Við hjá TAL erum raun ekki að "takmarka" niðurhal, heldur vörum við aðeins við ef farið er yfir 80GB á 30 dögum vegna þess að slík notkun telst sem truflun á þjónustu annara notenda.
Við stöðvum heldur aldrei niðurhal eða tengingar, heldur er í versta falli farið í heftun á hraða, sé farið ítrekað yfir 80GB á mánuði.
Það er ekki fyrirhugað að breyta þessu fyrirkomulagi á næstunni.
Ég sendi þetta á móti:
Ég skil alveg að þetta sé takmarkað að einhverju leyti og það er ágætt.
Hinsvegar hef ég ítrekað verið að lenda í verulegum takmörkunum hjá ykkar helsta keppinaut og það er af því að ég fer yfir 20 gb á viku. Nú á hinsvegar að breyta því og það á að takmarka mig eftir 10 gb á viku.
Þetta er auðvita frekar mikil afturför í fjarskiptum finst mér.
Fyrir "ungt" fyrirtæki eins og Tal held ég að þið gætuð rakað að ykkur viðskiptavinum með að vera ekki með svona vitleysu eins og hin símafyrirtækin (vera að lækka erlenda gagnamagnið hjá manni og láta mann borga það sama fyrir).
Allavega, vildi ég bara vekja athygli ykkar á þessu (þetta er einn af punktumum af hverju fólk ætti að verða viðskiptavinir ykkar).
Ég er hef einnig vakið athygli á þessu á netinu og vona að það skili árangri.
Fyrir mitt leyti mun ég flytja viðskipti mín til ykkar í næstu viku og veit ég að margir munu gera slíkt hið sama.
Vonandi breyta þeir þessu ekki hjá sér, þá þarf maður að gera eitthvað ennmeira úr þessu