Ralink chipset windows 7 vandamál

Skjámynd

Höfundur
jodazz
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 08. Okt 2009 16:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ralink chipset windows 7 vandamál

Pósturaf jodazz » Sun 08. Nóv 2009 14:12

Sælir,

Vildi bara deila þessum vandræðum með ykkur svo þið farið ekki að eyða heilli helgi í þetta eins og ég! Vandamálið er í stuttu máli það að öll ralink chipsett virka ekki í 7 64bita ef þú ert kominn með 4gig af ram eða meira. Kortið tengist og signal link er exellent en það nær ekki internet sambandi.

Að vísu get ég notað kortið með því að nota gamlan driver og nethraðinn er eftir því lélegur og kortið er að ná sirka 12mps max tengingu við routerinn í mesta lagi. Þar sem ég er með n router og kortið er n líka þá er það fremur skítt.

Reikna með að skila þessu eftir helgi sem verður þá í annað sinn sem ég skila. Fékk í fyrra skiptið trendnet usb kort sem var að ná poor tengingu við routerinn sem var 7 metra í burtu en netið virkaði þó með því. Tek það fram að það er ekki routerinn sem er bilaður, netið svínvirkar alls staðar á fartölvunni og ég er búinn að profa 2 routera.

Sjá hlekk um ralink:

http://forums.linksysbycisco.com/linksy ... .id=153148

Sjá dóma um trendnet kortið:

http://www.newegg.com/Product/Product.a ... -_-Product

Hefur einhver hérna góða reynslu af n korti?


Sinclair spectrum 48k, Tvöfalt kasettutæki, Normende colorvision.