Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?


Höfundur
Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf Harvest » Lau 25. Okt 2008 19:36

Sælir félagar

Ég fékk bréf frá Símanum núna í dag þar sem þeir ætluðu ítrekað að þjappa í viðskiptavini sína.

Hér kemur bréfið:


Ágæti viðskiptavinur
Síminn mun gera breytingar á skilmálum Internetþjónustu frá og með 1. nóvember næstkomandi.

Breytingin felur í sér að fari gagnamagn erlendis frá yfir 10 GB á sjö sólarhringum, í stað 20 GB áður, áskilur Síminn sér rétt til að lækka tímabundið hraða tengingarinnar til útlanda. Síminn tilkynnir viðskiptavinum sínum um slíkar takmarkanir með tölvupósti. Breytingin tekur til skilmála númer 14, en hægt er að nálgast þá á heimasíðu Símans: http://www.siminn.is/servlet/file/Skilm ... C_ENT_ID=8

Eins mun þakið í áskriftarleiðunum Góður og Betri hækka úr 7.500 í 8.500 kr. frá og með 1.desember nk. Samanlagður kostnaður áskriftar og umfram niðurhals fer því ekki yfir 8.500 kr.

Kveðja,
starfsfólk Símans



Ég veit að nú eru breyttir tímar og allt það. En upphaflega þegar ég keypti þessa tengingu 2006 kostaði hún 5000kr og ég gat niðurhalað ENDALAUST! Án þess að vera cappaður.

Ef þið hafið lent í að vera cöppuð af þessum drullusokkum þá get ég sagt ykkur það að þið gætuð alveg eins náð í gamla innhringibúnaðinn og verið á netinu þannig.


Það sem ég gerði þegar ég sá þetta bréf var að ég sendi Vodafone og Tal bréf og spurði þá hvort þeir ætluðu líka að fara svona illa með mig ef ég kæmi yfir til þeirra - breyta bara samningnum eins og þeim hentar.


Einhver reynsla af Vodfone/Tal?


Já ég er bitur! Maður getur ekki endalaust tekið skít uppí görnina á sér.
Síðast breytt af Harvest á Mán 27. Okt 2008 11:41, breytt samtals 1 sinni.


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS


Frikkasoft
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Reputation: 6
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf Frikkasoft » Lau 25. Okt 2008 20:15

Ég er hjá vodafone, og þeir voru mjög nýlega að breyta sinni verðskrá. Í stuttu máli þá hækkuðu þeir allar áskrifaleiðirnar í 12mbps, en lækkuði þess í stað erlent hámarksdownload úr 80GB niðrí 40GB á mánuði. Já þetta er alveg ótrúlega lítið magn sem við Íslendingar þurfa nú að sætta okkur við. Ég las að Í USA þá var nýlega sett hámark á download (það var áður ekkert hámark) í 250GB á mánuði. Við stöndum okkur því langt langt að baki. 40GB á mánuði er bara sorglega lítið.

En þar sem ég var fyrir með 8mbps tengingu með 80GB hámarskdownload, þá fæ ég að halda því áfram. Nýjum viðskiptavinum býðst hins vegar ekki þessi pakki, og þurfa að sætta sig við 40GB á mánuði. Ef vodafone mun breyta áskrift minni, þá mun ég eins og þú hiklaust færa mig til einhvers annars sem býður upp á meira erlent download. En einhvernveginn held ég að allir muni lækka í 40GB, enda engin samkeppni á símamarkaði á íslandi frekar en öllu öðru.

En svona er amk staðan hjá vodafone...


i7-13700K | 64GB RAM | Asus ROG STRIX GeForce RTX 4090 OC | 2TB Firecuda | LINUX FOREVER

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf GuðjónR » Lau 25. Okt 2008 20:21

Hvar er samkeppnin á þessu skítaskeri?
Núna eru rumúLýður og hans Bakkabróðir að bæta sér upp tapið á exista.
Það virðist ekki nóg að setja skerið á hausinn, heldur þarf að nauðga þrælunum endalaust í ósmurt.

Skilmálar nr14:

Síminn áskilur sér rétt til að takmarka þjónustu til rétthafa tengingar, verði hann uppvís að síendurteknu
óhóflegu erlendu niðurhali sem hefur áhrif á tengingar annarra viðskiptavina. Í þessum efnum skal miðað
við að niður- eða upphal viðskiptavinar fari ekki umfram 10 gígabæti á 7 daga tímabili, óháð áskriftar- og
þjónustuleið hans. Fari notkun viðskiptavinar umfram nefnd mörk mun Síminn takmarka þjónustu hans
tímabundið og lækka hraða tengingar hans. Síminn mun tilkynna viðskiptavini samstundis um slíkar
þjónustutakmarkanir með tölvupósti. Bregðist viðskiptavinur ekki við þeim takmörkunum áskilur Síminn sér
rétt á því að takmarka þjónustu til viðskiptavinarins enn frekar.


Jahérna, þeir mæla upphalið líka !




Höfundur
Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf Harvest » Lau 25. Okt 2008 20:44

Þetta er alveg ótrúlegt.

Spurning að sýna samstöðu og senda Tal bréf um að hvetja þá til að lækka ekki þetta magn?

Þeir gætu grætt fullt af viðskiptavinum útá það.


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS

Skjámynd

Hjöllz
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 07:27
Reputation: 0
Staðsetning: Glued to my chair
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf Hjöllz » Lau 25. Okt 2008 20:52

Ég hef lent í því að verða takmarkaður hjá símanum, en ég er að spá...getur maður fengið sönnun fyrir því að maður sé að hafa áhrif á tengingu annarra...geta þeir sýnt manni að maður sé að taka hraða frá öðrum?



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf Daz » Lau 25. Okt 2008 20:54

Ef þetta er satt finnst mér þetta orðið fáránlegt. Núna þegar meira og meira af streymandi efni er komið á vefinn og hugbúnaður er bæði uppfærður og keyptur þar þá er það út í hött að fara að takmarka niðurhalið meira.

Þetta er mál sem mætti fjalla meira um, nóg annað á nú eftir að taka af okkur á næstu vikum.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf Daz » Lau 25. Okt 2008 20:56

Hjöllz skrifaði:Ég hef lent í því að verða takmarkaður hjá símanum, en ég er að spá...getur maður fengið sönnun fyrir því að maður sé að hafa áhrif á tengingu annarra...geta þeir sýnt manni að maður sé að taka hraða frá öðrum?

Þín notkun er notkun á bandvídd. Ef allir notendur væri sítengdir að fullnýta sínar tengingar, þá þyrfti síminn að kaupa nsi mikið meiri útlandabandvídd en þeir eiga í dag. (Ég gæti ímyndað mér að þeir þyrftu þá að stækka um 100-1000x)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf GuðjónR » Lau 25. Okt 2008 21:02

Þetta þýðir að notandi sem sækir 400mb á torrent og vill halda ratio 1:1 er í raun að missa 800mb af þessum kvóta sem hét fyrir ári síðan "ótakmarkaður"



Skjámynd

Hjöllz
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 07:27
Reputation: 0
Staðsetning: Glued to my chair
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf Hjöllz » Lau 25. Okt 2008 21:39

Ég skil vel að þeir vildu takmarka mig, tók alveg 40gb á einni viku....og veit vel að við erum lítið land...en stundum fara þessi fyrirtæki í taugarnar á manni...en auðvitað verður maður að horfa á þetta frá þeirra sjónarmiði líka



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf jonsig » Lau 25. Okt 2008 21:40

Vinir vinir , er spurningin svona flókin ? vitiði NEI . sko má ég benda ykkur á að , árið 2005 var einkaaðilum gefinn síminn á silfur fati , Grunn netið sem hefur tekið óra mörg ár að leggja + síman á 50miljarða =D> ,,,,, þessir 50 miljarðarðar voru fengnir mjög svo líklega með lánum , og sá sem á grunn netið þarf að borga það einhverntíman :) Stór kall hjá Vodafone sagði mér að Míla (eitthvað leppa fyrirtæki) er að pressa á þá með að hækka leiguna á grunn netinu . það þarf ekkert að bæta neitt í kringum það en þó er ljóst að það er alltaf hægt að blóðmjólka okkur neytendur aðeins meira.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf GuðjónR » Lau 25. Okt 2008 21:42

En að takmarka og rukka fyrir Upload...hversu lélegt er það!



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf jonsig » Lau 25. Okt 2008 21:45

Ef ég væri með 50miljarða lán fyrir svona einokunnar kusu , + siðlaus . þá mundi ég bara orka eins og ég gæti , svo erum við bara að tala um íslendinga sem segja aldrei neitt ,né gera . því þeir eru fastir í vinnunni að vinna fyrir gróðanum mínum :twisted:

Að rukka fyrir upload er mjög sniðugt , því þá losna þeir helmingi fyrr við þig ef þú ert að nota torrent




machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf machinehead » Lau 25. Okt 2008 21:54

jonsig skrifaði:Ef ég væri með 50miljarða lán fyrir svona einokunnar kusu , + siðlaus . þá mundi ég bara orka eins og ég gæti , svo erum við bara að tala um íslendinga sem segja aldrei neitt ,né gera . því þeir eru fastir í vinnunni að vinna fyrir gróðanum mínum :twisted:

Að rukka fyrir upload er mjög sniðugt , því þá losna þeir helmingi fyrr við þig ef þú ert að nota torrent


Nei það er siðlaust! [-(




Höfundur
Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf Harvest » Lau 25. Okt 2008 22:01

Ég held að nú sér ráð að láta í sér heyra.


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf GuðjónR » Lau 25. Okt 2008 22:16

Jahhhá...ef þú ert að ul einhverri skrá til einhvers í útlöndum þá er hann væntanlega að dl þeirri sömu skrá og að borga fyrir niðurhal, er því sanngjarnt að borga líka hérna megin fyrir upphalið á þeirri skrá?
Hvað ef þú hringir í ættingja í útlöndum? þú borgar fyrir ef þú hringir, en á hann lika að borga fyrir sama símtal ef hann svarar?
Þarna eru sömu menn að verki og komu að falli landsins með græðgisvæðingunni, vonandi tekur ríkið aftur yfir símann þegar Exista (móðurféla Símanns) fer á hausinn.
Þessir menn eru endanlega búnir að sanna og sýna að þeim er ekki treystandi. Láta eiginhagsmuni ganga út yfir gröf og dauða.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf SolidFeather » Lau 25. Okt 2008 22:24

Auðvitað gera þeir bara eins og þeim sýnist, samráð og læti. Ekki eins og einhver sé að fara að gera eitthvað í því annað en að röfla á netinu.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf depill » Lau 25. Okt 2008 23:03

jonsig skrifaði: Stór kall hjá Vodafone sagði mér að Míla (eitthvað leppa fyrirtæki) er að pressa á þá með að hækka leiguna á grunn netinu . það þarf ekkert að bæta neitt í kringum það en þó er ljóst að það er alltaf hægt að blóðmjólka okkur neytendur aðeins meira.


Hmm nei, ástæðan fyrir því að ég get sagt það er einföld. Grunnetið má skipta í tvennt, ljósleiðara net Mílu og svo koparnet Mílu. Heimtaugsgjaldið má Míla ekki hækka nema að Póst og fjarskiptastofnun samþykki það, þannig að þrátt fyrir að Mílu langar örugglega að hafa það 20000 kr að þá geta þeir það ekki nema Póst og fjar samþykki það. Og til þess að póst og fjar samþykki það, þá þarf að færa rök fyrir aukinum kostnaði á rekstri kopagrunnetsins.

Hins vegar gæti verið að Míla sé að fara heimta hærri gjöld á bandvídd á ljósleiðaranetinu sínu. Vodafone kaupir lítið af Mílu á höfuðborgarsvæðinu ( vegna samstarfs við Gagnaveitunnar ), hins vegar leigja þeir bandvídd fyrir landshringinn, hins vegar voru þeir að vinna afnot af ljósleiðarahring NATO þannig að þeir ættu að fara kaupa töluvert minna af Mílu.

Míla er ekki lepp fyrirtæki, heldur fyrirtækið sem á allt grunnet fyrrverandi Símans og var bara ekki slæmt move til að gera samkeppni aðeins sanngjarnari.

Og varðandi að senda póst til Tals, held að Tal hafi lítið sem ekkert vald yfir þessu, kaupa alla sína þjónustu af Vodafone, þannig að ég held að þeir muni cappa alveg eins og Síminn nema þá að það verði hreinlega lagt niður...

Ég ætla að vona að við séum ekki að fara stefna í pre-HIVE tímabil



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf Gúrú » Lau 25. Okt 2008 23:06

depill.is skrifaði:Ég ætla að vona að við séum ekki að fara stefna í pre-HIVE tímabil


Vá hvað það var ógeðslegt tímabil...

Pre-Vodafone tímabil anyone?


Modus ponens

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf depill » Lau 25. Okt 2008 23:41

Gúrú skrifaði:
depill.is skrifaði:Ég ætla að vona að við séum ekki að fara stefna í pre-HIVE tímabil


Vá hvað það var ógeðslegt tímabil...

Pre-Vodafone tímabil anyone?


Var það til ? Okey, bandvídd var minni og Síminn var að selja fáranlega dýrt sína bandvídd ( ef mig minnir rétt var á tímabili 1,5 Mb/s ADSL á 17.900 (minnir mig ) ). Hins vegar var pre-Vodafone tímabil bara allt vaðandi í samkeppni, ég man eftir öllum ISPunum mínum, Nýherji -> Íslensk forritunarþróun -> Islandia Internet -> Íslandssími ( vegna þess að þá losnaði maður alveg við reikning frá Simanum, b.t.w, mitt uppáháldsfyrirtæki, Rautt var ossom ) -> Vodafone -> Hive -> Vodafone og svo mjög nýlega aðallega vegna þess að kostnaðurinn er alveg sami að vera hjá hverjum sem er en mánaðargjaldið á myndlykli er 790 kr hjá Voda en 0 kr hjá Símanum -> Síminn ( sem ég hef aldrei verið hjá áður ).

Hins vegar pre-Vodafone, pre-Norðurljósatímabilið er alls ekkert slæmt. ISNIC var eiginlega heildsala þá, Nýherji var með ISPa, Íslensk Forritunarþróun var með ISPa, Treknet, Islandia, Hringiðan, Snerpa, Íslandssími ( eftir að það var stofnað ), Margmiðlun og heildsalan Lina.net ( og svo eiginlega smásalinn ) og úff ég er örugglega að gleyma einhverjum. Ég er svo sammála grein sem Sigurður G. skrifaði nýlega eftir að HIVE var stofnað þar sem hann talaði um að tvíkeppni á fjarskiptamarkaði væri eiginlega verri en einokun.

Ég held að vissuleyti sé þetta play hjá fjarskiptafyrirtækjunum til þess að auka markaðshlutdeild sína ( sameiginlega auðvita ) í VoD markaðinum nú þegar Vodafone er kominn með sinn eigin VoD markað. Like I say, yrði ekki suprised ef að þetta sé bara fyrsta roundið í því að cappa einstaklinga, og það sem mér finnst vont við þetta er það að ég fæ þessa skýrslu frá Símanum vikulega og við erum heimili með 4 tölvur, það er ekkert sótt af sjónvarpsþáttum, kvikmyndum eða neitt þannig hér. Bara venjuleg netnotkun og þó nokkur kannski YouTube notkun og fleirra, og ég segi ekki að þetta hitti í 10 GB á viku, en hins vegar óttast ég frekari niðurskurð á gagnamagni hérna heima ef þessi tvíkeppni mun verða til framtíðar.

Já ég veit að Hringiðan og Netsamskipti og Snerpa eru enn til, hins vegar af þessum ISPum er einn af þeim svo að ég muni allavega til með sínaeigin erlendispípu sem er ekki það stór, keppir á einstaklingsmarkaði ( sem er ekki nóg til að gera alvöru ISPa ), litla bandvídd þarna erlendis og ekkert grunnet.

Sad day :(




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf CraZy » Sun 26. Okt 2008 12:43

10gb á viku..ég held að það sé ekki hægt, það er bara því miður ekki neitt. Mikið hlakkar mér til að fara flytja af þessu bölvaða skeri.




Höfundur
Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf Harvest » Sun 26. Okt 2008 12:53

Þetta er eiginlega kúgun og skerðing á persónufrelsi finst mér.

Þetta er svona eins og að leifa manni ekki að tala við fólk í öðrum löndum nema í ákveðið margar mínútur.


Svo skil ég ekki af hverju þeir eru ekki þá með tengingar þar sem þú getur fengið meira gagnamag... þarft bara að borga þá meira fyrir það.


Segjum sem dæmi að þú kaupir þér Orange Box á steam... þú getur þá gleimt því að installa öllum leikjunum í einu.

Segjum ef að það eru 2 tölvur á heimilinu sem að kaupa Orange Box... þá verðiði að installa leikjum í skömmtum.

Algjörlega fáránlegt.


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS


Frikkasoft
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Reputation: 6
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf Frikkasoft » Sun 26. Okt 2008 13:45

Það er hægt að færa fyrir því rök að þetta sé svipað og ef t.d Rúv eða Stöð 2 myndi setja sínum áskrifendum takmark yfir því hvað þeir mættu horfa mikið á sjónvarpið.

En að öllu gríni slepptu, þá held ég að síminn sé með verstu þjónustuna, eingöngu vegna þess að hann skammtar downloadi niður á vikur en ekki mánuði eins og t.d vodafone. Bara þetta eina atriði kemur gríðarlega niður á þjónustu margra viðskiptavina Símans. Ég hvet ykkur sem eruð hjá Símanum og eruð spældir yfir þessu að sýna óánægju ykkar og flytja ykkar viðskipti til Vodafone, Tal eða einhvers annars samkeppnisaðila. Annars gerist ekki neitt!


i7-13700K | 64GB RAM | Asus ROG STRIX GeForce RTX 4090 OC | 2TB Firecuda | LINUX FOREVER


machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf machinehead » Sun 26. Okt 2008 13:54

Frikkasoft skrifaði:Það er hægt að færa fyrir því rök að þetta sé svipað og ef t.d Rúv eða Stöð 2 myndi setja sínum áskrifendum takmark yfir því hvað þeir mættu horfa mikið á sjónvarpið.

En að öllu gríni slepptu, þá held ég að síminn sé með verstu þjónustuna, eingöngu vegna þess að hann skammtar downloadi niður á vikur en ekki mánuði eins og t.d vodafone. Bara þetta eina atriði kemur gríðarlega niður á þjónustu margra viðskiptavina Símans. Ég hvet ykkur sem eruð hjá Símanum og eruð spældir yfir þessu að sýna óánægju ykkar og flytja ykkar viðskipti til Vodafone, Tal eða einhvers annars samkeppnisaðila. Annars gerist ekki neitt!


Sammála þessu. Ingore'a markaðsráðandi fyrirtækið þá kannski gerist eitthvað.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf Gúrú » Sun 26. Okt 2008 14:11

machinehead skrifaði:
Frikkasoft skrifaði:Það er hægt að færa fyrir því rök að þetta sé svipað og ef t.d Rúv eða Stöð 2 myndi setja sínum áskrifendum takmark yfir því hvað þeir mættu horfa mikið á sjónvarpið.

En að öllu gríni slepptu, þá held ég að síminn sé með verstu þjónustuna, eingöngu vegna þess að hann skammtar downloadi niður á vikur en ekki mánuði eins og t.d vodafone. Bara þetta eina atriði kemur gríðarlega niður á þjónustu margra viðskiptavina Símans. Ég hvet ykkur sem eruð hjá Símanum og eruð spældir yfir þessu að sýna óánægju ykkar og flytja ykkar viðskipti til Vodafone, Tal eða einhvers annars samkeppnisaðila. Annars gerist ekki neitt!


Sammála þessu. Ingore'a markaðsráðandi fyrirtækið þá kannski gerist eitthvað.


Það er samt svo endalaust vesen að skipta um fyrirtæki hér á landi og þeir vita það... og nýta sér það..


Modus ponens

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í ósmurt?

Pósturaf depill » Sun 26. Okt 2008 14:49

Æi ef það væri samkeppni hérna kannski, en á meðan það er bara hérna tvíkeppni þá held ég að það breyti voða lítið hvar þú ert með netið. Kannski helst til Hringiðunnar á meðan þeir eru ekki með mælitæki, kannski með að fara þangað geta þeir byggt eithvað upp.