Tölva gefur frá sér skrítin "fuglahljóð"


Höfundur
Filipus
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 18. Mar 2009 13:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Tölva gefur frá sér skrítin "fuglahljóð"

Pósturaf Filipus » Mið 18. Mar 2009 13:47

Góðan dag, byrjandi hér,

Ég var að spá hvort það leyndist hér einhver snillingur sem gæti hjálpað mér við að finna
út hvað gæti orsakað svona hljóði og hvernig hægt sé að laga þetta.
Tölva frænku minnar í Svíþjóð er farin að gefa frá sér skrýtin hljóð, stanslaust suð og svo
af og til eitthvað hljóð sem minnir helst á fuglatíst, ath. þetta kemur í hátölurun/heyrna-
tólunum en ekki sjálfri tölvunni.
Hún lét eitthvað malware-forrit skanna tölvuna og eyða einhverjum trojans sem voru á
henni en ég er ekki viss hvort allt hafi farið :? .
Kannast einhver hér við svona?
Á hún kannski að fá sér einhverja nýja vírusvörn til að skanna aftur og eyða? (hvaða fríu
vírusvörn mæliði með þá?)
Vitið þið nokkuð hvort þetta gæti jafnvel verið tengt vélbúnaðinum?
Að lækka einfaldlega eða slökkva á hljóðinu kemur auðvitað ekki til greina því hún notar
tölvuna næstum bara til að tala við pabba sinn eða hlusta á íslenskt útvarp.


kkv, og fyrirfram þakkir,
Filipus




mattiorn
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Fim 12. Mar 2009 11:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölva gefur frá sér skrítin "fuglahljóð"

Pósturaf mattiorn » Mið 18. Mar 2009 14:15

af minni reynslu að dæma þá er langbest að formatta tölvuna eftir að vírus hefur komist í hana :)




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Tölva gefur frá sér skrítin "fuglahljóð"

Pósturaf JReykdal » Mið 18. Mar 2009 14:33

Kemur "fuglatístið" þegar að þú hreyfir músina eða lætur tölvuna vinna eitthvað?


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Höfundur
Filipus
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 18. Mar 2009 13:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölva gefur frá sér skrítin "fuglahljóð"

Pósturaf Filipus » Mið 18. Mar 2009 14:46

Hún treystir sér ekki í að formatta hana(mældi líka með því) vegna þess að hún er með
einhverjar myndir útum allt á henni sem hún vill ekki tapa.
"Fuglatístið" kemur bara um leið og tölvan er búin að ræsa sig, á vírusvörninni sem hún
var með, ef hún opnaði hana og færði músina yfir því þá kom líka eitthvað skrun hljóð.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Tölva gefur frá sér skrítin "fuglahljóð"

Pósturaf CendenZ » Mið 18. Mar 2009 14:47

Þá er þetta klárlega lélegt onboard hljóðkort og lausnin er að fá sér hljóðkort.




Höfundur
Filipus
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 18. Mar 2009 13:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölva gefur frá sér skrítin "fuglahljóð"

Pósturaf Filipus » Mið 18. Mar 2009 15:24

CendenZ skrifaði:Þá er þetta klárlega lélegt onboard hljóðkort og lausnin er að fá sér hljóðkort.


Ok, einhver annar sem ég spurði stakk uppá lélegum hörðum disk, en helduru að þetta sé alveg pottþétt hljóðkortið (held að þetta sé eitthvað innbyggt í móðurborðið hjá henni sem er ASUS)




Höfundur
Filipus
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 18. Mar 2009 13:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölva gefur frá sér skrítin "fuglahljóð"

Pósturaf Filipus » Mán 23. Mar 2009 13:11

CendenZ skrifaði:Þá er þetta klárlega lélegt onboard hljóðkort og lausnin er að fá sér hljóðkort.


Hún fékk sér nýtt hljóðkort og allt komið í lag, takk kærlega fyrir hjálpina!