CendenZ skrifaði:Ég nota Ubuntu og ég sé ekki fram á að ég verði með Windows sem main stýrikerfi á tölvunum.. ég er með windows xp á leikjavélinni og svo er ég með sjónvarpsvél sem er runnað á windows.. en annars.. ubuntu er alveg rugl gott kerfi, mæli með því fyrir hvaða idiot sem er.
Mætti segja að þú þyrftir tölvukunnáttu til að nota ubuntu, en enskukunnátta og netaðgangur er feikinóg, spjallborðin fyrir newbies á ubuntu er þrælgóð.
ég er allavega að ánægður með XP og Ubuntu, sé ekki neinn kost umfram þau tvö að nota Vista.. sérstaklega þarsem menn hér á þessum borðum ( ég nefni engin nöfn en það vita allir að ég er að tala um þessa sem eiga flottustu vélarnar ), menn sem monta sig af því að eiga besta vélbúnaðinn og mæla með vista fyrir alla nema þá sem eiga ekki góða tölvu ( basicly enginn ) því vista er svo flott og lekkert.
En svo tjúna þessir þursar stýrikerfið algjörlega niður og tweaka það einsog þeir mögulega geta til að ná besta performancinu.
- > afhverju nota þeir þá ekki bara windows xp ?
ÞEGAR STÓRT ER SPURT.
/rant off.
Veit ekki hvort ég fell í þennan flokk hjá þér en ég mæli nú einfaldlega með Vista vegna þess að mér finnst það persónulega besta stýrikerfi sem ég hef prófað og af margvíslegum ástæðum. Ég á t.d. Xbox 360 og ásamt Vista brillerar hún sem Media Center heimilisins (auk þess að vera þrusugóð leikjatölva). Ég viðurkenni líka fúslega að ég er Microsoft maður enda vinn ég með Microsoft prodúkt allann daginn (ég er .NET forritari). Ég átti líka góðann þátt í að beta prófa bæði XP Service Pack 2, Windows Server 2003 og Vista og það sem heillar mig mest er þessi stefnubreyting sem er að eiga sér stað hjá MS og hefur átt sér stað síðustu ár. Það eru svo gífurlega breytingar í gangi gagnvart því að vera opnir, hlusta á viðskiptavininn og leyfa fólki að fylgjast með hvað er að gerast því það vita jú allir að MS áttu mikið verk fyrir höndum fyrir svona 3 - 4 árum að byrja að byggja upp traust almennings á þeim aftur. Persónulega finnst mér þeir standa sig mjög vel.
BadVista hins vegar er síða sem er svo yfirfull af FUDi að það hálfa væri nóg. Ekki nóg með að þeir dreifi óhemju-magni af FUDi heldur deletea þeir öllum commentum sem styðja þá ekki. Svo sannarlega gott dæmi um þetta frjálsa Linux samfélag (þetta var kaldhæðni b.t.w).
Ég hef alls ekkert á móti Linux, Unix eða OS X, þvert á móti er margt sem heillar mig í þessum stýrikerfum, en um leið og menn geta ekki sannfært fólk um að sitt kerfi sé betra án þess að þurfa að hagræða sannleikanum eða einfaldlega ljúga um hina þá virkar það meira fráhrindandi en flest annað. Ég geri mér líka fyllilega grein fyrir að Microsoft voru duglegir að hagræða sannleikanum á sínum tíma líka en aldrei voru þeir eins slæmir og BadVista hafa verið.
Til þess að tala aðeins um punktana:
If your copy of Vista came with the purchase of a new computer, that copy of Vista may only be legally used on that machine, forever.
Það gæti haft eitthvað með þetta að gera að þetta er OEM og er því niðurgreitt af vélbúnaðarframleiðendum. Fyllilega sanngjörn krafa að mínu mati. Þú mátt hins-vegar uppfæra vélina eins og þig lystir að mig minnir en gætir þurft að reactivatea.
If you bought Vista in a retail store and installed it on a machine you already owned, you have to completely delete it on that machine before you can install it on another machine.
Þetta á við um nánast allann retail hugbúnað (ekki bara Vista). Þú hefur bara leyfi til þess að setja hann upp á einni vél. Er þetta eitthvað annað en sjálfsagður hlutur?
You give Microsoft the right, through programs like Windows Defender, to delete programs from your system that it decides are spyware.
Og er þetta slæmt? Eru Linux menn virkilega svo nojjaðir að halda að MS myndu kannski flokka GIMP eða eitthvað álíka sem spyware? Þetta forrit er einfaldlega að vinna sína vinnu og henda út rusli, og samkvæmt mörgum hendir það ekki einu sinni nógum miklu af því.
You consent to being spied upon by Microsoft, through the “Windows Genuine Advantage” system. This system tries to identify instances of copying that Microsoft thinks are illegitimate. Unfortunately, a recent study indicated that this system has already screwed up in over 500,000 cases.
Það eina sem ég er að hluta til sammála en þetta er hins-vegar stórlega ýkt. Þetta njósnar ekki neitt, nema menn kallir það njósnir að Windows fari fram á að það tryggi að það sé ekki verið að keyra eitt leyfi á mörgum vélum. Fyrir utan það veit ég ekki um einn einasta mann sem hefur lent í því að þetta merki fólk ranglega. Ef menn hefðu ekki verið svona duglegir að stela Windows síðustu ár hefði þetta heldur aldrei komið til sögunnar. Við hverju er líka að búast þegar "piracy" markaðurinn er orðinn það harðsvíraður að það er farið að gefa út veyðileyfi á hundana sem lögreglan notar til þess að þefa uppi fjölföldunarverksmiðjur.