Sælir.
Kannski frekar fáranleg spurning en ég var að ná í google maps fyrir Nokia 5800 símann minn. Kostar eitthvað að tengjast þessum gervihnöttum eða er þetta ókeypis hvort sem maður er hér eða í Zimbabwe?
GPS í símanum
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: GPS í símanum
GPS þjónustan sjálf er gjaldfrí. Það er hinsvegar oftast rukkað fyrir nákvæm kort sem bjóða upp á Voice leiðbeiningar, 3D waypoints og öðru slíku. En símar eru yfirleitt með A-GPS (Assisted GPS) sem þýðir að tengingin við gervihnöttinn sækir bara staðsetningu, hraða, hæð og slíkt eins og venjulega, á meðan síminn notar 3G sambandið til að synca kortið inn. Svo það getur kostað ágætlega, ef menn eru ekki með heilt kort preloaded inn í tækið.