Vesen með þráðlaust Encore netkort í Windows FLP

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Vesen með þráðlaust Encore netkort í Windows FLP

Pósturaf DoofuZ » Lau 22. Des 2007 19:49

Ég er svotil nýbúinn að setja Windows FLP (Fundamentals for Legacy PCs, svona mini XP fyrir þá sem ekki kannast við það) inná gamla tölvu hjá mér og er að vesenast svoldið með þráðlaust Encore netkort en í gær þurfti ég að setja Windows aftur upp frá byrjun útaf öðru vandamáli tengdu sama korti :? Þá gerði ég nefnilega þau mistök að gera uninstall á forritið sem fylgdi sem gerði það algjörlega ómögulegt að koma netkortinu aftur í gang.

En núna er hins vegar komið upp það vandamál að þrátt fyrir að ég hef fengið netkortið til að virka loksins þá virkaði það ekki eftir restart, ekki fyrr en ég keyrði 'net start w8335xp' en þá lagaðist vandamálið. Samt það skrítna er að þegar ég er búinn að gera start þá koma þau skilaboð að það sé nú þegar búið að setja þetta service í gang :-k

Ég veit að ég get auðvitað bara sett þessa start skipun í startup til að laga þetta en það er auðvitað bara tímabundin lausn, það væri frábært að geta lagað þetta alveg. Þá gæti ég kannski komist að því í leiðinni hvað er að fara úrskeðis.

Einhver með hugmynd?

EDIT: Þetta virðist vera komið í lag núna, þegar ég logga mig inn þá sé ég fyrst icon-ið koma snöggt hjá klukkunni með rautt ljós og hverfa svo en síðan kemur það aftur stuttu seinna og þá með grænt ljós þannig að netið kemur. Samt pínu skrítið :-k Kannski virkar þetta svona skrítið þar sem þetta er ekki alveg 100% XP eða þá vegna þess að það er ekki fast user switching í þessu. Það væri reyndar ágætt að vita það.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]