VoðaFón : 449 Latency Client Server.


Höfundur
Rigel
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fim 05. Nóv 2009 15:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

VoðaFón : 449 Latency Client Server.

Pósturaf Rigel » Mán 23. Nóv 2009 00:34

Jæja,

Þá er maður með 400 ms, nokkuð ressandi þetta net sem voðafón býður uppá.

Er með ADSL e-h flottan pakka eða hvað and. sem þeir kalla þetta þessa dagana. 1 tölva í gangi : Cat-5 snúra í router, 1 ms ping í router 12 ms ping í mbl.is.

þannig að það er ekkert að innanlands sambandinu.

en Útlandasambandið ?

400 ms með Client Server. til útlanda, og er að detta út, major lag spike.

Bandvíddin hjá vodafóne er búinn, er fær þetta rusl net hjá voðafón 1 drullu köku fyrir.

Classískur : lag spike, disconnect booted of server Dagur

120 ms latency kl:15:00 (rólegt, ekki mikið af fólki á netinu, samt ætti að vera 80 ms, en bætist 40 ms við vegna torrent því Voðafóne hefur svo littla Bandvídd )
200 ms latency kl: 17:00 (fólk kemur heim til sín, torrent í gang og steam'a youtube)
449 ms latency kl: 21:00 (fullt að fólki, Torrent í botni, Youtube HD, facebook frenzy hysteria photo trading, fap fap fap )
120 ms latency kl: 00:36 (fólk farið að sofa, torrent download'in ganga samt enn.)


stutt saga: var með dsl net hjá Símanum : alltaf constant : 80 100 ms latency og allt í fínasta lagi, skipti um íbúð fækk mér ljósleiðara net hjá Hringiðuni hætti þar algert rusl 600 ms fuck off, Önnur ný íbúð og skipi yfir til Voðafóne og ekki batnaði það.


moral of the story , Síminn 100% alltaf nóg bandvídd eða Voðafóne(High Latency , lag, disconnect's) ?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: VoðaFón : 449 Latency Client Server.

Pósturaf depill » Mán 23. Nóv 2009 00:57

Ég hef reyndar ekkert spes reynslu af Símanum. Jú latency var alltaf ágætt hjá Símanum sérstaklega til EU ( ætti væntanlega að verða orðið fínt núna til US líka vegna Greenland Connect eða betra það er að segja ), en torrent var að sjúga rass næstum allan daginn og ég átti erfitt með að halda ratio.

Er núna hjá TAL/Vodafone og ég er alltaf með mjög fínt latency á þá þjóna sem ég hef samband við 55-60 ms við BBC akkurat núna ( 11 ms stöðugt á mbl.is ). Ég keyri jafnframt daglega afritun af netþjóni yfir á Rackspace Cloud Files þar sem að cloud entry er í Dallas hef alltaf haft reyndar frekar slæmt latency frá öllum ispum á Íslandi er með svona 160 - 190 ms latency. ( Akkurat núna 167 ms frá ADSL tengingunni minni )

Það er eins og er mjög svipað hjá Símanum ( aðeins hærra en ekki mikið as we speak, tékk í gegnum traceroute hjá Snerpu ), reyndar er pakkaleiðin í gegnum London en samt ....

Ég hef allavega ekki verið að upplifa þetta ? Kannski eithvað annað sem er að hafa áhrif á þig eða ég skal ekki segja ? Kannski aðrir hjá Vodafone/TAL geta sagt að þeir upplifi þetta, ég geri það allavega ekki.

E.S. Ættir kannski að segja hvort að þetta sé specific server, eða hvort að þetta sé bara almenn upplifun...




corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Reputation: 0
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Re: VoðaFón : 449 Latency Client Server.

Pósturaf corflame » Mán 23. Nóv 2009 10:38

Ekkert að útlandasambandi. Virkar fínt hjá mér á marga servera t.d. í evrópu. Ertu nokkuð búinn með útlandakvótann?

Btw, þá held ég að Vodafone sé með meiri útlandabandvídd heldur en Síminn




Höfundur
Rigel
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fim 05. Nóv 2009 15:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: VoðaFón : 449 Latency Client Server.

Pósturaf Rigel » Mán 23. Nóv 2009 17:43

er ekki mikið dl, og þegar ég er að nota client server þá er ekkert annað í gangi.

Vodafone er alveg örugglega EKKI með meiri útl.bandv. en Síminn.

þá er annað að Voðafóne símstöðin er um 2 km+ frá íbúð og ekkert hægt að gera við því , nema það að Voðafóne smelli 1 st. símstöð fyrir utan húsið mitt ?

en ég sé þetta alveg á mínum client þegar klukkan dettur í 17:00 og fólk hættir vinnu, þá byrja latency að hækka, auki er það örugglega líka með þennan server sem ég notast við sama dæmi.

allavega þá var þetta 7 9 13 bingó Netið hjá Símanum eins og fjallið hægaðist ekki, ekki að ég sé e-h fan boy Simnet, þætti ekkert myndarlegra en þeir færu á hausinn og ríkið tæki Mílu til baka, /pray



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: VoðaFón : 449 Latency Client Server.

Pósturaf depill » Mán 23. Nóv 2009 18:00

Rigel skrifaði:er ekki mikið dl, og þegar ég er að nota client server þá er ekkert annað í gangi.

Vodafone er alveg örugglega EKKI með meiri útl.bandv. en Síminn.

Vodafone VAR allavega þegar ég vissi hvað símfyrirtækin voru með mikla bandvídd ( þegar ég vann hjá Voda, er samt í viðskiptum við TAL núna bara vegna þess að það er ódýrast fyrir mig ) með minni bandvídd en Síminn en meiri bandvídd en Síminn per-person.

Rigel skrifaði:þá er annað að Voðafóne símstöðin er um 2 km+ frá íbúð og ekkert hægt að gera við því , nema það að Voðafóne smelli 1 st. símstöð fyrir utan húsið mitt ?

Vodafone ákveður ekki staðsetningar símstöðva, Síminn er símstöð á sama stað. Þú gætir helst vonast til þess að Síminn/Vodafone setji upp VDSL götuskápa ( þá er fiber í götuskápinn og svo VDSL2 nokkra metra heim til þín yfirleitt ).

Ég er hins vegar 2,1 km frá minni símstöð og ég er að synca á 16 Mb niður og 2 Mb upp ( Annex M ) og frekar sáttur við það.

Rigel skrifaði:en ég sé þetta alveg á mínum client þegar klukkan dettur í 17:00 og fólk hættir vinnu, þá byrja latency að hækka, auki er það örugglega líka með þennan server sem ég notast við sama dæmi.

allavega þá var þetta 7 9 13 bingó Netið hjá Símanum eins og fjallið hægaðist ekki, ekki að ég sé e-h fan boy Simnet, þætti ekkert myndarlegra en þeir færu á hausinn og ríkið tæki Mílu til baka, /pray

Jamm ég skal ekki segja, er svo sem sammála þér hér að ég vill Mílu til ríkisins, biggest mistake in communications history. Auðvita á koparinn og ljósleiðarinn að vera í eigu ríkisins og GR á ekki að vera í samkeppni við Mílu. Djöfull væri gaman ef eithvað fyrirtæki væri að leggja hérna hituveitulagnir út um allt í samkeppni við OR, hvað ætli fólk myndi segja þá ?

Klukkan er allavega 17:56 hjá mér núna á TAL/Vodafone neti og til þessarar Dallas DC ( Rackspace ) er ég að fá 166 - 182 ms akkurat núna, mjög svipað hjá Símanum akkurat núna líka ..... ( Þetta er London -> US hjá báðum núna ).

Hefurðu tékkað á þessum server hvort að latencyið sé eithvað betra hjá Símanum, Snerpa notar næstum eingöngu Símann fyrir upstream þannig það er þægilegt að prófa þá http://network.it.is þar sem að Looking classið hjá Símanum er eithvað foobar í traceinu og pinginu.

Mér finnst það svona líklegra heldur en að þetta sé tengingin þín fyrst að þú segir að latencyið sé alltaf ágætt á mbl.is.

Svo reyndar hefur það virkað ( vegna conflicta hjá ISPunum ) að fá þá til að skipta um IP tölu á tengingunni þinni, þú ættir að geta þá fengið Voda til að gera það.

Ég er allavega ekki að upplifa þennan vanda þinn hjá mér og ég er á TAL/Vodafone tengingu.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: VoðaFón : 449 Latency Client Server.

Pósturaf Danni V8 » Mán 23. Nóv 2009 18:43

Við erum 4 vinirnir sem spilum mikið saman á erlendum serverum. 2 hjá Símanum, 1 hjá Netsamskiptum og 1 hjá Vodafone.

Við hjá Símanum eru alltaf að pinga fínt til UK servera, 65-80ms einhverstaðar þarna á milli. Þessi hjá Netsamskiptum pingar alltaf aðeins betur en bara 2-3ms betur og þessi hjá Vodafone laggar alveg í drasl á kvöldin. Við erum að tala um hátt í 200ms á meðan restin er í kringum 70 stable.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Reputation: 0
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Re: VoðaFón : 449 Latency Client Server.

Pósturaf corflame » Þri 24. Nóv 2009 11:06

Ertu viss Danni?

Ég er hjá vodafone líka og á sömu L4D serverum og þið þá er ég með svipað ping (m.v. ADSL). (eða var amk þegar ég hafði tíma til að spila síðast)