hjá vodafone. allt í góðu með það. nema hvað að þegar búið er að tengja ljósið hjá mér frá gagnaveitunni þá fljótlega "samdægurs" kemur link ljós á telsey boxið og ég held að ég komist á netið nema að það virkar ekki. svo líða dagarnir og ég bíð þar sem að mér var sagt að þetta gæti tekið nokkra daga jafnvel viku. í góðu með það og ég bíð og hringi 2-3 sinnum á nokkra daga fresti til að tékka á þessu og þaug segja alltaf að þetta sé í vinnslu. svo einn daginn áhveð ég að hringja á vinnutíma uppúr hádegi og tala greinilega við einhvern pró sem svo stimplar inn einhverjar tölur og netið er komið inn þegar ég kem heim. í lagi með það.
Þetta var í byrjun janúar. Ég fór í allann pakkann hjá vodafone og átti að fá einhverjar x 5 sjónvarpsstöðvar í gegnum myndlykil og blabla. ekki var það að fara í gagnið þegar að netið var komið. hringdi og einhver gella hendir öllum rásin inn í 2klst r sum og svo datt allt út. núna er kominn 5 mars og enþá er ég ekki kominn með þessar stöðvar. búinn að hringja all nokkrum sinnum en ekki er ég ennþá kominn með þessar stöðvar. segja alltaf að þetta sé í vinnslu.
mín pæling er bara sú. 1. er virkielga svona mikið mál að koma stöðvunum í gagnoð
og númer 2. ef ég hefði talað við einhvern við vitið hefði hann ekki getað reddað netinu strax fyrir mig. ?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf depill » Lau 06. Mar 2010 11:13

Danni V8 skrifaði:
Palmarlol skrifaði:hmm?

Það er off takki á fjarstýringunni... er að horfa á svona fjarstýringu. Hann að vísu framkvæmir ekki hard restart, en hann slekkur á gagnastraumnum til lykils.

Undir venjulegum kringumstæðum ætti sjónvarpið að skila til baka þeirri bandvídd sem undir það er tekin þegar slökkt er, nema línan þín hafi verið stillt sérstaklega, vegna einhverra hugsanlegra vandræða.


Þetta er bara það sem mér var sagt af starfsmanni Vodafone. Hann ss. orðaði það þannig að þeir sem eru með ADSL sjónvarp hjá Vodafone eru með 6mb reserved fyrir sjónvarpið sama hvort það er verið að nota það eða ekki. Ég hef í enga ástæðu til að rengja það en get þó sagt að ég tók ekki eftir neinni hraða aukningu þegar ég tók lykilinn úr sambandi meðan ég var ennþá með hann.


Svo ég taki þetta, þessi "off" takki gerir ekkert nema að setja myndlykilin þinn í eithvað voða skrítið stand-by þar sem að báðir lyklarnir eru ennþá að fá streymt til sín rúmlega 6 mb ( er með Cisco router fylgist með gagnaflæðinu ) og eini möguleikinn að láta þá hætta er að taka þá úr sambandi ( að minni reynslu allavega ) og bíða eftir að IGMP time-outi þannig að straumurinn detti niður.

Hins vegar finnst mér bara miklu einfaldara að skipta þeim báðum á útvarpið tekur um 400 kb samanlagt á báðum lyklum rétt um 800 kb ( já 0,8 Mb ) og þá truflar þetta mig svo rosalega lítið. Fljótlegt og þá fæ ég alla bandvíddina mína. Þetta QoS hjá Vodafone tekur ekki frá neina bandvídd fasta sem þú kemst ekki í, þú verður bara að geta leyst hana frá eins og til dæmis með því að skipta á útvarpið sem ég geri, þegar ég nenni því :)

Annars já mæli ég með IPTVinu hjá Vodafone. Fjarstýringin getur líka stjórnað sjónvarpinu ( MEGA +, aldrei skilið fjarstýringar sem lækka og hækka í myndlyklinum WHY OH WHY ) og Stöð 2 Frelsi er bara the best ever, nú bara koma með Stöð 2 Sport ( og 2 ) Frelsi og þá er ég golden.




akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta úr Símanum í Vodafone og vesenið sem því fylgdi

Pósturaf akarnid » Sun 07. Mar 2010 09:34

Þetta fannst mér mjög skrítið og ég hringdi í Símann og spurði þá að því hvernig hann gat skráð sig á Hive.is lén þegar hann var ekki einusinni ennþá að borga Hive fyrir internet, hvað þá að með búnað frá Símanum. En engin svör var að fá þaðan frekar en venjulega.


Einfalt. Þó svo að reikningi sé lokað hjá Hive þá þarf actually að loka aðganginum í RADiUS aðgangsþjóninum líka, og það hefur greinilega ekki verið gert. Símanum sem stærsta ISPanum á Íslandi, ber skylda frá Póst&Fjar að áframvísa öllum Radius auðkenningum til annara þeirra ISPa sem reka þá, sé auðkenningin ekki á Radius Símans, en originate-i af netkerfi Símans. Þess vegna geturu verið DSL línuna hjá Símanum en internetaðganginn annars staðar.