Ef ég fer í system properties (properties á my computer) þá kemur stundum ekki réttur hraði á örgjörvanum. Ég er að tala um borðvélina mína sem er í undirskrift hjá mér en ég er með AMD Athlon 64 3500+ örgjörva í henni sem á að vera um 2.2ghz eða svo en stundum stendur þarna að hann sé ekki nema 994mhz Það er reyndar þannig að Windows virðist gefa upp þá tölu nánast í annað hvert skipti sem ég skoða system properties ef ég opna og loka því nokkrum sinnum í röð.
Einhver sem veit hvað er í gangi? Ég efast um að þetta sé eitthvað alvarlegt þar sem tölvan er í mjög góðu ástandi og getur alveg verið í gangi lengi án neinna vandræða en það væri gott að vita nákvæmlega hvað er á seyði. Er þetta kannski eðlileg hegðun örgjörvans? Ég hef aldrei tekið eftir röngum hraða í fartölvunni minni en hún er reyndar með tvíkjarna intel örgjörva svo það er líklega ekki hægt að bera það mikið saman
System properties sýnir mismunandi hraða á örgjörva
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
System properties sýnir mismunandi hraða á örgjörva
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
það er tækni hjá AMD sem heitir cool'n'quiet sem keyrir örran hjá þér niður þegar þú þarft ekki á öllu aflinu að halda.
Er sambærileg tækni líka hjá Intel. Btw mæli ekki með að slökkva á þessum fídus nema þú viljir að tölvan þín sé alltaf á háum snúning sem stytti líftíman á henni og eyðir meira rafmagni.
Er sambærileg tækni líka hjá Intel. Btw mæli ekki með að slökkva á þessum fídus nema þú viljir að tölvan þín sé alltaf á háum snúning sem stytti líftíman á henni og eyðir meira rafmagni.
Starfsmaður @ IOD