Er með Mac Mini sem ég er að reyna að tengja við netið.
Er með Speedtouch 585 og einhverja hluta vegna tengist makkinn ekki við routerinn nema einstaka sinnum, þegar það næst þá er mjög takmarkað connection og er það bara makkinn sem þjáist af þessu, PC fartölvan mín nær alveg 4/5 strikum.
Datt skyndilega í hug hvort það væri ekki sniðugt að setja upp internet sharing á PC tölvunni og tengja svo makkann við PC og tengjast þannig við netið. Þetta þarf að gerast með þráðlausri tengingu.
Ég er búinn að reyna að fikta mér leið að því að gera þetta en það gengur ekkert alltof vel svo ég ákvað að spyrja um hjálp hér.
Ég prófaði að búa til bæði á PC og Makkanum Wireless network eða svoleiðis en ég get bara haft eina tengingu í einu á PC og virkar þar með ekki að tengjast þannig við netið þar sem að PC tölvan tengist þráðlaust við routerinn.
Prófaði líka að fikta í Hamachi sem ég er með sett upp þannig að Mac addressan sé ekki það sem hamachi notar heldur Mac addressan á makkanum. Tókst að skemma Hamachi svona og það virkaði ekki að tengjast.
Veit einhver leið til að láta þetta gerast?
Tengja Makka við netið í gegnum PC
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur