Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf Gúrú » Sun 15. Mar 2009 23:40

Gemini skrifaði:p.p.s. Ef fólki finnst fjarskiptafyrirtæki á Íslandi fara illa með sig á einn eða annan hátt á að senda óformlega eða formlega kvörtun til póst og fjarskiptastofnunar. Þeir eru með gífurlega ströng lög á sér og póst og fjarskiptastofnun töluverð völd yfir þeim. Kemur meira til skila en að væla á forums :D


Mhm... og hve margir okkar heldurðu að hafi gert það...?

...Og hvaða árangur sérðu í augnablikinu...


Modus ponens


Gaur
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fim 05. Mar 2009 15:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf Gaur » Sun 15. Mar 2009 23:53

Gemini skrifaði:Mér finnst Síminn ekki sanngjarn. í seinasta mánuði var ég cappaður í lok mánaðar þar sem ég þurfti að dla yfir 10gb á seinustu viku mánaðarins. Heildarnotkun samkv. samningi er 40gb á mánuði samt dlaði ég í heildina einungis 28gb samkvæmt upplýsingum frá þeim eftir mánuðinn og var samt sem áður cappaður.

Ég semsagt dlaði litlu fyrstu 3 vikurnar en þurfti að svo að nota tenginguna aðeins meira en vaninn er og lendi þá í cappi. Finnst þetta heldur ósanngjörn aðferð hjá þeim.

Þetta eitt og sér gerði það að verkum að ég fer að leita að öðrum þjónustuaðila.

p.s. Í raun er gildandi samningurinn minn upp á 80gb en þeir meiga breyta en ég má þá segja upp samningi samkvæmt fjarskiptalögum þó að samningur sé til 6 mánaða. Þeim ber meira að segja lagaleg skylda að tilkynna öllum í áskrift að þeir hafi rétt á að rifta samningi þegar þeir breyta svona hlutum.

p.p.s. Ef fólki finnst fjarskiptafyrirtæki á Íslandi fara illa með sig á einn eða annan hátt á að senda óformlega eða formlega kvörtun til póst og fjarskiptastofnunar. Þeir eru með gífurlega ströng lög á sér og póst og fjarskiptastofnun töluverð völd yfir þeim. Kemur meira til skila en að væla á forums :D


Einnig er hægt að senda kvörtun á talsmann neytenda, þeir hafa verið að taka símann á beinið.
Ég að fara að hætta hjá símanum,er búinn að fá nóg af þessu rugli, einhverjar uppástungur um hvar er skást að vera með netið í dag?
http://www.talsmadur.is/
Síðast breytt af Gaur á Mán 16. Mar 2009 00:13, breytt samtals 1 sinni.




Gemini
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 7
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf Gemini » Sun 15. Mar 2009 23:55

Gúrú skrifaði:
Gemini skrifaði:p.p.s. Ef fólki finnst fjarskiptafyrirtæki á Íslandi fara illa með sig á einn eða annan hátt á að senda óformlega eða formlega kvörtun til póst og fjarskiptastofnunar. Þeir eru með gífurlega ströng lög á sér og póst og fjarskiptastofnun töluverð völd yfir þeim. Kemur meira til skila en að væla á forums :D


Mhm... og hve margir okkar heldurðu að hafi gert það...?

...Og hvaða árangur sérðu í augnablikinu...


Ég hef fengið aðstoð frá þeim og virkaði það mjög vel. En hlutirnir verða auðvitað að vera innan lagaramma.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf Gúrú » Mán 16. Mar 2009 20:21

Gemini skrifaði:
Gúrú skrifaði:
Gemini skrifaði:p.p.s. Ef fólki finnst fjarskiptafyrirtæki á Íslandi fara illa með sig á einn eða annan hátt á að senda óformlega eða formlega kvörtun til póst og fjarskiptastofnunar. Þeir eru með gífurlega ströng lög á sér og póst og fjarskiptastofnun töluverð völd yfir þeim. Kemur meira til skila en að væla á forums :D


Mhm... og hve margir okkar heldurðu að hafi gert það...?

...Og hvaða árangur sérðu í augnablikinu...


Ég hef fengið aðstoð frá þeim og virkaði það mjög vel. En hlutirnir verða auðvitað að vera innan lagaramma.


Já, en hvað gekk sú aðstoð útá? Virkaði netið þitt ekki?
Við erum m.a. að tala um hérna skilmálabrot, sífelldar neitanir á það að fá að rifta samningum sínum sem að eru enganveginn gildir, auglýsandi hluti sem að eru alls ekki sannir og svo FRAMVEGIS.


Modus ponens


GoDzMacK
Fiktari
Póstar: 94
Skráði sig: Mið 05. Maí 2004 20:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf GoDzMacK » Mán 20. Apr 2009 21:06

Er að lenda í þessu líka og þeir sem voru að breyta skilamálunum aftur í 40gb á mánuði í staðinn fyrir 10gb á viku, sem ég hélt alltaf að væri ástæðan en svo virðist ekki. Síminn er greinilega að cappa utanlands p2p í ~30 kb/s hjá mér.

Þá er bara spurningin, Tal eða Hringiðjan?




starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf starionturbo » Mán 20. Apr 2009 23:24

30Mbit Ljósleiðari hjá TAL er lang besti kosturinn í dag.

50Mbit Vodafone ef þú sækir ekki mikið erlendis.

Svipað verð by the way, munar bara á erlendu gagnamagni, en tæki samt sem áður tal útaf ástæðum sem ég ætla ekki að tjá mig um hér.


Foobar


GoDzMacK
Fiktari
Póstar: 94
Skráði sig: Mið 05. Maí 2004 20:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf GoDzMacK » Þri 21. Apr 2009 01:36

Já ekki séns að ég nenni að standa í því að vera ekki með verðþak hjá vodafone, 2,5 kr á MB er sick mikið.

En hvað mynduð þið segja að væri að ljósleiðara hjá Hringiðjunni?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf depill » Þri 21. Apr 2009 09:55

GoDzMacK skrifaði:Já ekki séns að ég nenni að standa í því að vera ekki með verðþak hjá vodafone, 2,5 kr á MB er sick mikið.

En hvað mynduð þið segja að væri að ljósleiðara hjá Hringiðjunni?


Það ER verðþak hjá Vodafone. 40 GB gagnamagn og svo veggur ( lokað fyrir erlent niðurhal ) og getur keypt þér 20 GB ofan á það á 9.900 kr. Þeir eiga samt voða erfitt með að gera rétta reikninga.

Ég myndi halda að þú værir örugglega skástur hjá Tal



Skjámynd

binnip
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Mið 15. Apr 2009 14:44
Reputation: 0
Staðsetning: fyrir framan skjáinn.
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf binnip » Mið 22. Apr 2009 16:05

ég er hja símanum
gengur allt vel þar,
Einhver sniðugur að stofna gott síma-net fyrirtæki...


nVidia 9600GT - 600GB HD- ASRockP43DE - Intel E6600 2.4 GHz - GeIL Ultra 4GB 1066 MHz

Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf Saber » Fim 30. Apr 2009 01:53

Ég get alls ekki mælt með Tal.

Ég var með net án heimasíma hjá Vodafone í nokkur ár. Var nokkuð sáttur með það alveg þangað til þeir lækka gagnamagnið niður í 40gig. Ákveð að færa mig yfir til Tals þegar sölumaður hjá þeim segir mér að þeir bjóði einnig upp á net án heimasíma (bullshit) og að þeir sjái um allan flutninginn.

Nokkrum dögum síðar fæ ég router hjá Tal, tengi og hann virkar. Skila gamla routernum til Vodafone og reikna þá með því að allt sé klappað og klárt. Viku seinna fæ ég skilaboð frá Tal um að tengingin sé ennþá óvirk... eftir að hafa verið nettengdur í ca. viku. :catgotmyballs Ég hringi og fæ þá að vita að ég sé búinn að vera nota netið hjá Vodafone allan tímann og að ÉG þurfi að hringja í Vodafone og segja upp tengingunni. Ég geri það og þar af leiðandi missi netið. Nokkrum dögum síðar fæ ég sms frá Tal um að hafa samband við þá. Þá segja þeir mér að þeir geti ekki boðið upp á net án heimasíma og að ÉG þurfi að hringja í símann og láta virkja heimasímalínuna. Ég set bróðir minn í það og maður hjá símanum segjist ætla redda því fyrir hann. Við bíðum í nokkra daga í viðbót og fáum á endanum sms frá Tal aftur um að hafa samband. Sama dæmið, virkja heimasímalínuna. Ég hringi í Símann og gæjinn sem spjallar við mig segir að þetta komi þeim ekkert við og að Tal eigi að sjá um þetta sjálfir. Ég hringi aftur í Tal og segi þeim þetta. Stelpan er voða hissa og getur ekkert sagt mér nema hringja AFTUR í símann. Á þessu tímabili er þolinmæðin búin. Ég hringi í Símann, er frekar óhress í símann og fæ loksins samband við einhverja konu sem virtist vita hvað hún var að tala um og hafa einhver tök. Hún virtist ná að grafa upp allt ferlið (líka Tal megin) og þegar hún reynir að virkja heimasímann, þá kemst hún að því að það er önnur, , heimasímalína virk í húsinu. Þá hafði síma gæjinn sem talaði við bróðir minn stofnað nýja línu og ekki útskýrt það nógu vel fyrir bróður mínum. Ég kem þessum upplýsingum til Tal og nokkrum dögum síðar er netið komið í gang, mánuði eftir að ég fæ routerinn frá Tal og búinn að vera netlaus í næstum þrjár vikur!

Sölumaðurinn hjá Tal kúkar upp á bak og viðskiptavinurinn þarf að vera samskiptasendill á milli símafyrirtækjanna. Þetta þykir mér furðulegur viðskiptaháttur.

...og núna; Torrent dead slow og næ ekki einu sinni að halda stöðugu 64Kbit/s strími frá X-inu! Missir tengingu á 0:30-2:00 fresti. Á 6 MBIT/S TENGINGU!

Það verður spennandi að sjá hvernig reikningurinn í lok mánaðarins verður. :roll:


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf jonsig » Fös 01. Maí 2009 01:46

Ég er að pæla , er einhver hérna að fá almennilegan hraða á torrent ? kanski er hann crap hjá mér útaf það er gulur þríhyrningur hjá mér neðst á Utorren hliðiná upload / download sem segir "þarf að opna port" eða álíka ,eða er hraðinn kanski einfaldlega bara cappaður hjá Tal



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf depill » Lau 02. Maí 2009 19:57

Jæja eftir að hafa fengið 3 reikningin frá Vodafone uppá yfir 300 ( frá sem sagt 340 - 812 ) þúsund krónur að þá gafst ég upp á þeim að þeir gætu gert reikninga. Og í dag kláraðist mitt 3 vikna ferli að komast yfir til Símans með allt. Og bætti meiri segja í miðað við síðast og fékk með aukamyndlykil frá Símanum. Frekar ánægður með það.

Flest allt hefur gengið mjög vel fyrir utan að loka þessum fjandans beiðnum ( sem sagt vegna þess að einhver sulli tekur viku+ að loka einhverri beiðni fyrir ADSL Sjónvarp Símans var ég í Símanum við 8007000 að ég held svona 20 sinnum í gær og í dag og þurfti að reyna pulla strengi hjá fólki sem ég þekki innan Símans til að geta fengið áskriftina mína ofan á þetta ).

Ég er ekki að taka eftir þessu Torrent blocki, ég er að nota protocol encryption eins og ég hef alltaf gert og er að nota Vuze ( áður Azureus ) jafnframt hef ég verið að sækja af Usenet og fæ alltaf fullan hraða þar ( mínus TV, synca á 14 Mb/s ( er með 8 Mb/s tengingu ) vegna TV''s ( aukamyndlykill ) ).

Allavega þrátt fyrir að mér finnst þetta 30 daga tímabil algjört BS þá fannst mér eitt sem mér finnst svo sem ágætt að benda á, þar sem ég hef ekki alveg lesið alla pósta og veit ekki hvort að það hefur verið nefnt hérna er að Síminn hætti loksins þessu B.S. sínu að mæla upphal líka. Sem sagt bara verið að mæla niðurhal, þetta veitir mér næstum því endalausa hamingju þar sem að þá ætla ég aftur að hætta með Usenet ( ég basicly sæki í bara þætti og ekkert annað og fæ þetta allt frá BitMeTv ). Ég var alltaf að neglast uppí þetta anskotans þak vegna þess að ég var alltaf að uploada alltof miklu.

Ennfremur vegna þess að ég er með ISDN línu og get ekki verið með ADSL án Heimasíma og tími ekki að fá mér analog línu aftur ( var fyrir faxið sem er núna bara á aukanúmeri og virkar fínt á ISDNinu ) að þá þurfti ég að losa mig við elskulega Ciscoinn minn sem þið hafið séð til sölu hérna. Og vill ennfremur lýsa ánægju minni með ST585v6i routerinn sem er búinn að vera standa sig ágætlega :) ( þótt hann sé enginn Cisco ).

Langaði aðallega að koma því frá mér :) Og já ég er á því að Síminn sé skítskástur :) ( fæ allavega yfirleitt rétta reikninga og get skoðað ALLT á þjónustuvefnum, sem er hreinlega það besta sem Síminn býður uppá )



Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf Saber » Þri 05. Maí 2009 01:28

depill skrifaði:Jæja eftir að hafa fengið 3 reikningin frá Vodafone uppá yfir 300 ( frá sem sagt 340 - 812 ) þúsund krónur


Shite! Gætirðu deilt einhverjum nánari upplýsingum um þetta? Var ekkert cap í gangi hjá þér?


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf depill » Þri 05. Maí 2009 10:43

janus skrifaði:
depill skrifaði:Jæja eftir að hafa fengið 3 reikningin frá Vodafone uppá yfir 300 ( frá sem sagt 340 - 812 ) þúsund krónur


Shite! Gætirðu deilt einhverjum nánari upplýsingum um þetta? Var ekkert cap í gangi hjá þér?


Ég sem sagt var með auka /29 subnet hjá Vodafone ( og hef verið alltaf þegar ég er hjá Vodafone ) og ákvað að fá það aftur þar sem ég ætlaði jafnvel að taka póstþjóninn minn heim ( en er í staðinn með hann í hýsingu í vélarsal ). Anyhows, þetta net er á vitlausum "subbi" og þar með vitlausum reikningi og fellur ekki undir þakið. Okey ég get skilið það, það er ok. En þegar ég er búinn að heyra 3 sinnum að þeir ætli að græja þetta og þetta gerist aldrei aftur þá ÆL.

Lenti í svipuðu vandamáli með þá í GPRS gagnamagni ( ekki jafn hátt samt ) á síðasta ári. Vodafone þarf virkilega að fara taka til hjá sér í reikningum, þeir virkilega sucka.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf GuðjónR » Þri 05. Maí 2009 14:09

depill skrifaði:Vodafone þarf virkilega að fara taka til hjá sér í reikningum, þeir virkilega sucka.

Depill, varstu ekki búinn að sjá þennan? Þarna hétu þér "Íslandssími" þannig að lítið hefur breyst á 6 árum!
Viðhengi
8.1.2003 22-22-36.jpg
8.1.2003 22-22-36.jpg (44.98 KiB) Skoðað 2741 sinnum




bandi
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 12. Jan 2009 19:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf bandi » Þri 05. Maí 2009 15:50

depill skrifaði:Jæja eftir að hafa fengið 3 reikningin frá Vodafone uppá yfir 300 ( frá sem sagt 340 - 812 ) þúsund krónur að þá gafst ég upp á þeim að þeir gætu gert reikninga. Og í dag kláraðist mitt 3 vikna ferli að komast yfir til Símans með allt. Og bætti meiri segja í miðað við síðast og fékk með aukamyndlykil frá Símanum. Frekar ánægður með það.

Flest allt hefur gengið mjög vel fyrir utan að loka þessum fjandans beiðnum ( sem sagt vegna þess að einhver sulli tekur viku+ að loka einhverri beiðni fyrir ADSL Sjónvarp Símans var ég í Símanum við 8007000 að ég held svona 20 sinnum í gær og í dag og þurfti að reyna pulla strengi hjá fólki sem ég þekki innan Símans til að geta fengið áskriftina mína ofan á þetta ).

Ég er ekki að taka eftir þessu Torrent blocki, ég er að nota protocol encryption eins og ég hef alltaf gert og er að nota Vuze ( áður Azureus ) jafnframt hef ég verið að sækja af Usenet og fæ alltaf fullan hraða þar ( mínus TV, synca á 14 Mb/s ( er með 8 Mb/s tengingu ) vegna TV''s ( aukamyndlykill ) ).

Allavega þrátt fyrir að mér finnst þetta 30 daga tímabil algjört BS þá fannst mér eitt sem mér finnst svo sem ágætt að benda á, þar sem ég hef ekki alveg lesið alla pósta og veit ekki hvort að það hefur verið nefnt hérna er að Síminn hætti loksins þessu B.S. sínu að mæla upphal líka. Sem sagt bara verið að mæla niðurhal, þetta veitir mér næstum því endalausa hamingju þar sem að þá ætla ég aftur að hætta með Usenet ( ég basicly sæki í bara þætti og ekkert annað og fæ þetta allt frá BitMeTv ). Ég var alltaf að neglast uppí þetta anskotans þak vegna þess að ég var alltaf að uploada alltof miklu.

Ennfremur vegna þess að ég er með ISDN línu og get ekki verið með ADSL án Heimasíma og tími ekki að fá mér analog línu aftur ( var fyrir faxið sem er núna bara á aukanúmeri og virkar fínt á ISDNinu ) að þá þurfti ég að losa mig við elskulega Ciscoinn minn sem þið hafið séð til sölu hérna. Og vill ennfremur lýsa ánægju minni með ST585v6i routerinn sem er búinn að vera standa sig ágætlega :) ( þótt hann sé enginn Cisco ).

Langaði aðallega að koma því frá mér :) Og já ég er á því að Síminn sé skítskástur :) ( fæ allavega yfirleitt rétta reikninga og get skoðað ALLT á þjónustuvefnum, sem er hreinlega það besta sem Síminn býður uppá )



Bara að spá í þessu... Afhverju heldur fólk að Síminn hafi verið að mæla upphal líka? Veistu hvenær þetta átti að vera?



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf emmi » Þri 05. Maí 2009 15:56

Þeir hafa alltaf verið svona hvað varðar reikningana eins lengi og ég man eftir. ;)



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf Gúrú » Þri 05. Maí 2009 15:56

bandi skrifaði:Bara að spá í þessu... Afhverju heldur fólk að Síminn hafi verið að mæla upphal líka? Veistu hvenær þetta átti að vera?


Vegna þess að það stóð í skilmálunum þeirra.


Modus ponens


bandi
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 12. Jan 2009 19:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf bandi » Mið 06. Maí 2009 12:47

Gúrú skrifaði:
bandi skrifaði:Bara að spá í þessu... Afhverju heldur fólk að Síminn hafi verið að mæla upphal líka? Veistu hvenær þetta átti að vera?


Vegna þess að það stóð í skilmálunum þeirra.



Ég hef nokkuð góðar heimildir fyrir því að þetta hafi aldrei verið gert, þótt það hafi staðið einhversstaðar :P




zzz179
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Lau 23. Ágú 2008 12:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf zzz179 » Fim 07. Maí 2009 00:58

Hérna ég er líka hjá símanum og sótti bara Bitcomet og þá virkar þetta fínt kanski ekki jafn gott og utorrent en samt

Síminn er alltaf að skíta sig,Þeir breyta hámarki fyrir erlent niður hal reglulega og er ekki smá hægir ekkert nema vesen.Er e-h betra hjá vodafone,Tal eða e-h öðru ?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf depill » Fim 07. Maí 2009 08:25

bandi skrifaði:
Gúrú skrifaði:
bandi skrifaði:Bara að spá í þessu... Afhverju heldur fólk að Síminn hafi verið að mæla upphal líka? Veistu hvenær þetta átti að vera?


Vegna þess að það stóð í skilmálunum þeirra.



Ég hef nokkuð góðar heimildir fyrir því að þetta hafi aldrei verið gert, þótt það hafi staðið einhversstaðar :P


Ég hef nokkuð góða reynslu af því að þetta hafi verið gert. Þar sem ég var að keyra Vuze(Azureus) allan daginn með alltaf 20 torrent uppi á móti BitMeTV, þarf af 10 season packa sem voru niðurhalaðar frekar vel. Svo fór ég í frí og disableaði RSS feed filterinn svo að það væri ekki allt í rugl þar sem ég þarf alltaf að henda út nokkrum fileum til að fara ekki upp yfir 20 skrár.

Samt lenti ég í þakinu, ennfremur tekur maður auðveldlega eftir þessu þegar maður ber saman sínar eigin tölur ( var að taka netflow af ciscoinum mínum ) og svo tölur Símans á þessu tímabili ( var byrjaður að taka vel eftir þessu og fylgjast með eftir Október breytingarnar sem breyttu þessu mjög illa ).

Þannig ég hef nokkuð góða reynslu og þetta var gert :)




jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf jonfr » Þri 12. Maí 2009 18:06

Góðan dag.

Ég er búinn að kvarta undan þessu til Neytendastofu, þeir ákváðu síðan að senda það erindi til Póst og Fjarskiptastofnunar. Ef fleiri eru með grunsemdir um p2p block eða aðra ólöglega viðskiptahætti fjarskiptafyrirtækjanna á Íslandi, þá hvet ég ykkur til þess að senda Neytendastofu tölvupóst með upplýsingum. Þeir koma þessu síðan til þeirra aðila sem rannsaka málin, eða rannsaka þau sjálfir ef við á.

Ég er hjá Símanum (var hjá Vodafone, lenti í veggnum þeirra. Sagði Vodafone að það væri samningsbrot og sagði bless) og hef orðið var við þetta torrent block hjá þeim.

Kveðja.
jonfr




jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf jonfr » Þri 30. Jún 2009 17:38

Þetta er kominn inná borð P&S eftir kvörtun hjá mér. Núna þarf ég að staðfesta að ég vilji kvarta opinberlega yfir þessu, eða ekki. Mér þætti gott að fá að vita hvort að fólk hafi verið að lenda í svona torrent capi án þess að vera búið með niðurhalskvótann.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf GuðjónR » Mið 01. Júl 2009 17:25

jonfr skrifaði:Þetta er kominn inná borð P&S eftir kvörtun hjá mér. Núna þarf ég að staðfesta að ég vilji kvarta opinberlega yfir þessu, eða ekki. Mér þætti gott að fá að vita hvort að fólk hafi verið að lenda í svona torrent capi án þess að vera búið með niðurhalskvótann.


Ójá...ég hef ekki náð kvóta í marga mánuði en er alltaf í einhversskonar cappi, þegar netið er cap-free þá nær maður 120kbs með BESTA móti! = 1/10 af þeim hraða sem maður er að kaupa.




jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Pósturaf jonfr » Mið 01. Júl 2009 21:49

Ég staðfesti í dag kvörtunina. Þá á ég við að P&S tæki þetta til opinberrar meðferðar. Þetta mun taka einhverntíma þangað til að niðurstaða fæst í þetta, ég mun leyfa fólki að fylgjast með hvað kemur útúr þessu.