Sælir.
Er einhver netsérfræðingur hérna sem gæti hjálpað mér. Ég er að reyna að tengja saman tvö net sem eru bæði með ADSL router:
Net 1 router:
IP: 192.168.1.1
Mask: 255.255.255.0
Net 2 router:
IP: 192.168.2.1
Mask: 255.255.255.0
Svo er ég með net prentara á neti 1 sem ég vill að net 2 geti tengst. Það sem ég er búinn að gera er að tengja saman báða routerana með netsnúru og bæta við static route í báða. Þetta virkar fínt bæði netin geta séð hvort annað og prentað.
Gallinn er að þar sem báðir eru með DHCP þá er það tilviljanakent hvaða router gefur út ip tölu fyrir hvaða tölvu, en ég vill að þær tölvur sem eru tengdar við router 1 fái IP tölur frá honum og öfugt. Ég veit að ég gæti hætt að nota DHCP og notað static IP en það er algert pain sem ég vill helst sleppa við.
Hvernig er hægt að útfæra þetta með tveim DHCP serverum?
Tengja saman tvö net, vantar netsérfræðing.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja saman tvö net, vantar netsérfræðing.
1 net, ef þú vilt hafa 2 net og 2 dhcp netþjóna þá verður þú bara að sætta þig við ókosti þessa.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það