Vista í Xp


Höfundur
omare90
Nörd
Póstar: 104
Skráði sig: Lau 03. Maí 2008 20:02
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vista í Xp

Pósturaf omare90 » Þri 13. Jan 2009 15:28

ég er með eitt stykki Dell Inspiron 1520 sem ég er að reyna að færa úr Vista yfir í XP en þegar ég er að keyra Setupið kemur hún alltaf með þá villubendingu að hún finni enga harða diska á vélinni. C drifið á henni er skipt uppi fjórar partition semsagt , ein recovery , ein fyrir stýrirkerfið og svo tvær sem er ekkert á og ég tók bara eftir þegar ég fór í Disk management . Ef einhver hefur eitthvað ráð fram að færa þá endilega að commenta , ég sjálfur er fresh out of ideas :(

Kv Ómar :=)


Gigabyte GA-P35-DS3L - E2180 @ 2.00 GHz - 2x 1GB GeIL DDR2-800MHz - ATI Radeon R4650 - Samsung Syncmaster 203b - WD 640GB-sata - 2x200gb-ide - Samsung Superwrite Master - Logitech Elite - Logitech G500 mús - Logitech Rumblepad 2

Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 43
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Vista í Xp

Pósturaf gRIMwORLD » Þri 13. Jan 2009 15:47

Þarft hugsanlega að fara í bios og stilla SATA controllerinn í "Compatible mode" eða hvað sem það heitir í Dell vélum

Sel það ekki dýrar...en ég hef þurft að gera þetta oft á Lenovo vélum.


IBM PS/2 8086


TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vista í Xp

Pósturaf TechHead » Þri 13. Jan 2009 17:33

XP uppsetningarálfurinn "þekkir ekki" harðadisks stýringuna á móðurborðinu og finnur þarafleiðandi engann harðann disk.

Þú þarft að verða þér útum USB tengt floppy drif og útbúa floppy disk með reklum til að geta látið XP uppsetninguna auðkenna diskstýringuna í tölvunni.

Samkvæmt stuttri Google leit þá inniheldur þessi tölva "Intel 965" kubbasett og því ættir þú að geta notað þetta tól: http://downloadcenter.intel.com/Detail_Desc.aspx?agr=Y&ProductID=2800&DwnldID=17269&strOSs=44&OSFullName=Windows*%20XP%20Professional&lang=eng til að búa til floppy diskettu með réttu reklunum.

Svo þegar XP uppsetningarálfurinn er að ræsa upp þá ýtiru á "F6" hnappinn í upphafi uppsetningar (stendur neðst á skjánum í byrjun uppsetningar hvort þú viljir hlaða upp auka reklum)

Því næst veluru ICHR SATA rekilinn af diskettunni og heldur áfram uppsetningu.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Vista í Xp

Pósturaf lukkuláki » Þri 13. Jan 2009 17:53

Getur sloppið við það að fá þér floppy drif ef þú ferð í BIOS (F2 í startup) Þegar DELL logoið er.
Velur þar Onboard devices og svo Flash Cache Module setur það á OFF síðan ferðu í SATA Operation og velur ATA
Síðan ætti þetta allt að ganga með XP diskinum.

Ef ekkert gengur þá er þér velkomið að hafa samband ég á 2 svona vélar


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.