Jæja félagar,
Núna er það svart. Haldiði að ferðavélin hafi ekki skyndilega tekið upp á því að birta láréttar línur í nánast öllum videoum sem eru spiluð á henni. Kom bara uppúr þurru einn daginn. Reyndar kemur þetta ekki fram á youtube né quicktime en nánast öllum öðrum formötum sem ég hef prófað (divx, xvid, mpeg2).
Kannski er þetta Guð að segja manni að nú eigi ég - í miðri kreppunni - að gera mitt til þess að örva efnahagslífið með því að kaupa mér aðra ferðavél, en ég trúi nú ekki á svoleiðis.
Semsagt:
- kemur í öllum .avi formötum
- kemur fram bæði í wmp og vlc
- byrjar upp úr þurru fyrir ca. viku
Ég er búinn að:
- ná í nýjasta k-lite pakkann
- uppfæra skjákortsdriverana (vitiði hvað er mikið mál að finna drivera fyrir vél sem er framleidd árið 2000?)
- skoða nánast allar stillingar sem mér dettur í hug að hafi áhrif á þetta
Ég er eiginlega að komast á það stig að setja vélina aftur upp þar sem ég er farinn að hallast að því að þetta sé stýrikerfistengt (held að xp hafi verið sett upp síðast þegar diskurinn hrundi 2004). En að sjálfsögðu er það síðasta sort að leysa vandamálin svoleiðis.
Einhverjar hugmyndir áður en ég fer í enduruppsetningu?
(ís í verðlaun fyrir þann sem kemur með lausn sem virkar)
Línur í wmp og vlc
-
- has spoken...
- Póstar: 171
- Skráði sig: Lau 24. Jún 2006 10:19
- Reputation: 2
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Línur í wmp og vlc
Hlýtur eiginlega að tengjast codecum.
Fyrst að flash virkar hjá þér þá er það eiginlega það eina sem mér dettur í hug.
Henda út spilurum og setja þá inn aftur. Svona það sem mér dettur fyrst í hug.
Starta vélinni af cd t.d. ubuntu live og prófa spilarann sem er þar.
Þá sést hvort þetta er vélbúnaðartengt, en ég hef eiginlega ekki mikla trú á því.
Setja skjákortsdriver inn aftur (henda honum og keyra setup aftur).
Bara svona nokkrar hugmyndir til að byrja á.
Fyrst að flash virkar hjá þér þá er það eiginlega það eina sem mér dettur í hug.
Henda út spilurum og setja þá inn aftur. Svona það sem mér dettur fyrst í hug.
Starta vélinni af cd t.d. ubuntu live og prófa spilarann sem er þar.
Þá sést hvort þetta er vélbúnaðartengt, en ég hef eiginlega ekki mikla trú á því.
Setja skjákortsdriver inn aftur (henda honum og keyra setup aftur).
Bara svona nokkrar hugmyndir til að byrja á.