Getur ekki bootað windows uppsetningu


Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Getur ekki bootað windows uppsetningu

Pósturaf Kristján Gerhard » Mán 17. Ágú 2009 18:03

Sælir félagar,

Er að reyna að setja upp Windows XP pro á vélina hjá mér. XP verður secondary stýrikerfi.

Aðstæðurnar eru svona, ég er búinn að forsníða diskinn sem XP á að vera á með FAT32 skrárkerfi (verður að vera)
síðan ræsi ég upp af Windows XP uppsetningardisknum, fer í gegnum ferlið, vel disk og partition (bara einn diskur í vélinni meðan á þessu stendur), uppsetningin kóperar uppsetningarskrár yfir á diskinn og allt virðist gott, kerfið segir að allt hafi heppnast og endurræsir.

Hér kemur svo feillinn, tölvan getur ekki ræst upp af harða disknum. Ef ræst er upp af geisladisknum byrjar ferlið uppá nýtt.

Diskurinn er orginal XP diskur með löglegan kóða. Ég veit að diskurinn er í lagi því að ég uppsetti windows af honum á vélina um daginn og þá með NTFS skráarsniði, en eins og áður kom fram get ég ekki notað það svoleiðis.

KG




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur ekki bootað windows uppsetningu

Pósturaf SteiniP » Mán 17. Ágú 2009 18:27

Hvaða villu færðu þegar þú ræsir upp af harða disknum?




Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Getur ekki bootað windows uppsetningu

Pósturaf Kristján Gerhard » Mán 17. Ágú 2009 18:37

Verifying DMI pool data................

Disk error
press any key to restart

NB. þetta er í byrjuninni á innsetningarferlinu, þe. þetta er uppsetningarhlutinn með textahams (DOS) hlutanum, þarf að endurræsa til að komast í grafíska hluta innsetningarferilsins.




Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Getur ekki bootað windows uppsetningu

Pósturaf Kristján Gerhard » Mán 17. Ágú 2009 20:14

Update:

Prufaði að innsetja með NTFS skrárkerfi aftur, og þá svífur uppsetningin af stað. Einhverjar hugmyndir hvað það er sem veldur því að FAT32 virkar ekki? Diskurinn er fujitsu 2,5" fartölvudiskur 80 gb brúttó. Getur verið að stærðin sé að hafa áhrif á þetta?




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur ekki bootað windows uppsetningu

Pósturaf SteiniP » Mán 17. Ágú 2009 21:51

Það er 32GB limit sem að XP getur formattað með FAT32. Það er allavega þannig inn í windows og örugglega í uppsetningunni líka.
Gætir prufað að skipta disknum niður í partition.




Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1228
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur ekki bootað windows uppsetningu

Pósturaf Selurinn » Þri 25. Ágú 2009 11:06

Ég myndi gera mér útum nýjum XP uppsetningardisk.

Erum við að tala um að það sem þú ert ekki með SP2 integrated?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Getur ekki bootað windows uppsetningu

Pósturaf AntiTrust » Þri 25. Ágú 2009 11:58

SteiniP skrifaði:Það er 32GB limit sem að XP getur formattað með FAT32. Það er allavega þannig inn í windows og örugglega í uppsetningunni líka.
Gætir prufað að skipta disknum niður í partition.


Bingó. Eina leiðin er að partitiona niður eða force-a diskinn í FAT32 compatibility mode með jumper, en þá færðu ekkert meira en 32Gb total usable space.