Er að hugsa um að svíkja lit.

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Er að hugsa um að svíkja lit.

Pósturaf GuðjónR » Mán 24. Mar 2008 00:31

Ég er að verða meira og meira hrifinn af þessu dóti hérna. Hef aldrei átt svona en held að það sé kominn tími á að prófa!
Hverjir eiga svona eða hafa átt svona og hver er ykkar reynsla?
Væri alveg til í að flippa aðeins og kaupa 24" vélina.
Viðhengi
iMac.jpg
iMac.jpg (171.85 KiB) Skoðað 4809 sinnum




eigill3000
Fiktari
Póstar: 86
Skráði sig: Sun 30. Des 2007 03:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf eigill3000 » Mán 24. Mar 2008 01:12

fæ alltaf hausverk þegar ég er í macc tölvum.... :S


aMz | egill3000 - aMaziNg Forever!
GeForce 7600 GT - AMD Athlon 3700 @ 2.19 - 2GB Supertalent - 320 + 500 GB HDD - HP móðurborð - Samsung 22"6BW - Dell E177FP 17"

Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dagur » Mán 24. Mar 2008 12:30

Apple er illskan uppmáluð :)




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mán 24. Mar 2008 14:04

Endilega láttu okkur svo vita hvernig gengur :wink:



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mán 24. Mar 2008 14:46

Er strax kominn með bakþanka :?




hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Mán 24. Mar 2008 15:18

Eðlilega, flott 194 þúsund króna flipp :D

Og þetta er náttúrulega Makki. Ég fæ bakþanka um hvað ég sé að gera í kringlunni þegar ég geng framhjá Apple búðinni þar og skynja hliðarverkanir ofurálagningar.


count von count

Skjámynd

HaftorS
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Lau 16. Feb 2008 20:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf HaftorS » Mán 24. Mar 2008 15:20

Svo má nú ekki gleyma hvað allir maccarnir eru overpriced hérna á Fróni.

tæpur 200 þús kall fyrir:
core2 duo
320 gb disk
1 gb ram

ég segi stopp á það. :P




hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Mán 24. Mar 2008 16:17

Þú verður samt að athuga sko að skjárinn er há-glans :lol:


count von count


andribja
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Sun 11. Jún 2006 18:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf andribja » Mán 24. Mar 2008 18:05

Ég er nú hæstánægður með minn makka... Tölvan var reyndar keypt notuð svo ég borgaði ekki alveg svona mikið! ;)
Reyndar fékk ég ansi góðan díl.. og 4GB er mun ásættanlegra en 1! :roll:



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2783
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 126
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf zedro » Mán 24. Mar 2008 18:26

Dont do it man! Ef þú ætlar yfir höfuð að fá þér macca þá held ég að MacBook Air sé málið. Ég persónulega fíla ekki tölvuskjákassa ef eitthvað bilar þá þarf að laga allt :roll:


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Mán 24. Mar 2008 19:19

ég persónulega fengi mér nú alls ekki macbook air.
eitthvað við það að ég vill hafa cd/dvd drif á vélunum mínum

aftur á móti fengi ég mér alveg hiklaust macbook


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2783
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 126
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf zedro » Mán 24. Mar 2008 19:31

urban- skrifaði:eitthvað við það að ég vill hafa cd/dvd drif á vélunum mínum

Þegar mar pælir í því notar mar geisladrif nógu mikið til að réttlæta það að þurfa hafa það í vélinni? Ég nota örsjaldan diskadrifið mitt :P gæti allveg eins átt bara utanáliggjandi drif.

urban- skrifaði:aftur á móti fengi ég mér alveg hiklaust macbook

Já verð að vera sammála væri til í að prufa eina þannig.


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mán 24. Mar 2008 21:55

Það eru eiginlega þrjár ástæður fyrir því að mig langar að prófa þetta, ég veit að miðað við vélbúnað er þetta crazy verð.

En þær ástæður sem liggja að baki pælingarinnar eru:

1) Forvitni og nýjungargirni, er búinn að eiga haug að PC en aldrei prófað MAC.
2) Horfði á þessa kynningu um daginn og þvílíkt snilld sem þetta "UNIX" stýrikerfi er.
3) Vantar fyrirferðalitla og snyrtilega tölvu miðsvæðiðs í húsið sem allir hérna geta haft aðgang að.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Viktor » Mán 24. Mar 2008 23:11

Hef alltaf haft mikinn áhuga á því að byrja að vera Makkari. Finnst forritin sem fylgja með svo fáránlega þæginleg og nytsamleg. Engir vírusar, virkar með öllu... :)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Pósturaf daremo » Mán 24. Mar 2008 23:39

Ég hef notað DOS, Windows 3.x-2008, BeOS, Solaris, HP-UX, FreeBSD og Linux með alls konar fancy og ekki-svo-fancy gluggaumhverfum.

En aldrei hef ég verið jafn pirraður á tölvu og þegar ég notaði MacOS X.
Það lítur kannski vel út, en þetta stýrikerfi er viðbjóður.
Ef þú ætlar að fá þér Mac ætla ég rétt að vona að þú setjir annað stýrikerfi á hana.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Mán 24. Mar 2008 23:41

Zedro skrifaði:
urban- skrifaði:eitthvað við það að ég vill hafa cd/dvd drif á vélunum mínum

Þegar mar pælir í því notar mar geisladrif nógu mikið til að réttlæta það að þurfa hafa það í vélinni? Ég nota örsjaldan diskadrifið mitt :P gæti allveg eins átt bara utanáliggjandi drif.

ég á bara helling t.d. helling af ljósmyndum á DVD diskum


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Þri 25. Mar 2008 00:28

Sallarólegur skrifaði:Hef alltaf haft mikinn áhuga á því að byrja að vera Makkari. Finnst forritin sem fylgja með svo fáránlega þæginleg og nytsamleg. Engir vírusar, virkar með öllu... :)


Virkar með öllu? tja ekki flash kubb sem ég átti fyrir löngu áður en hann brann yfir í usb portinu á G5 macca.
Ég er neyddur stundum til að nota macca vegna grafískrar vinnslu og ég er ekki ánægður.



Skjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Pósturaf djjason » Þri 25. Mar 2008 13:10

Pandemic skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Hef alltaf haft mikinn áhuga á því að byrja að vera Makkari. Finnst forritin sem fylgja með svo fáránlega þæginleg og nytsamleg. Engir vírusar, virkar með öllu... :)


Virkar með öllu? tja ekki flash kubb sem ég átti fyrir löngu áður en hann brann yfir í usb portinu á G5 macca.
Ég er neyddur stundum til að nota macca vegna grafískrar vinnslu og ég er ekki ánægður.


Það er mikið til í þessu sem Pandemic er að segja og margir flaska oft á þegar þeir horfa til Mac sem töfralausnina sem bara virkar.

Ég hef notað Macbook Pro núna í rúmlega tvö ár. Ég gerði það reyndar ekki by choice heldur vegna þess að það átti að verzla handa mér nýjan laptop fyrir vinnuna og það var Mac eða ekkert.

Allavega, Mac virkar ógeðslega vel þegar þú ert að nota iPhoto fyrir myndirnar þínar, Mail.app til að senda tölvupóst með myndunum, iTunes fyrir tónlist sem þú syncar síðan við ipod, og bacup-ar allt draslið á TimeCapsule með TimeMachine, og færð þráðlaust net í gegnum Airport. En þetta er einmitt málið....það virkar algjörlega flawless með hardware og software frá Apple....því Apple vill búa til Monopoly þar sem allt sem þú notar er frá þeim og engum öðrum.

Ég hef oft lent í því á Mac að það sem ég þarf að gera (setja upp forrit og annað) tekur mig óendanlegan tíma og stillingar sem oft á tíðum er meira vesen en að gera það á Windows. Ég þarf nefninlega að geta komið minni vél í sérstakt "Development" stage...eitthvað sem var breeze á Linux...en það er bara höfuðverkur á Mac oft á tíðum.

Síðan er það nú þannig að Mac er overpriced...þeir eru nú ridiculously overpriced á Íslandi en þeir eru líka dýrir í USA því þegar á öllu er á botnin hvolft þá er þetta sama hardware-ið og annars staðar þú ert bara að borga fyrir OS og burstaðan ál case.


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds


elfmund
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fös 08. Sep 2006 14:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf elfmund » Þri 25. Mar 2008 13:56

guð minn góður... þvílíkir fordómar hérna :)
þessar tölvur eru fokking æðislegar....

ég kem uppalinn úr MS-DOS umhverfinu og uppfærðist alla leið þaðan í gegnum Windows 3.11 --> Win95 --> Win98 --> Win98SE --> Win2000 --> WinXP

þegar ég var á síðasta árinu mínu í Háskólanum í Reykjavík þá skipti ég úr 1,2Ghz HP Fartölvu í 400Mhz Powerbook fartölvu og guð minn góður hvað ég elskaði þá tölvu heitt!!

síðan hef ég ekki litið til baka.....(janúar 2000)

síðan þá hef ég átt

PowerPC vélar
Powerbook G4 400Mhz
Mac Cube G4 400Mhz
túbu iMac G3 500Mhz
15" iMac G4 733Mhz
15" iMac G4 800Mhz
Powerbook 12" G4 1,33Ggz
Powerbook 15" G4 1,25Ggz

Intel vélar
Mac Mini 1,67Ghz Intel Core Duo
15" MacBook Pro 2,4Ghz Intel Intel Core 2 Duo (æðisleg tölva)
15" MacBook Pro 2,4Ghz Intel Intel Core 2 Duo (kærastan mín á þessa)

Mamma og pabbi eiga 20" Intel Core Duo 2 iMac

þetta eru tölvur sem eru fokking æðislegar og þeir sem segja : "mac gefur mér hausverk" eða "mac er lame" eða "mac er ekki nógu kraftmikið stöff" hafa hreinlega ekki prófað þessar græjur

GuðjónR... ég mæli HIKLAUST með þessari græju og 24" tölvan er hrein og klár FEGURÐ!

DO IT DO IT

kíktu á http://www.maclantic.com og láttu sannfærast

kv,
Hörður[/b]



Skjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Pósturaf djjason » Þri 25. Mar 2008 14:39

...og rökin fyrir því að prófa Mac eru.......

elfmund skrifaði:þessar tölvur eru fokking æðislegar....


:D


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"

- Linus Thorvalds

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3077
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 45
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf beatmaster » Þri 25. Mar 2008 14:54

djjason skrifaði:...og rökin fyrir því að prófa Mac eru.......

elfmund skrifaði:þessar tölvur eru fokking æðislegar....


:D



Ekki gleyma...

elfmund skrifaði:...hrein og klár FEGURÐ!


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


elfmund
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fös 08. Sep 2006 14:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf elfmund » Þri 25. Mar 2008 16:29

nákvæmlega :)

ég var t.d. núna að taka umbúðirnar utan af Time Capsule græjunni minni

holy moly trappatoni hvað þetta er gott stöff
uppsetningin tók 1 mínútu og ég er farinn að bakka upp gögnin mín yfir 802.11n þráðlaust net...



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 25. Mar 2008 18:13

Hættur við þessa pælingu!
Talandi um að nýta sér ástandið í þjóðfélaginu á viðbjóðslegan hátt!
Hækkuðu tölvuna um rúm 15% í dag. Úr 194.990.- í 229.990.-
Mjöööööög líklegt að þeir hafi fengið sendingu af tölvum í páskafríinu.
Viðhengi
iMac2.jpg
iMac2.jpg (96.49 KiB) Skoðað 2985 sinnum



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Pósturaf mind » Mið 26. Mar 2008 12:01

Ég ætlaði einmitt að fara vara þig við því að gera þetta.

Þú ert ennþá ungur og átt allt lífið framundan , engin ástæða fyrir að kasta því öllu fyrir sjónhverfingar lúsifers.




ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ErectuZ » Mið 26. Mar 2008 20:46

Mynd