Hæhæ, ég biðst fyrirfram afsökunar fyrir lélegann titil, datt ekkert betra í hug. Svona er mál með vexti, ég er með ADSL router inni hjá mér, svo snúru frammí stofu þarsem afruglarinn er.
Hingað til hefur þetta ekki verið vandamál, en núna er ég kominn með flakkara sem er nettengdur og mér langar að hafa hann í sambandi líka. Vandamálið er að afruglarinn er í spes porti í routernum sem er einungis fyrir sjónvarp, svo ég get ekki víxlað snúrunni eða verið bara með switch og hafa afruglarann og flakkarann samtengda í stofunni. Eina sem mér dettur í hug er að hafa snúruna áfram til að þjóna afruglaranum, og kaupa svo nýtt svona lan-power dæmi fyrir flakkarann. (Er nú þegar með 2 þanning, einn hjá router og eitt inní öðru herbergi, svo það væri engin rosa fjárfesting.)
Mér langaði bara að sjá hvort þið snillingarnir væru kannski með betri lausn á þessu.(?)
Ég tek það fram að ekki kemur til greina að flytja routerinn í stofuna, þarsem það er engin símalína þar.
:::EDIT::: :::EDIT:::
Ég fann útúr þessu, maður getur keypt þráðlaust USB netkort sem virkar með flakkaranum. Takk fyrir hjálpina
Flakkari og afruglari
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 239
- Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
- Reputation: 0
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Flakkari og afruglari
Síðast breytt af kazgalor á Mán 22. Feb 2010 14:44, breytt samtals 1 sinni.
i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070
Re: Flakkari og afruglari
Þú ert nú þegar með netsnúru innan úr herbergi og fram í stofu. Getur þú ekki skipt henni út fyrir símasnúru? Eða lagt símasnúru úr herberginu inn í stofu og netsnúruna til baka inn í herbergI?
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 239
- Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
- Reputation: 0
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Flakkari og afruglari
Jah, svosem gæti ég það. En þá þyrfti ég í rauninni að vera með hana áfram til að koma interneti inn til mín. Ég er ekki viss um að konan á heimilinu verði neitt rosalega sátt með fleiri snúrur meðfram veggjum. En er enginn með frumlega hugmynd? Er ég kannski búinn að hugsa þetta alveg til enda?
i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070
Re: Flakkari og afruglari
Það borgar sig alls ekki að hafa langa símasnúru (max 2m) því þær eru ekki til þess gerðar og geta byrjað að missa gögn. Ég er í nákvæmlega sömu aðstæðum og byjaði að prufa svona net/rafmagnstengi en virkaði ekki í mínu húsi, en myndi samt prufa það fyrir afruglarann fyrst, Síminn er kominn með sterkari týpu af þeim. Ég endaði á að leggja aðra netsnúru bara (skiptir engu 1 eða 2 meðframvegnum) og þá er maður líka 100% öruggur um fullan gagnafluttning.
Re: Flakkari og afruglari
Ef þú vilt vera rosalega klár, þá geturu notað saman lan kapalinn. Það eru tvö pör af snúrum í kaplinum ónotuð og þú gætir notað þau fyrir flakkarann. Þá þarft að vísu crimper og smá reynslu af gerð LAN kapla,en þetta er hægt
-
- Besserwisser
- Póstar: 3123
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Flakkari og afruglari
Þú bara leggur aðra netstnúru fram í stofu, og færð þér netta kapalrennu í Bykó/Húsasmiðjunni til að fela kaplana. Það fást grannar rennur sem taka akkúrat 1-3 CATx kapla og hægt er að líma á vegginn alveg niður við gólf/gólflista.
Málið leyst.
Málið leyst.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 285
- Skráði sig: Fim 23. Feb 2006 10:50
- Reputation: 9
- Staðsetning: Mosfellsbær
- Staða: Ótengdur
Re: Flakkari og afruglari
Daginn,
Ef þú þarft síma og 10/100 net þá er nóg að nota einn Cat5e kapal eða betri, og skipta honum upp.
Það má gera annað hvort með því að skipta um tengi og setja fleiri eða búa til dós með 2 tengjum, eða einfaldlega setja splitter á báða enda .. Þetta fékkst í t.d. Íhlutum, þeir geta lóðsað þig í gegnum þetta, hvaða leið sem þú velur, svo eru allar upplýsingar á netinu.
Ef það á hinsvegar að vera gigabit samband á línunni, þá geturðu ekki skipt henni upp, þar sem sá staðall notar alla vírana. Það má þó færa rök fyrir því að gigabit sé óþarfi í heima og útstöðvaumhverfi..
Ef þú þarft síma og 10/100 net þá er nóg að nota einn Cat5e kapal eða betri, og skipta honum upp.
Það má gera annað hvort með því að skipta um tengi og setja fleiri eða búa til dós með 2 tengjum, eða einfaldlega setja splitter á báða enda .. Þetta fékkst í t.d. Íhlutum, þeir geta lóðsað þig í gegnum þetta, hvaða leið sem þú velur, svo eru allar upplýsingar á netinu.
Ef það á hinsvegar að vera gigabit samband á línunni, þá geturðu ekki skipt henni upp, þar sem sá staðall notar alla vírana. Það má þó færa rök fyrir því að gigabit sé óþarfi í heima og útstöðvaumhverfi..
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 330
- Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Flakkari og afruglari
akarnid skrifaði:Ef þú vilt vera rosalega klár, þá geturu notað saman lan kapalinn. Það eru tvö pör af snúrum í kaplinum ónotuð og þú gætir notað þau fyrir flakkarann. Þá þarft að vísu crimper og smá reynslu af gerð LAN kapla,en þetta er hægt
það sem hann sagði. Ef þú ert ekki með töng til að klemma nýja hausa á kapalinn þá er alltaf hægt að kaupa splittera og rj45 female-female plögg og föndra það þannig.
Rj45 splitter
rj45 female to female tengi
Þú gætir sett female to female tengin á sitthvorn endann á snúrunni. Þá geturðu plöggað splitterum á sitthvorn endann og færð þér svo stutta cat5 patch kapla. Sennilega frekar dýrt og örugglega betra að fá sér bara annan kapal.
En ef þú ætlar að splitta kaplinum þá geturðu fengið þér utanáliggjandi cat5 tengil í húsasmiðjunni á 1500 kall svipað og þetta:
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 239
- Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
- Reputation: 0
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Flakkari og afruglari
Snuddi skrifaði:Það borgar sig alls ekki að hafa langa símasnúru (max 2m) því þær eru ekki til þess gerðar og geta byrjað að missa gögn. Ég er í nákvæmlega sömu aðstæðum og byjaði að prufa svona net/rafmagnstengi en virkaði ekki í mínu húsi, en myndi samt prufa það fyrir afruglarann fyrst, Síminn er kominn með sterkari týpu af þeim. Ég endaði á að leggja aðra netsnúru bara (skiptir engu 1 eða 2 meðframvegnum) og þá er maður líka 100% öruggur um fullan gagnafluttning.
Mér lýst best á þessa hugmynd, aðallega vegna þess að hún er mjög einföld. Vandamálið er bara að stykkið af þessu kostar 15 þús kall. Það er svosem hægt að fá ódýrari týpur en ég er með 2 fyrir og þyrfti að kaupa af sömu tegund væntanlega
i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Flakkari og afruglari
Hvernig væri að fá sér bara Switch inní stofu sem þú tengir Flakkarann og afruglarann við?
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... c9beb15621
ert þá með möguleika að tengja 2 önnur tæki við netið inní stofu hjá þér
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... c9beb15621
ert þá með möguleika að tengja 2 önnur tæki við netið inní stofu hjá þér
Starfsmaður @ IOD
-
- Besserwisser
- Póstar: 3123
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Flakkari og afruglari
Eftir því sem ég best veit þá er það ekki hægt, þar sem að sjónvarps-portið á routernum er spes, þ.e má ekki mixa því við venjulega nettraffík.
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 239
- Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
- Reputation: 0
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Flakkari og afruglari
hagur skrifaði:Eftir því sem ég best veit þá er það ekki hægt, þar sem að sjónvarps-portið á routernum er spes, þ.e má ekki mixa því við venjulega nettraffík.
Rétt. Það væri auðvitað þægilegasta lausnin ef það væri ekki fyrir þetta litla vandamál
i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070