Pakkatap á Vista????


Höfundur
pezti
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Fös 08. Feb 2008 11:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pakkatap á Vista????

Pósturaf pezti » Fös 20. Feb 2009 23:37

ÉG var að uppfæra í Vista Business 64bit á nýjutölvunni minni. Ég er með Gigabyte S775 GA-EP45-UD3R móðurborð með GB lan korti og er að nota Zyxel Prestige 660 HW-61 ADSL router. Þetta lýsir sér þannig að þegar tölvan er búin að vera í gangi í smá tíma þá fer að bera á töpuðum pökkum á milli tölvu og routers, kannski 10% sem bara skilar sér ekki. Þetta veldur því að öll netumferð út er mjög hæg og ég get ekki streymt yfir netið hérna heima á milli tölva. Ég er búinn að google-a þetta en finn ekkert nýtt um þetta og ekkert sem gefur nein svör. Er einhver hér sem kannast við þetta ?



Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1310
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Pakkatap á Vista????

Pósturaf viddi » Lau 21. Feb 2009 14:56

Spurning hvort þú sért í sama vandamáli og ég, er með sama router og hann er að hegða sér þannig að þegar hann hitnar þá byrjar að koma pakkatap og svo verður bara limited connection á endanum og ekkert samband við hann, ég er búinn að ná að halda sambandinu í lagi núna með því að láta serverinn minn pinga stanslaust á routerinn og það er að virka :) svo bara fara og fá nýjan router eftir helgi.



A Magnificent Beast of PC Master Race


Höfundur
pezti
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Fös 08. Feb 2008 11:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Pakkatap á Vista????

Pósturaf pezti » Lau 21. Feb 2009 15:13

viddi skrifaði:Spurning hvort þú sért í sama vandamáli og ég, er með sama router og hann er að hegða sér þannig að þegar hann hitnar þá byrjar að koma pakkatap og svo verður bara limited connection á endanum og ekkert samband við hann, ég er búinn að ná að halda sambandinu í lagi núna með því að láta serverinn minn pinga stanslaust á routerinn og það er að virka :) svo bara fara og fá nýjan router eftir helgi.


Já ég var einmitt að spá hvort þetta væri routerinn en ég prófaði þetta af annarri tölvu sem er með XP sett upp og þar lendi ég ekki í neinu pakkatapi. En það er spurning að fá sér bara nýjan router. Það hefur svo sem verið planið í nokkurn tíma. Þetta dót sem ég er með núna dregur ekki rassgat fyrir þráðlaust. Það er nánast þannig að ef maður er ekki sama herbergi og routerinn þá missir maður samban við hann. Hafið þið einhver ráð varðandi kaup á þráðlausum ADSL router? Hvað er best, hvað er hagkvæmast, hvar fær maður mesta "bangið fyrir bökkinn" eins og sagt er?



Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1310
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Pakkatap á Vista????

Pósturaf viddi » Lau 21. Feb 2009 15:32

Hef eitthvað verið að spá hvernig nýju Zyxel routerarnir séu að standa sig td þessi: http://www.att.is/product_info.php?cPath=39_72&products_id=4638
ætti að draga eitthvað þráðlaust með 2x loftnet og stuðning fyrir draft-n



A Magnificent Beast of PC Master Race

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Pakkatap á Vista????

Pósturaf Gúrú » Lau 21. Feb 2009 17:13

viddi skrifaði:Hef eitthvað verið að spá hvernig nýju Zyxel routerarnir séu að standa sig td þessi: http://www.att.is/product_info.php?cPath=39_72&products_id=4638
ætti að draga eitthvað þráðlaust með 2x loftnet og stuðning fyrir draft-n


Var að fá þennan hjá Vodafone og þessi tvö loftnet eru bara 1.8dBI hvort, spurning um að fá sér tvö svona með ef að þú ætlar að fá þér hann.


Modus ponens

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1899
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Pakkatap á Vista????

Pósturaf emmi » Lau 21. Feb 2009 17:34

Er platan bakvið routerinn í kringum ethernet portin svört eða gul? Ef þau eru svört þá ertu með eldgamla týpu. 660HW-D1 týpan er sú nýjasta og með betra þráðlausu neti.




Höfundur
pezti
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Fös 08. Feb 2008 11:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Pakkatap á Vista????

Pósturaf pezti » Sun 22. Feb 2009 12:36

Gúrú skrifaði:
viddi skrifaði:Hef eitthvað verið að spá hvernig nýju Zyxel routerarnir séu að standa sig td þessi: http://www.att.is/product_info.php?cPath=39_72&products_id=4638
ætti að draga eitthvað þráðlaust með 2x loftnet og stuðning fyrir draft-n


Var að fá þennan hjá Vodafone og þessi tvö loftnet eru bara 1.8dBI hvort, spurning um að fá sér tvö svona með ef að þú ætlar að fá þér hann.

Hvað varstu rukkaður mikið fyrir þennann hjá Vodafone? Ég er þar og ef maður fær hann e-ð ódýrara hjá þeim þá er það alveg inni í myndinni.

emmi skrifaði:Er platan bakvið routerinn í kringum ethernet portin svört eða gul? Ef þau eru svört þá ertu með eldgamla týpu. 660HW-D1 týpan er sú nýjasta og með betra þráðlausu neti.

Passar, platan aftan á routernum er svört.

Spurning að prófa nýjan router, eða bara losa sig við Vista. Það hefur ekki verið neitt nema vesen hjá mér síðan ég setti það upp :evil:



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Pakkatap á Vista????

Pósturaf Gúrú » Sun 22. Feb 2009 13:41

pezti skrifaði:
Gúrú skrifaði:
viddi skrifaði:Hef eitthvað verið að spá hvernig nýju Zyxel routerarnir séu að standa sig td þessi: http://www.att.is/product_info.php?cPath=39_72&products_id=4638
ætti að draga eitthvað þráðlaust með 2x loftnet og stuðning fyrir draft-n


Var að fá þennan hjá Vodafone og þessi tvö loftnet eru bara 1.8dBI hvort, spurning um að fá sér tvö svona með ef að þú ætlar að fá þér hann.

Hvað varstu rukkaður mikið fyrir þennann hjá Vodafone? Ég er þar og ef maður fær hann e-ð ódýrara hjá þeim þá er það alveg inni í myndinni.


Frítt, var með einhvern bindisamning og á að fá frían router hjá þeim, karl í þjónustuveri var búinn að lofa mér honum, mæti þarna með routerinn minn, karlinn segir blablabla 2490 kr ég garga "Kostar fríi routerinn minn 2490?!?!" og hann fer í hljóði og sækir router handa mér.

Frítt.

Þetta er að vísu af því að ég er með ljósleiðara tengingu uppá 50Mb en fv. routerinn var bara með 20Mb throughput.


Modus ponens