Ég var að reyna losna við þetta lagg sem stafar af því að vista er að skoða reglulega hvaða þráðlausu-net hún finnur í kringum sig. Ég hef lesið mér svoldið til um þetta og það er víst bara ekki fídus í stýrikerfinu sjálfu sem leifir manni að slökkva á þessu án þess að einfaldlega drepa á netinu. Þannig mér datt í hug að reyna finna forrit sem drepur þetta.
Ég fann eitt forrit sem kallast Vista Anti-Lag og átti það að vera besta lausnin. En ég er svo óheppinn að vera einn þeirra sem getur ekki nýtt sér þetta forrit einfaldlega vegna þess að það virkar ekki. Er einhver hér á bæ sem er með lausn á þessum vanda eða getur kannski upplýst mig um eitthvað sem basic google leit hefur ekki getað bjargað ?