Vandræði með Tight VNC


Höfundur
Bréfaklemma
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mið 18. Okt 2006 16:55
Reputation: 0
Staðsetning: Húsavík
Staða: Ótengdur

Vandræði með Tight VNC

Pósturaf Bréfaklemma » Mán 26. Nóv 2007 16:40

Ég var að setja upp VNC tengingu á milli borðtölvunar og fartölvunar.
Að tengjast úr borðtölvunni í fartölvuna (fartölvan er þá server) er ekkert mál og gæti ekki virkað betur en þegar ég reyni að tengjast inná borðtölvuna úr fartölvunni (með borðtölvuna sem server) gengur ekkert. Serverinn samþykkir lykilorðið og glugginn poppar upp og forritið hegðar sér eins og það sé að load-a desktoppinu en eftir cirka 20 sec fæ ég eftirfarandi villu: ReadExact: "Socket error while reading".

Ég er búinn að prófa að slökkva á öllum Eldveggjum á báðum tölvum en það bar engan árangur.

Borðtölvan keyrir á XP Pro en fartölvan á Vista, gæti verið að það sé vandamálið?

Gæti ég þurft að opna port?


Ég er búinn að leita að lausn á Google eins og brjálæðingur en finn ekki neitt.

Ég hef verið að hugsa um að skipta yfir í eitthvað annað VNC forrit en vil þó helst sleppa því þar sem ég er mjög hrifinn af Tight VNC, að undanskyldum þessum error þ.e.a.s.

Ég er algjör byrjandi í þessu öllu saman þannig að öll aðstoð er vel þegin.

[Edit]
Ég komst í tölvu hjá vini til að athuga hvort ég kæmist inná borðtölvuna frá hans tölvu og það virkaði, þannig að ég er búinn að einangra vandann við þessa einu fartölvu. Mér dettur þá helst í hug að það sé vegna þess að hún keyrir Vista en allar hinar XP. En sammt veit ég um fullt af fólki sem getur tengst frá Vista í XP.
[Edit]

kv. Bréfaklemman




Zorba
spjallið.is
Póstar: 450
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zorba » Mán 26. Nóv 2007 21:41

Hmm..Ég nota TightVNC og það hefur aldrei gefið mér vandræði.Búinn að prufa að reinstalla forritinu á vélunum?Og ég nota Vista-Xp og linux


Antec180b-975X-CorsairXMS2Cl4-8800GTX-E6600 @3.55 GHZ-2xSamsung500GB-700w Fortron-1x WD 500GB


Höfundur
Bréfaklemma
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mið 18. Okt 2006 16:55
Reputation: 0
Staðsetning: Húsavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bréfaklemma » Mán 26. Nóv 2007 22:50

DMT skrifaði:Hmm..Ég nota TightVNC og það hefur aldrei gefið mér vandræði.Búinn að prufa að reinstalla forritinu á vélunum?Og ég nota Vista-Xp og linux


Já búinn að prófa reinstall.
Prófaði svo rétt áðan að tengjast frá þessari fartölvu í aðra borðtölvu (vista í xp) og það virkaði, þannig að þetta vandamál virðist bara vera á milli þessarar fartölvu og minnar borðtölvu.