Ég fékk bréf frá Símanum núna í dag þar sem þeir ætluðu ítrekað að þjappa í viðskiptavini sína.
Hér kemur bréfið:
Ágæti viðskiptavinur
Síminn mun gera breytingar á skilmálum Internetþjónustu frá og með 1. nóvember næstkomandi.
Breytingin felur í sér að fari gagnamagn erlendis frá yfir 10 GB á sjö sólarhringum, í stað 20 GB áður, áskilur Síminn sér rétt til að lækka tímabundið hraða tengingarinnar til útlanda. Síminn tilkynnir viðskiptavinum sínum um slíkar takmarkanir með tölvupósti. Breytingin tekur til skilmála númer 14, en hægt er að nálgast þá á heimasíðu Símans: http://www.siminn.is/servlet/file/Skilm ... C_ENT_ID=8
Eins mun þakið í áskriftarleiðunum Góður og Betri hækka úr 7.500 í 8.500 kr. frá og með 1.desember nk. Samanlagður kostnaður áskriftar og umfram niðurhals fer því ekki yfir 8.500 kr.
Kveðja,
starfsfólk Símans
Ég veit að nú eru breyttir tímar og allt það. En upphaflega þegar ég keypti þessa tengingu 2006 kostaði hún 5000kr og ég gat niðurhalað ENDALAUST! Án þess að vera cappaður.
Ef þið hafið lent í að vera cöppuð af þessum drullusokkum þá get ég sagt ykkur það að þið gætuð alveg eins náð í gamla innhringibúnaðinn og verið á netinu þannig.
Það sem ég gerði þegar ég sá þetta bréf var að ég sendi Vodafone og Tal bréf og spurði þá hvort þeir ætluðu líka að fara svona illa með mig ef ég kæmi yfir til þeirra - breyta bara samningnum eins og þeim hentar.
Einhver reynsla af Vodfone/Tal?
Já ég er bitur! Maður getur ekki endalaust tekið skít uppí görnina á sér.