machinehead skrifaði:Hvaða kjaftæði er þetta, eru hin fyrirtækin að plana eitthvað svipað? Ef ekki þá hika ég ekki við að segja upp áskriftinni hjá símanum!!!
Vodafone byrjaði á þessu, það er nottulega 0% samkeppni milli Vodafone og Símans og hefur ekki verið lengi, venjulega munar þetta svona 5 - 10 kr Vodafone í vil ( ekki regla, en svona venjulega )
emmi skrifaði:Kæmi mér ekkert á óvart þó að símafyrirtækin hafi minnkað erlendu pípurnar til að spara pening.
Virðist sem að Síminn sé ekki búinn að þessu, en ef heldur sem horfir að gengið haldist í svipuðum punkti og það er núna, þá gefur það augaljós að þeir muni þurfa borga meira fyrir minna. Þeir hafa samt hag að því að hafa erlendis pípuna sem allra stærsta í byrjun árs 2009 þegar DANICE kemur inn, þar sem að þau fá sama magn á DANICE án aukagjalds.
CendenZ skrifaði: Hvenær skyldi nýtt fjarskiptafyrirtæki koma á markaðinn með sitt eigið grunnneti ? ..aldrei ?
Fer eftir hvað þú skilgreinir sem grunnet, ef þú meinar fer að leggja koparvíra inní hús, jamm aldrei. Gagnaveita Reykjavíkur er byrjuð að leggja ljósleiðara í heimili ásamt Gagnaveitu Skagafjarðar ( b.t.w bæði þessi fyrirtæki out-sourca rekstur sinna grunneta til Sensa dótturfyrirtækis Símans, sem er vægast sagt fáranlegt ).
Hins vegar á Vodafone þannig séð alveg sitt eigið grunnet, reka sínar eigin "símstöðvar" í hýsingum Mílu, Míla var klárlega gott stökk. Ennfremur átti Hive sínar eigin símstöðvar. Hins vegar sýnir þetta kannski hvað HIVE var mikilvægt á þessum markaði þótt að þeir gerðu alls ekki allt rétt, en um leið og þeir fóru ( eða réttara sagt Teymi keypti það og innlimiða tækni og burðarnet Hive inní Vodafone ) gerðist það sem fólk óttaðist, ótakmarkað niðurhal hvarf og gagnamagn til einstaklinga var skorið all hressilega niður, kæmi mér ekkert hrikalega á óvart ef þeir myndu skera niður aftur..... og jafnvel hækka verðskránna sína.
Núna stendur það eftir að það er eitt "sím"fyrirtæki sem er með 80 GB niðurhal og svo cap, það er Tal, ég veit ekki hvort að Tal muni minnka gagnamagnið sitt í 40 GB eins og hinir. Mér finnst eiginlega líklegra að Tal muni halda þessu uppi, og svo lýsa yfir alvarlegum fjárhagslegum vanda eða einhverju svipuðu b.s. til Póst og fjar svo að Póst og fjar og samkeppnisstofnun muni leyfa Vodafone að merga það inní sig eða fá að kaupa customer baseinn inní Vodafone. Ég ætla að vona að Póst og fjar og samkeppnisstofnun muni hindra þannig bull og í staðinn muni láta Tal fara þá bara í gjaldþrot og leyfa customer basenum að fara það sem hann vill, eini gallinn við þetta að það gæti komið upp svipuð staða og gerðist með EasyMobile að númer festist, en það ætti ekki að gerast vegna reglna um HÍN.
Svo að lokum verður fróðlegt að sjá með NOVA, er ekki að skila hagnaði ( kannski ætti ekki ) en kæmi mér ekki á óvart að væri með lán hjá Landsbankanum, veit ekki með viðskiptaáætlun væntanlega er hún farin út í veður og vind vegna breytinga í efnahagslífinu.
Ég held að röðin á hversu tæp fyrirtæki eru að hverfa sé
1. Tal
2. NOVA
3. Vodafone
4. Síminn ( vegna þess að ég held að ef Exista / Skipti fari í gjaldþrot, eigi annað hvort útlendingar eftir að kaupa þetta frekar verðmæta fyrirtæki eða ríkið þjóðnýti það ef að hin öll fóru á undan ).