Ljósleiðari á Akureyri


Höfundur
arctan
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 08. Maí 2009 17:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf arctan » Fös 08. Maí 2009 17:33

Halló,

Það er verið að vinna í að tengja ljósleiðara í húsið hjá mér (fyrirtæki sem heitir Tengir) á Akureyri. Eins og er er ég með 12Mb ADSL tenginu hjá Símanum og Sjónvarp Símans með HD myndlyklinum - er svosum sáttur við gæðin í sjónvarpinu og internetið.

En ef mig langar að nýta ljósleiðarann þarf ég að skipta yfir í Vodafone - Síminn sagði blákalt að þeir ætluðu aldrei, aldrei, að tengjast inná önnur net og því aldrei bjóða uppá þjónustu gegnum ljósleiðara Tengis...þeir um það.

Er einhver hérna með allt klabbið (sími+net+tv) í ljósleiðaratengingu Tengis á Akureyri? Er þetta að virka vel, góð mynd í sjónvarpinu og stöðugur hraði?

Þarf ekkert að vita um hvernig á að tengja þetta allt (ennþá), langar bara að vita hvort einhver sé með reynslu af þessari tengingu :D




CokeTheCola
Bannaður
Póstar: 95
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 15:00
Reputation: 0
Staðsetning: Jörðin
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf CokeTheCola » Fös 08. Maí 2009 18:25

mig langar í ljóshraðaleiðara


ASRock-P43D2. Intel core 2 duo e7400(3ghz, 3mb cache). Mushkin(4gb DDR2 800mhz). Force3D ATI HD5770(1GB ddr5, 4800mhz memory clock). HDD(500GB 7200rpm 16mb cache, 160GB 5400rpm, 80gb flakkari. Power supply: Tacens 520w. Case: Tacens Victoria II.

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf Gúrú » Fös 08. Maí 2009 18:57

CokeTheCola skrifaði:mig langar í ljóshraðaleiðara


A) 1. regla
B) 4. regla
C) Hann sagði aldrei ljóshraðaleiðara
D) Slappt.

Og það eru held ég mjög fáir komnir með ljósleiðara frá þeim ef einhverjir f. utan banka, skóla, spítala etc.


Modus ponens


cambridge
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Mán 14. Júl 2003 23:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf cambridge » Fös 08. Maí 2009 18:58

Síminn er fastur í fortíðinni, ástfanginn af sínum úrelda kopar.
Enda bara gamlir úreldir kallar sem vinna þarna í stjórn.

Ættir að ná fullum 50mb up og download á akureyri já.
En hef heyrt af manneskju sem sagði að þetta væri bylting sem býr þarna fyrir norðan.

Skil ekki fólk sem er með ljósleiðara tengt í hús en vill ekki færa sig af adsl-inu.

Vildi að það væri ljósleiðari inní mitt hús.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf CendenZ » Fös 08. Maí 2009 20:46

cambridge skrifaði:Síminn er fastur í fortíðinni, ástfanginn af sínum úrelda kopar.
Enda bara gamlir úreldir kallar sem vinna þarna í stjórn.

Ættir að ná fullum 50mb up og download á akureyri já.
En hef heyrt af manneskju sem sagði að þetta væri bylting sem býr þarna fyrir norðan.

Skil ekki fólk sem er með ljósleiðara tengt í hús en vill ekki færa sig af adsl-inu.

Vildi að það væri ljósleiðari inní mitt hús.



lestu skilmálanna fyrir ljósleiðara og þá munt þú átta þig á því.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf Gúrú » Fös 08. Maí 2009 21:03

CendenZ skrifaði:lestu skilmálanna fyrir ljósleiðara og þá munt þú átta þig á því.


Hvaða grein hjá hvaða fyrirtæki? o.O


Modus ponens


Höfundur
arctan
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 08. Maí 2009 17:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf arctan » Fös 08. Maí 2009 21:08

Gúrú skrifaði:
CendenZ skrifaði:lestu skilmálanna fyrir ljósleiðara og þá munt þú átta þig á því.


Hvaða grein hjá hvaða fyrirtæki? o.O


Er eitthvað sem ber að varast? Hef bara verið að skoða verðskránna og þó þetta sé náttúrulega fáránlega dýrt eins og allt annað hér á landi þá er þetta ekki mikið dýrara en ADSL og náttúrulega margfalt meiri hraði.




Höfundur
arctan
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 08. Maí 2009 17:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf arctan » Þri 19. Maí 2009 09:53

Það verður víst einhver bið á þessu þar sem Akureyrarbær gerði sér lítið fyrir og malbikaði yfir brunninn sem átti að tengja mig í [-X



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf CendenZ » Þri 19. Maí 2009 10:03

Gúrú skrifaði:
CendenZ skrifaði:lestu skilmálanna fyrir ljósleiðara og þá munt þú átta þig á því.


Hvaða grein hjá hvaða fyrirtæki? o.O



Klausan með niðurhal og það að verið er að þröngva fólki upp á enn meiri pakka til að fá vöruna.




jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf jonfr » Sun 24. Maí 2009 22:34

CendenZ skrifaði:
Klausan með niðurhal og það að verið er að þröngva fólki upp á enn meiri pakka til að fá vöruna.


Það er örugglega hægt að láta ógilda slíka grein, sérstaklega ef hún stenst ekki nánari skoðun. Slíkt er yfirleitt alltaf tilfellið þegar fyrirtæki fara yfir öll velsæmi, sem er því miður alltof algengt á Íslandi.